Vilja ganga á milli bols og höfuðs á geimrannsóknum í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2025 11:58 Mynd Juno-geimfarsins af Júpíter. Leiðangur þess er einn af þeim sem repúblikanar í Bandaríkjunum vilja stöðva. ESO/L. Calçada & NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Athuganastöðin sem greindi þyngdarbylgjur í fyrsta skipti verður lömuð og fjöldi þekktra rannsóknarleiðangra í sólkerfinu stöðvaðir ef óskir Bandaríkjaforseta um fjárlög næsta árs verða að veruleika. Niðurskurðinum er líkt við útrýmingu vísinda í Bandaríkjunum. Hvíta húsið birti óskir Bandaríkjaforseta um fjárlög ársins 2026 fyrir helgi. Þær fela í sér stórfelldan niðurskurð á öllum grunnvísindarannsóknum í Bandaríkjunum og umfangsmesta samdrátt í framlögum til geimrannsóknastofnunarinnar NASA frá stofnun hennar. Á meðal þess sem er á skurðborði forsetans er önnur af tveimur athuganastöðvum LIGO-verkefnisins svonefnda sem var það fyrsta sem náði að staðfesta tilvist þyngdarbylgna árið 2015. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2017 voru veitt vegna uppgötvunarinnar. Verkefnið er háð því að báðar starfsstöðvarnar í Bandaríkjunum vinni saman ásamt fleiri alþjóðlegum samstarfsaðilum. Hjá NASA vill forsetinn skera niður framlögin um nærri fjórðung. Það væri stærsti niðurskurður á fjárheimildum stofnunarinnar á milli ára frá því að henni var komið á fót árið 1961 samkvæmt útreikningum félagasamtakanna The Planetary Society. Tillögur Hvíta hússins endurspegla áherslur forsetans en það er í höndum Bandaríkjaþings að ákveða hvernig fjárlög næsta árs verða. Plútófarið lagt af og engin sýni sótt til Mars Um þriðjungi starfsfólks NASA yrði sagt upp og vísindarannsóknir hennar skornar niður um 47 prósent næðu óskir Bandaríkjaforseta fram að ganga. Þetta þýddi að þekktum leiðöngrum yrði slaufað og hætt yrði við nýja. Þannig yrði leiðangri New Horizons-geimfarsins, sem var það fyrsta til að heimsækja dvergreikistjörnuna Plútó árið 2015, hætt. Geimfarið er nú statt í ystu kimum sólkerfisins. Sömu örlög biðu Juno-geimfarsins sem hefur verið á braut um Júpíter frá 2016. New Horizons geimfarið tók þessa mynd af yfirborði Plútó árið 2015. Geimfarið er nú að rannsaka ystu kima sólkerfisins en þær rannsóknir gætu stöðvast innan skamms ef Bandaríkjaforseta verður að vilja sínum.NASA Ekkert yrði af leiðangri sem á að sækja jarðvegssýni sem Perseverance-geimjeppinn hefur safnað á Mars eða Rosland Franklin-leiðangrinum sem á að leita að merkjum um líf þar í samstarfi við evrópsku geimstofnunina. Rekstri tveggja brautarfara sem ganga um rauðu reikistjörnuna, Maven og Mars Odyssey, yrði jafnframt hætt, að því er kemur fram í frétt Space.com. The Planetary Society lýsir niðurskurðinum sem „útrýmingarviðburði“ í bandarískum vísindastarfi. Samtökin telja óhugsandi að Bandaríkjaþing eigi eftir að samþykkja svo róttækan niðurskurð. Blóðugur niðurskurður á vísindastyrkjum Niðurskurðarkrafan til Vísindasjóðs Bandaríkjanna (NSF), sem styrkir stóran hluta grunnrannsókna bandarískra háskóla, er enn meiri, 56 prósent á milli ára. Aðeins sjö prósent umsækjenda um styrki úr sjóðnum gætu átt von á að fá umsókn sína samþykkta í stað eins og af hverjum fjórum áður, að