„Ætlum að stríða þeim aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2025 14:17 Sandra María Jessen vonast eftir sigri gegn Frökkum í dag. Stöð 2 Sport Sandra María Jessen er ekki í vafa um að Ísland hafi það sem til þarf til að geta lagt Frakkland að velli á spennandi kvöldi í Laugardalnum í kvöld. Um er að ræða fyrsta leikinn á endurbættum Laugardalsvelli, síðasta leikinn í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar og síðasta leik Íslands áður en EM hefst eftir mánuð. „Þetta er mjög góð blanda af spennu og tilhlökkun. Við erum svekktar eftir úrslitin í síðasta leik en á sama tíma jákvæðar og bjartsýnar. Við ætlum að nýta okkar styrkleika til að stríða Frökkum og ná í góð úrslit,“ segir Sandra María en viðtal Arons Guðmundssonar við hana, sem tekið var í aðdraganda leikdags, má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María fyrir stórleikinn í kvöld Sandra segir íslenska liðið ætla að nýta svekkelsið úr jafnteflinu við Noreg á föstudag, þar sem jöfnunarmark Norðmanna kom í lok leiks, til að leggja Frakka að velli. Það gæti reynst afar dýrmætt því Ísland er í harðri baráttu við Noreg og Sviss um að halda sér í A-deild og fellur ef bæði Ísland og Noregur tapa í kvöld. „Auðvitað ætlum við í þennan leik til að vinna hann, eins og alla aðra. Ég held það sé svolítið skemmtilegt að riðillinn er enn ansi opinn. Það er mikið undir hjá fleiri liðum en okkur. Spennandi að fá góðan leik, spila heima á nýju grasi, gegn heimsklassaleikmönnum. Þetta er gott próf fyrir okkur til að bera okkur saman við þær bestu. Ég trúi því klárlega, og við sem lið, að við getum náð í góð úrslit,“ segir Sandra María. Hún telur ekki sérstakt áhyggjuefni að Ísland sé nú án sigurs í átta leikjum í röð. Einn af þeim leikjum var 3-2 tapið gegn Frökkum ytra í febrúar. „Nei, nei. Við erum alla vega sallarólegar og vitum hvað í liðinu býr. Við þurfum bara að passa að vinna réttu leikina. Við sýndum í útileiknum á móti Frökkum að við búum klárlega yfir nógu miklum gæðum til að vinna og gefa þeim alvöru leik. Við ætlum að nýta það sem við gerðum vel í þeim leik, reyna að stríða þeim aftur og ná í fleiri stig en síðast.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Um er að ræða fyrsta leikinn á endurbættum Laugardalsvelli, síðasta leikinn í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar og síðasta leik Íslands áður en EM hefst eftir mánuð. „Þetta er mjög góð blanda af spennu og tilhlökkun. Við erum svekktar eftir úrslitin í síðasta leik en á sama tíma jákvæðar og bjartsýnar. Við ætlum að nýta okkar styrkleika til að stríða Frökkum og ná í góð úrslit,“ segir Sandra María en viðtal Arons Guðmundssonar við hana, sem tekið var í aðdraganda leikdags, má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María fyrir stórleikinn í kvöld Sandra segir íslenska liðið ætla að nýta svekkelsið úr jafnteflinu við Noreg á föstudag, þar sem jöfnunarmark Norðmanna kom í lok leiks, til að leggja Frakka að velli. Það gæti reynst afar dýrmætt því Ísland er í harðri baráttu við Noreg og Sviss um að halda sér í A-deild og fellur ef bæði Ísland og Noregur tapa í kvöld. „Auðvitað ætlum við í þennan leik til að vinna hann, eins og alla aðra. Ég held það sé svolítið skemmtilegt að riðillinn er enn ansi opinn. Það er mikið undir hjá fleiri liðum en okkur. Spennandi að fá góðan leik, spila heima á nýju grasi, gegn heimsklassaleikmönnum. Þetta er gott próf fyrir okkur til að bera okkur saman við þær bestu. Ég trúi því klárlega, og við sem lið, að við getum náð í góð úrslit,“ segir Sandra María. Hún telur ekki sérstakt áhyggjuefni að Ísland sé nú án sigurs í átta leikjum í röð. Einn af þeim leikjum var 3-2 tapið gegn Frökkum ytra í febrúar. „Nei, nei. Við erum alla vega sallarólegar og vitum hvað í liðinu býr. Við þurfum bara að passa að vinna réttu leikina. Við sýndum í útileiknum á móti Frökkum að við búum klárlega yfir nógu miklum gæðum til að vinna og gefa þeim alvöru leik. Við ætlum að nýta það sem við gerðum vel í þeim leik, reyna að stríða þeim aftur og ná í fleiri stig en síðast.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti