Hin 23 ára gamla Ruuskanen átti að vera í hópnum á móti Serbíu í Þjóðadeildinni í kvöld.
Í stað þess að skrá Ruuskanen inn í kerfið hjá UEFA þá fór liðsstjórinn Outi Saarinen mannavillt. Finnska blaðið ltalehti segir frá.
Hann skráði óvart Stina Ruuskanen í hópinn í staðinn fyrir Nönnu Ruuskanen. Stina Ruuskanen er 51 árs gömul og spilaði nokkra landsleiki fyrir Finna á síðustu öld.
Saarinen baðst afsökunar á mistökum sínum á miðum finnska knattspyrnusambandsins.
„Nanna var auðvitað mjög vonsvikin en tók fréttunum ótrúlega vel miðað við aðstæður. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt,“ sagði Saarinen.
Mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en á leikdegi en þá má ekki lengur breyta leikmannahópnum.
Það eru ekki aðeins Finnar sem gera svona mistök. Þær Kristín Dís Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir misstu báðar af landsleik á móti Austurríki í undankeppni EM í maí í fyrra vegna sams konar mistaka.
Ólíkt finnska sambandinu þá tók enginn starfsmaður íslenska sambandsins þó ábyrgð á þeim mistökum.
„Vegna tæknilegra örðugleika við skráningu í mótakerfa UEFA og afleiddra mannlegra mistaka verða þær Kristín Dís Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir ekki í leikmannahópi A kvenna gegn Austurríki í dag. Fulltrúar KSÍ hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið með fulltrúum UEFA, en án árangurs,“ sagði í yfirlýsingu KSÍ.