Fundaði með borginni: „Hef upplifað ýmislegt en aldrei svona grimmd“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2025 23:01 Brynjar segir félagið hafa byrjað að ganga á eftir borginni í febrúar vegna rekstrarsamningsins sem rann út á dögunum. Borgin hafi dregið félagið á asnaeyrunum sem á meðan missti frá sér þjálfara og styrktaraðila. Vísir/Anton Brink „Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu. Ég hef upplifað ýmislegt en ég hef aldrei upplifað svona grimmd,“ segir Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu í samtali við fréttamann. Hann fundaði með fulltrúum íþrótta- og menningarsviðs Reykjavíkurborgar um framtíð Aþenu í dag. Fjallað hefur verið um afdrif körfuboltafélagsins Aþenu undanfarna daga, en rekstrarsamningur félagsins við borgina um notkun íþróttahúsnæðis rann út þann 31. maí. Í Facebook færslu þann dag sagði Brynjar ekkert benda til þess að borgin vilji endurnýja samninginn og tíminn til að skipuleggja starfið fyrir næsta vetur væri á þrotum. Að óbreyttu yrði félagið lagt niður í lok vikunnar. Fátt um svör hvers vegna Vongóður fundaði Brynjar ásamt öðrum fulltrúum Aþenu með Skúla Helgasyni, formanni íþrótta- og menningarráðs Reykjavíkurborgar, og Steinþóri Einarssyni, sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, í dag. Á Facebook greinir hann frá því að á fundinum hafi meðal annars komið fram að borgin muni ekki endurnýja samning við Aþenu undir nafni félagsins. Þá hafi félaginu aðeins verið boðinn afmarkaður aðgangur að tímum í húsnæðinu en ekki lyklavöld eða full stjórn á húsinu í samvinnu við Leikni. Í samtali við fréttastofu segir Brynjar að vegna þessa sé staðan enn óbreytt, félagið verði lagt niður í lok vikunnar ef fram heldur sem horfir. Hann segist í áfalli eftir fundinn, hvar hann segist hafa fengið lítið um svör. „Það sem kom mest á óvart er að við fáum engin svör við því hvað það er sem þau eru ekki sátt við,“ segir Brynjar. „Það komu engin svör. Var ég leiðinlegur eða?“ „Það sjá þetta allir, árangurinn er ekki þokkalegur heldur frábær. Hann væri mjög góður ef þetta væri uppbygging í öllum öðrum hverfum. Þarna erum við að tala um árangur í mesta olnbogabarni ekki bara borgarinnar heldur Íslandi. Það sem er búið að hafa fyrir þessu er jarðað í þvílíkum hroka, pólitík og vanvirðingu.“ Sviðsstjóri ekki þegið heimboð Brynjar segir einnig koma sér á óvart að borgaryfirvöld hafi ekki gefið upp neinar aðrar mögulegar áætlanir um framtíð félagsins. „Borgin vill bara fá að vera með allt niður um sig í málefnum Breiðholtsins í friði. Þau geta þóst vera að starta hverju verkefninu á fætur öðru með engum árangri og jaðarsetja hópinn ennþá meira og þykjast svo ætla að bjarga honum með reglulegu millibili.“ Þá segist Brynjar hafi boðið Skúla Helgasyni formanni íþrótta- og menningarráðs í heimsókn í húsakynni Leiknis til að kynna sér starfsemi félagsins síðustu átta vikur en hann ekki þegið boðið, sem Brynjar segir fáránlegt. „Við erum styrktaraðilar borgarinnar á svo margan hátt. Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í þetta og svo vinnan sem er einhverju epísku leveli. Stelpurnar í meistaraflokki eru allar að þjálfa. Þetta er klúbbur sem hefur aldrei átt sinn líka og við getum ekki einu sinni boðið þeim að koma í heimsókn.“ Aðspurður segist Brynjar sem fyrr ekki sjá neina aðra lausn, nema einhver grípi boltann, en að félagið verði lagt niður í lok vikunnar. „Breiðholtið á enga rödd. Þetta er raddlausasta póstnúmer á landinu. Og þeir ætla bara að berja niður rödd hverfisins sem er rétt að kvikna.“ Aþena Íþróttir barna Körfubolti Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Fjallað hefur verið um afdrif körfuboltafélagsins Aþenu undanfarna daga, en rekstrarsamningur félagsins við borgina um notkun íþróttahúsnæðis rann út þann 31. maí. Í Facebook færslu þann dag sagði Brynjar ekkert benda til þess að borgin vilji endurnýja samninginn og tíminn til að skipuleggja starfið fyrir næsta vetur væri á þrotum. Að óbreyttu yrði félagið lagt niður í lok vikunnar. Fátt um svör hvers vegna Vongóður fundaði Brynjar ásamt öðrum fulltrúum Aþenu með Skúla Helgasyni, formanni íþrótta- og menningarráðs Reykjavíkurborgar, og Steinþóri Einarssyni, sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, í dag. Á Facebook greinir hann frá því að á fundinum hafi meðal annars komið fram að borgin muni ekki endurnýja samning við Aþenu undir nafni félagsins. Þá hafi félaginu aðeins verið boðinn afmarkaður aðgangur að tímum í húsnæðinu en ekki lyklavöld eða full stjórn á húsinu í samvinnu við Leikni. Í samtali við fréttastofu segir Brynjar að vegna þessa sé staðan enn óbreytt, félagið verði lagt niður í lok vikunnar ef fram heldur sem horfir. Hann segist í áfalli eftir fundinn, hvar hann segist hafa fengið lítið um svör. „Það sem kom mest á óvart er að við fáum engin svör við því hvað það er sem þau eru ekki sátt við,“ segir Brynjar. „Það komu engin svör. Var ég leiðinlegur eða?“ „Það sjá þetta allir, árangurinn er ekki þokkalegur heldur frábær. Hann væri mjög góður ef þetta væri uppbygging í öllum öðrum hverfum. Þarna erum við að tala um árangur í mesta olnbogabarni ekki bara borgarinnar heldur Íslandi. Það sem er búið að hafa fyrir þessu er jarðað í þvílíkum hroka, pólitík og vanvirðingu.“ Sviðsstjóri ekki þegið heimboð Brynjar segir einnig koma sér á óvart að borgaryfirvöld hafi ekki gefið upp neinar aðrar mögulegar áætlanir um framtíð félagsins. „Borgin vill bara fá að vera með allt niður um sig í málefnum Breiðholtsins í friði. Þau geta þóst vera að starta hverju verkefninu á fætur öðru með engum árangri og jaðarsetja hópinn ennþá meira og þykjast svo ætla að bjarga honum með reglulegu millibili.“ Þá segist Brynjar hafi boðið Skúla Helgasyni formanni íþrótta- og menningarráðs í heimsókn í húsakynni Leiknis til að kynna sér starfsemi félagsins síðustu átta vikur en hann ekki þegið boðið, sem Brynjar segir fáránlegt. „Við erum styrktaraðilar borgarinnar á svo margan hátt. Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í þetta og svo vinnan sem er einhverju epísku leveli. Stelpurnar í meistaraflokki eru allar að þjálfa. Þetta er klúbbur sem hefur aldrei átt sinn líka og við getum ekki einu sinni boðið þeim að koma í heimsókn.“ Aðspurður segist Brynjar sem fyrr ekki sjá neina aðra lausn, nema einhver grípi boltann, en að félagið verði lagt niður í lok vikunnar. „Breiðholtið á enga rödd. Þetta er raddlausasta póstnúmer á landinu. Og þeir ætla bara að berja niður rödd hverfisins sem er rétt að kvikna.“
Aþena Íþróttir barna Körfubolti Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent