Þarf ekki að víkja úr dómsal: „Þegar þú drepst þá mun ég brosa“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júní 2025 13:08 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Maður sem er ákærður fyrir að hóta, móðga og smána konu, fyrrverandi maka sinn, með tölvupóstsendingum þarf ekki að víkja úr dómsal meðan konan gefur skýrslu fyrir dómi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur hefur staðfest. Í málinu er maðurinn grunaður um að senda fjóra tölvupósta á rétttæplega klukkutímatímabili aðfaranótt sunnudags í janúar 2023. Í ákæru segir að tölvupóstarnir hafi verið niðrandi og ógnandi og til þess fallnir að vekja ótta hjá konunni um líf hennar og heilbrigði. Fyrsti tölvupósturinn mun hafa borist klukkan 0:03 umrædda nótt. Efni póstins er skráð: „Þú mátt eiga það...“ Og í honum sagði: „Þú ert óendanlega ógeðsleg. Virkilega óendanlega ógeðsleg. Helvítis fávitin þinn. Það kýst þú, ógeðslega manneskja. Þegar þú drepst þá mun ég brosa.“ Annar tölupósturinn er sagður hafa komið fimm mínútum seinna. Efni hans hafi verið: „Mig langar“ Og í póstinum sagði: „Að láta taka þig af lífi! Strax!“ Korteri síðar, samkvæmt ákæru, kom þriðji pósturinn. Efni hans mun hafa verið orðið „Dauð“ og í honum sagði: „[Nafn konunnar]! Þú ert svo dauð helvítis týk!“ Um hálftíma síðar, rétt áður en klukkan sló eitt umrædda nótt, á fjórði pósturinn að hafa borist. Samkvæmt ákæru var efni hans: „Mér langar“ Og í honum sagði: „[Nafn konunnar]. Mér langar virkilega að drepa þig. Fyrir mér ættir þú að vera búin að fá kúlu í hausinn Fyrir löngu. Það á engin að komast upp með svona ógeðsleg heit.“ Dæmdur fyrir níu árum Maðurinn hefur neitað sök. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að maðurinn hafi fyrir níu árum verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi gegn konunni. Konan fór fram á að maðurinn myndi víkja úr dómsal meðan hún gæfi skýrslu við aðalmeðferð málsins. Maðurinn hafnaði því og sagði rétt sinn til að vera viðstaddur þinghald í eigin máli vera ríkari. Í málinu lá fyrir vottorð heimilislæknis þar sem að vottað var að hún væri með áfallastreituröskun eftir heimilisofbeldi og væri enn í meðferð vegna þess. Lítið þyrfti til svo að ástand hennar myndi versna og það væri veruleg ógn fyrir hana að vera með ofbeldismanni sínum í réttarsal. Vottorðið ekki fullnægjandi Í úrskurði héraðsdóms segir að það dragi úr vægi vottorðsins að heimilislæknir riti það, en ekki sérfræðingur á sviði geðlækninga eða sálfræðingur. Þá hafi ekki komið fram hvort læknirinn hefði haft konuna til meðferðar eða þá greint hana með áfallastreituröskun. Í upphaflegu vottorði hafi ekkert sagt um hugsanleg áhrif nærveru mannsins á framburð hennar. Í uppfærðu vottorði hafi þó verið bætt við að það „gæti haft áhrif á framburð hennar“. Lögmaður konunnar mun hafa útskýrt að þessi læknir væri ekki meðferðaraðili hennar vegna áfallastreitu. Sá meðferðaraðili hefði neitað að rita vottorð vegna hennar og lögmaðurinn því leitað til heimilislæknisins. Dómnum þótti þetta vottorð ekki fullnægjandi. Í úrskurðinum segir að ekki sé dregið í efa að nærvera mannsins yrði íþyngjandi fyrir konuna og til þess fallin að valda henni óþægindum og hugarangri. Þrátt fyrir það þurfi meira til að víkja frá þeirri reglu að menn eigi rétt á því að vera viðstaddir þinghöld í eigin málum. Þá segir í dómnum að skýrsla konunnar muni að öllum líkindum ekki fela í sér nærgöngular spurningar um erfiða lífsreynslu sem geta framkallað endurupplifun brotsins, heldur verði hún fyrst og fremst spurð um hvort hún hafi fengið áðurnefnda tölvupósta. Því hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur þessari kröfu og líkt og áður segir hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur hefur staðfest. Í málinu er maðurinn grunaður um að senda fjóra tölvupósta á rétttæplega klukkutímatímabili aðfaranótt sunnudags í janúar 2023. Í ákæru segir að tölvupóstarnir hafi verið niðrandi og ógnandi og til þess fallnir að vekja ótta hjá konunni um líf hennar og heilbrigði. Fyrsti tölvupósturinn mun hafa borist klukkan 0:03 umrædda nótt. Efni póstins er skráð: „Þú mátt eiga það...“ Og í honum sagði: „Þú ert óendanlega ógeðsleg. Virkilega óendanlega ógeðsleg. Helvítis fávitin þinn. Það kýst þú, ógeðslega manneskja. Þegar þú drepst þá mun ég brosa.“ Annar tölupósturinn er sagður hafa komið fimm mínútum seinna. Efni hans hafi verið: „Mig langar“ Og í póstinum sagði: „Að láta taka þig af lífi! Strax!“ Korteri síðar, samkvæmt ákæru, kom þriðji pósturinn. Efni hans mun hafa verið orðið „Dauð“ og í honum sagði: „[Nafn konunnar]! Þú ert svo dauð helvítis týk!“ Um hálftíma síðar, rétt áður en klukkan sló eitt umrædda nótt, á fjórði pósturinn að hafa borist. Samkvæmt ákæru var efni hans: „Mér langar“ Og í honum sagði: „[Nafn konunnar]. Mér langar virkilega að drepa þig. Fyrir mér ættir þú að vera búin að fá kúlu í hausinn Fyrir löngu. Það á engin að komast upp með svona ógeðsleg heit.“ Dæmdur fyrir níu árum Maðurinn hefur neitað sök. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að maðurinn hafi fyrir níu árum verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi gegn konunni. Konan fór fram á að maðurinn myndi víkja úr dómsal meðan hún gæfi skýrslu við aðalmeðferð málsins. Maðurinn hafnaði því og sagði rétt sinn til að vera viðstaddur þinghald í eigin máli vera ríkari. Í málinu lá fyrir vottorð heimilislæknis þar sem að vottað var að hún væri með áfallastreituröskun eftir heimilisofbeldi og væri enn í meðferð vegna þess. Lítið þyrfti til svo að ástand hennar myndi versna og það væri veruleg ógn fyrir hana að vera með ofbeldismanni sínum í réttarsal. Vottorðið ekki fullnægjandi Í úrskurði héraðsdóms segir að það dragi úr vægi vottorðsins að heimilislæknir riti það, en ekki sérfræðingur á sviði geðlækninga eða sálfræðingur. Þá hafi ekki komið fram hvort læknirinn hefði haft konuna til meðferðar eða þá greint hana með áfallastreituröskun. Í upphaflegu vottorði hafi ekkert sagt um hugsanleg áhrif nærveru mannsins á framburð hennar. Í uppfærðu vottorði hafi þó verið bætt við að það „gæti haft áhrif á framburð hennar“. Lögmaður konunnar mun hafa útskýrt að þessi læknir væri ekki meðferðaraðili hennar vegna áfallastreitu. Sá meðferðaraðili hefði neitað að rita vottorð vegna hennar og lögmaðurinn því leitað til heimilislæknisins. Dómnum þótti þetta vottorð ekki fullnægjandi. Í úrskurðinum segir að ekki sé dregið í efa að nærvera mannsins yrði íþyngjandi fyrir konuna og til þess fallin að valda henni óþægindum og hugarangri. Þrátt fyrir það þurfi meira til að víkja frá þeirri reglu að menn eigi rétt á því að vera viðstaddir þinghöld í eigin málum. Þá segir í dómnum að skýrsla konunnar muni að öllum líkindum ekki fela í sér nærgöngular spurningar um erfiða lífsreynslu sem geta framkallað endurupplifun brotsins, heldur verði hún fyrst og fremst spurð um hvort hún hafi fengið áðurnefnda tölvupósta. Því hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur þessari kröfu og líkt og áður segir hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent