Sakar Víði um pólitísk afskipti af máli Oscars Agnar Már Másson skrifar 3. júní 2025 11:36 Víðir lét Útlendingastofnun vita að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að Oscari yrði boðinn ríkisborgararéttur. Snorri sakar hann um pólitísk afskipti. Vísir/Samsett Snorri Másson, þingmaður Miðflokssins, gerir athugasemdir við vinnubrögð Víðis Reynissonar, formanns allsherjarnefndar Alþingis, og sakar hann um pólitísk afskipti af máli Oscars Bocanegra með því að setja umsókn hans um ríkisborgararétt í forgang. Brottför Oscars var frestað í gær. Vísir greindi frá því fyrr í gær að Útlendingastofnun hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sendi stofnuninni upplýsingar um að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. Snorri Másson, sem situr í minnihluta í allsherjarnefnd, birti á Facebook bókun sína af fundi nefndarinnar þar sem hann gerði athugasemd við vinnubrögð Víðis og annars formanns undirnefndar í veitingu ríkisborgararéttar „í sambandi við opinberar yfirlýsingar um væntanlega niðurstöðu í einstökum málum“. „[Yfirlýsingar] hafa á síðustu dögum verið gefnar út í sérstökum tilgangi til þess að hafa áhrif á aðgerðir yfirvalda,“ skrifar Snorri og bendir á að fá dæmi séu fyrir slíkum vinnubrögðum sem séu ekki til þess fallin að auka tiltrú almennings á kerfi útlendingamála á Íslandi. Þarna hafi pólitísk nefnd ríkar og frjálslegar heimildir til að setja sérstakt mál í forgang þó málið hafi fengið endanlega afgreiðslu í hinu formlega kerfi á tveimur stjórnsýslustigum. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Oscar með Sonju, sem tók hann að sér.Aðsend „Segja má verið sé að hafa pólitísk afskipti af ferlinu,“ skrifar Snorri. „Þar með eru kjörnir fulltrúar, almennir nefndarmenn, settir í þá óeðlilega stöðu að þurfa að taka ákveðna afstöðu til máls slíks einstaklings. Ekki er heldur ljóst að með þessu njóti umsækjendur um ríkisborgararétt jafnræðis fyrir nefndinni.“ Umhugsunarefni sé hvort ekki séu til dæmis fleiri einstaklingar í sömu stöðu sem hefðu gagn af sambærilegri upplýsingagjöf fyrirfram af hálfu nefndar vegna yfirvofandi brottvísunar. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í gær að Útlendingastofnun hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sendi stofnuninni upplýsingar um að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. Snorri Másson, sem situr í minnihluta í allsherjarnefnd, birti á Facebook bókun sína af fundi nefndarinnar þar sem hann gerði athugasemd við vinnubrögð Víðis og annars formanns undirnefndar í veitingu ríkisborgararéttar „í sambandi við opinberar yfirlýsingar um væntanlega niðurstöðu í einstökum málum“. „[Yfirlýsingar] hafa á síðustu dögum verið gefnar út í sérstökum tilgangi til þess að hafa áhrif á aðgerðir yfirvalda,“ skrifar Snorri og bendir á að fá dæmi séu fyrir slíkum vinnubrögðum sem séu ekki til þess fallin að auka tiltrú almennings á kerfi útlendingamála á Íslandi. Þarna hafi pólitísk nefnd ríkar og frjálslegar heimildir til að setja sérstakt mál í forgang þó málið hafi fengið endanlega afgreiðslu í hinu formlega kerfi á tveimur stjórnsýslustigum. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Oscar með Sonju, sem tók hann að sér.Aðsend „Segja má verið sé að hafa pólitísk afskipti af ferlinu,“ skrifar Snorri. „Þar með eru kjörnir fulltrúar, almennir nefndarmenn, settir í þá óeðlilega stöðu að þurfa að taka ákveðna afstöðu til máls slíks einstaklings. Ekki er heldur ljóst að með þessu njóti umsækjendur um ríkisborgararétt jafnræðis fyrir nefndinni.“ Umhugsunarefni sé hvort ekki séu til dæmis fleiri einstaklingar í sömu stöðu sem hefðu gagn af sambærilegri upplýsingagjöf fyrirfram af hálfu nefndar vegna yfirvofandi brottvísunar. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira