Segir viðbrögð borgarfulltrúa á mótmælum kjánaleg Lovísa Arnardóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 3. júní 2025 22:01 Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari og Darina Andriivna Khomenska, leikmaður Aþenu. Stöð 2 Reykjavíkurborg og forsvarsmenn körfuboltafélagsins Aþenu hafa enn ekki komist að samkomulagi um endurnýjun samninga vegna notkunar félagsins á íþróttahúsi í Breiðholti. Liðsmenn mótmæltu við ráðhúsið í dag og liðsmaður Aþenu segir viðbrögð borgarfulltrúa á mótmælunum kjánaleg. Brynjar Karl, þjálfari, segir borgarfulltrúa ekki búna að kynna sér starf Aþenu áður en ákvörðun er tekin. Fjallað hefur verið um það síðustu daga rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis hafi runnið út þann 31. maí. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs sagðist í skriflegum svörum við fréttastofu í dag vilja sjá breytingar á samningnum sem felist í eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi Aþenu og Leiknis, „góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar.“ Hann sagði mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa Aþenu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu gefur lítið fyrir svör formanns menningar- og íþróttaráðs um samning sem hann bauð félaginu um afnot á húsnæði Leiknis til æfingatíma, slíkur samningur muni drepa félagið, hvers starf fer að miklu leyti fram utan tilsettra æfingatíma. Þurfi einhver að fylgja mannréttindum séu það borgaryfirvöld en ekki Aþena. Brynjar Karl og liðskonur Aþenu efndu af þessu tilefni til mótmæla við ráðhúsið í dag þegar borgarstjórn fundaði. Gerður var hlé á fundinum vegna hávaða og nokkrir borgarfulltrúar, og borgarstjóri, komu út til að ræða við stelpurnar. Darina Andriivna Khomenska, leikmaður Aþenu, segir borgarfulltrúa ekki hafa verið með mörg svör þegar þau komu út í dag á meðan mótmælunum stóð. Meðal þeirra sem komu út voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Svöruðu ekki spurningum beint „Þau töluðu í kringum þetta og hvernig þau komu út til okkar. Mér fannst þetta frekar kjánalegt af þeim og töluðu bara í kringum þetta,“ segir Darina og að þegar þau hafi verið spurð beint út hvort það ætti að gera rekstrarsamning við Aþenu hafi borgafulltrúarnir ekki getað svarað því. „Þau voru að gefa fimmu og segja að það væri fínt að fá sér ferskt loft. Mér finnst það bara kjánalegt.“ Brynjar Karl segist upplifa málið þannig að Skúli sé búinn að mála sig út í horn og sé farinn að draga upp úr rassinum mannréttindastefnu sem hann telur borgina og borgarfulltrúana eiga að kynna sér sjálf. Hvað varðar kröfur borgarinnar segist Brynjar ekki skilja hvaðan þær komi. Aþena sé í góðu samstarfi við Leikni um nýtingu á húsnæðinu. „Við erum hérna á milli þrjú og sex,“ segir Brynjar Karl og það séu um hundrað börn sem taki þátt í starfi Aþenu á þeim tíma. Það sé mjög mikil fjölgun frá því að Aþena byrjaði að nýta húsnæðið og það sé útlit fyrir að þeim muni fjölga áfram. Aþena Íþróttir barna Körfubolti Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Fjallað hefur verið um það síðustu daga rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis hafi runnið út þann 31. maí. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs sagðist í skriflegum svörum við fréttastofu í dag vilja sjá breytingar á samningnum sem felist í eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi Aþenu og Leiknis, „góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar.“ Hann sagði mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa Aþenu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu gefur lítið fyrir svör formanns menningar- og íþróttaráðs um samning sem hann bauð félaginu um afnot á húsnæði Leiknis til æfingatíma, slíkur samningur muni drepa félagið, hvers starf fer að miklu leyti fram utan tilsettra æfingatíma. Þurfi einhver að fylgja mannréttindum séu það borgaryfirvöld en ekki Aþena. Brynjar Karl og liðskonur Aþenu efndu af þessu tilefni til mótmæla við ráðhúsið í dag þegar borgarstjórn fundaði. Gerður var hlé á fundinum vegna hávaða og nokkrir borgarfulltrúar, og borgarstjóri, komu út til að ræða við stelpurnar. Darina Andriivna Khomenska, leikmaður Aþenu, segir borgarfulltrúa ekki hafa verið með mörg svör þegar þau komu út í dag á meðan mótmælunum stóð. Meðal þeirra sem komu út voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Svöruðu ekki spurningum beint „Þau töluðu í kringum þetta og hvernig þau komu út til okkar. Mér fannst þetta frekar kjánalegt af þeim og töluðu bara í kringum þetta,“ segir Darina og að þegar þau hafi verið spurð beint út hvort það ætti að gera rekstrarsamning við Aþenu hafi borgafulltrúarnir ekki getað svarað því. „Þau voru að gefa fimmu og segja að það væri fínt að fá sér ferskt loft. Mér finnst það bara kjánalegt.“ Brynjar Karl segist upplifa málið þannig að Skúli sé búinn að mála sig út í horn og sé farinn að draga upp úr rassinum mannréttindastefnu sem hann telur borgina og borgarfulltrúana eiga að kynna sér sjálf. Hvað varðar kröfur borgarinnar segist Brynjar ekki skilja hvaðan þær komi. Aþena sé í góðu samstarfi við Leikni um nýtingu á húsnæðinu. „Við erum hérna á milli þrjú og sex,“ segir Brynjar Karl og það séu um hundrað börn sem taki þátt í starfi Aþenu á þeim tíma. Það sé mjög mikil fjölgun frá því að Aþena byrjaði að nýta húsnæðið og það sé útlit fyrir að þeim muni fjölga áfram.
Aþena Íþróttir barna Körfubolti Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira