Musk hraunar yfir „stórt og fallegt“ frumvarp Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2025 07:24 Elon Musk og Donald Trump í Hvíta húsinu á dögunum. AP/Evan Vucci Elon Musk, auðugasti maður heims, sem staðið hefur dyggilega við bak Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Trump vill að Repúblikanar samþykki sé „viðurstyggilegur hryllingur“. Hann segir alla þá sem hafa stutt það eiga að skammast sín. Umrætt frumvarp var samþykkt með naumindum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í síðasta mánuði og er til umræðu í öldungadeildinni. Musk er verulega andvígur fjárútlátum í frumvarpinu og segir að það muni sökkva bandarísku þjóðinni í skuldafen. Í færslu sem hann skrifaði á X, samfélagsmiðil sinn, í gær sagði Musk að þingmenn sem studdu frumvarpið sé meðvitaðir um að þeir hafi gert rangt. Í annarri færslu sagði Musk svo að allir stjórnmálamenn sem hefðu svikið bandarísku þjóðina yrðu reknir í nóvember. Hann hélt svo áfram í morgun og sagði meðal annars að eyðsla yfirvalda í Bandaríkjunum myndi á endanum hneppa þjóðina í ánauð. Fúlgur fjár færu í að greiða vexti af skuldum ríkisins og á endanum yrðu ekki til peningar fyrir neitt annað. Þingkosningar verða haldnar í nóvember en Musk varði í fyrra í það minnsta 250 milljónum dala í að styðja Donald Trump í kosningabaráttunni um Hvíta húsið. Þá hefur hann heitið því að nota peninga sína gegn öllum þeim þingmönnum sem þykja ekki nægilega hliðhollir Trump. Nú er hann hinsvegar að hóta því að beita sér gegn þingmönnum sem greiða atkvæði með frumvarpi sem Trump hefur krafist þess að Repúblikanar samþykki. Hversu alvara Musk er þykir þó ekki ljóst. Hann lýsti því til að mynda yfir í síðasta mánuði að hann ætlaði að verja mun minna til stjórnmála í framtíðinni. Í bili allavega. Sjá einnig: Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Þá steig Musk til hliðar frá störfum sínum fyrir Trump á dögunum og hélt forsetinn við það tilefni athöfn í Hvíta húsinu. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar myndi frumvarpið meðal annars fella niður ívilnanir sem hagnast Tesla, rafmagnsbílafyrirtæki Musks. Hann er þó verulega andvígur auknum fjárútlátum bandaríska ríkisins og hefur barist fyrir niðurskurði í störfum sínum fyrir Trump í gegnum Doge-niðurskurðarstofnunina. Hin hlutlausa stofnun Congressional Budget Office er nokkurs konar ríkisendurskoðun Bandaríkjanna. Stofnunin fer yfir lagafrumvörp og metur áhrif þeirra og mögulegan kostnað. Sérfræðingar hennar áætla að frumvarpið muni auka skuldir ríkisins um 2,4 billjónir dala á næstu tíu árum. Það samsvarar um 305 billjónum króna. Því segjast margir Repúblikanar ósammála og segja að frumvarpið muni borga sig með auknum hagvexti. Repúblikanar eru þó ekki sammála um kosti frumvarpsins og þykir líklegt að það muni taka miklum breytingum í öldungadeildinni, áður en það fer aftur fyrir fulltrúadeildina. Trump stendur við frumvarpið Karoline Leavitt, talskona Trumps, sagði við blaðamenn í gærkvöldi að forsetinn væri meðvitaður um afstöðu Musks gagnvart frumvarpinu. Það breytti ekki afstöðu Trumps, sem styddi það enn. „Þetta er eitt stór, fallegt frumvarp og hann stendur við það.“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði einnig að Musk hefði rangt fyrir sér um frumvarpið. Hann sagðist hafa rætt frumvarpið við auðjöfurinn í um tuttugu mínútur og sagði Musk hafa rangt fyrir sér. „Þetta er ekki persónulegt. Ég veit að honum þykja rafmagnsbílaívilnanirnar mikilvægar. Þær eru að fara því ríkisstjórnin á ekki að niðurgreiða þessa hluti,“ sagði Johnson. „Ég veit hvaða áhrif það hefur á fyrirtæki hans og mér þykir það miður. En að hann stígi fram og hrauni yfir allt frumvarpið eru, að mér finnst, vonbrigði og óvænt, í ljósi samtals okkar í gær.“ Bandaríkin Donald Trump Tesla Elon Musk Tengdar fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. 9. maí 2025 07:02 Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Umrætt frumvarp var samþykkt með naumindum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í síðasta mánuði og er til umræðu í öldungadeildinni. Musk er verulega andvígur fjárútlátum í frumvarpinu og segir að það muni sökkva bandarísku þjóðinni í skuldafen. Í færslu sem hann skrifaði á X, samfélagsmiðil sinn, í gær sagði Musk að þingmenn sem studdu frumvarpið sé meðvitaðir um að þeir hafi gert rangt. Í annarri færslu sagði Musk svo að allir stjórnmálamenn sem hefðu svikið bandarísku þjóðina yrðu reknir í nóvember. Hann hélt svo áfram í morgun og sagði meðal annars að eyðsla yfirvalda í Bandaríkjunum myndi á endanum hneppa þjóðina í ánauð. Fúlgur fjár færu í að greiða vexti af skuldum ríkisins og á endanum yrðu ekki til peningar fyrir neitt annað. Þingkosningar verða haldnar í nóvember en Musk varði í fyrra í það minnsta 250 milljónum dala í að styðja Donald Trump í kosningabaráttunni um Hvíta húsið. Þá hefur hann heitið því að nota peninga sína gegn öllum þeim þingmönnum sem þykja ekki nægilega hliðhollir Trump. Nú er hann hinsvegar að hóta því að beita sér gegn þingmönnum sem greiða atkvæði með frumvarpi sem Trump hefur krafist þess að Repúblikanar samþykki. Hversu alvara Musk er þykir þó ekki ljóst. Hann lýsti því til að mynda yfir í síðasta mánuði að hann ætlaði að verja mun minna til stjórnmála í framtíðinni. Í bili allavega. Sjá einnig: Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Þá steig Musk til hliðar frá störfum sínum fyrir Trump á dögunum og hélt forsetinn við það tilefni athöfn í Hvíta húsinu. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar myndi frumvarpið meðal annars fella niður ívilnanir sem hagnast Tesla, rafmagnsbílafyrirtæki Musks. Hann er þó verulega andvígur auknum fjárútlátum bandaríska ríkisins og hefur barist fyrir niðurskurði í störfum sínum fyrir Trump í gegnum Doge-niðurskurðarstofnunina. Hin hlutlausa stofnun Congressional Budget Office er nokkurs konar ríkisendurskoðun Bandaríkjanna. Stofnunin fer yfir lagafrumvörp og metur áhrif þeirra og mögulegan kostnað. Sérfræðingar hennar áætla að frumvarpið muni auka skuldir ríkisins um 2,4 billjónir dala á næstu tíu árum. Það samsvarar um 305 billjónum króna. Því segjast margir Repúblikanar ósammála og segja að frumvarpið muni borga sig með auknum hagvexti. Repúblikanar eru þó ekki sammála um kosti frumvarpsins og þykir líklegt að það muni taka miklum breytingum í öldungadeildinni, áður en það fer aftur fyrir fulltrúadeildina. Trump stendur við frumvarpið Karoline Leavitt, talskona Trumps, sagði við blaðamenn í gærkvöldi að forsetinn væri meðvitaður um afstöðu Musks gagnvart frumvarpinu. Það breytti ekki afstöðu Trumps, sem styddi það enn. „Þetta er eitt stór, fallegt frumvarp og hann stendur við það.“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði einnig að Musk hefði rangt fyrir sér um frumvarpið. Hann sagðist hafa rætt frumvarpið við auðjöfurinn í um tuttugu mínútur og sagði Musk hafa rangt fyrir sér. „Þetta er ekki persónulegt. Ég veit að honum þykja rafmagnsbílaívilnanirnar mikilvægar. Þær eru að fara því ríkisstjórnin á ekki að niðurgreiða þessa hluti,“ sagði Johnson. „Ég veit hvaða áhrif það hefur á fyrirtæki hans og mér þykir það miður. En að hann stígi fram og hrauni yfir allt frumvarpið eru, að mér finnst, vonbrigði og óvænt, í ljósi samtals okkar í gær.“
Bandaríkin Donald Trump Tesla Elon Musk Tengdar fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. 9. maí 2025 07:02 Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17
Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. 9. maí 2025 07:02
Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23