því er segir í frétt vísindaritsins Science. Taki Bandaríkjaþing upp tillögu forsetans styrkti NSF aðeins smíði annars af tveimur stórum sjónaukum sem bandarískir vísindamenn vilja. Risavaxni Magellan-sjónaukinn í Atacama-eyðimörkinni í Síle hlaut náð fyrir augum forsetans en ekki Þrjátíu metra sjónaukinni (TMT) á Havaí. Jafnvel verkefni sem núverandi Bandaríkjastjórn hefur lýst sem forgangsmálum sínum eru ekki óhullt fyrir niðurskurðarhnífnum. Þannig vill Bandaríkjaforseti skera framlög NSF til rannsókna á hátækniframleiðslu niður um 65 prósent, dvergrásatækni um 54 prósent og líftækni um þrjátíu prósent. Aðeins gervigreind og skammtaupplýsingatækni halda sínu eða fá smá innspýtingu. Geimurinn Vísindi Tækni Bandaríkin Donald Trump Mars Júpíter Plútó Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Hvíta húsið birti óskir Bandaríkjaforseta um fjárlög ársins 2026 fyrir helgi. Þær fela í sér stórfelldan niðurskurð á öllum grunnvísindarannsóknum í Bandaríkjunum og umfangsmesta samdrátt í framlögum til geimrannsóknastofnunarinnar NASA frá stofnun hennar. Á meðal þess sem er á skurðborði forsetans er önnur af tveimur athuganastöðvum LIGO-verkefnisins svonefnda sem var það fyrsta sem náði að staðfesta tilvist þyngdarbylgna árið 2015. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2017 voru veitt vegna uppgötvunarinnar. Verkefnið er háð því að báðar starfsstöðvarnar í Bandaríkjunum vinni saman ásamt fleiri alþjóðlegum samstarfsaðilum. Hjá NASA vill forsetinn skera niður framlögin um nærri fjórðung. Það væri stærsti niðurskurður á fjárheimildum stofnunarinnar á milli ára frá því að henni var komið á fót árið 1961 samkvæmt útreikningum félagasamtakanna The Planetary Society. Tillögur Hvíta hússins endurspegla áherslur forsetans en það er í höndum Bandaríkjaþings að ákveða hvernig fjárlög næsta árs verða. Plútófarið lagt af og engin sýni sótt til Mars Um þriðjungi starfsfólks NASA yrði sagt upp og vísindarannsóknir hennar skornar niður um 47 prósent næðu óskir Bandaríkjaforseta fram að ganga. Þetta þýddi að þekktum leiðöngrum yrði slaufað og hætt yrði við nýja. Þannig yrði leiðangri New Horizons-geimfarsins, sem var það fyrsta til að heimsækja dvergreikistjörnuna Plútó árið 2015, hætt. Geimfarið er nú statt í ystu kimum sólkerfisins. Sömu örlög biðu Juno-geimfarsins sem hefur verið á braut um Júpíter frá 2016. New Horizons geimfarið tók þessa mynd af yfirborði Plútó árið 2015. Geimfarið er nú að rannsaka ystu kima sólkerfisins en þær rannsóknir gætu stöðvast innan skamms ef Bandaríkjaforseta verður að vilja sínum.NASA Ekkert yrði af leiðangri sem á að sækja jarðvegssýni sem Perseverance-geimjeppinn hefur safnað á Mars eða Rosland Franklin-leiðangrinum sem á að leita að merkjum um líf þar í samstarfi við evrópsku geimstofnunina. Rekstri tveggja brautarfara sem ganga um rauðu reikistjörnuna, Maven og Mars Odyssey, yrði jafnframt hætt, að því er kemur fram í frétt Space.com. The Planetary Society lýsir niðurskurðinum sem „útrýmingarviðburði“ í bandarískum vísindastarfi. Samtökin telja óhugsandi að Bandaríkjaþing eigi eftir að samþykkja svo róttækan niðurskurð. Blóðugur niðurskurður á vísindastyrkjum Niðurskurðarkrafan til Vísindasjóðs Bandaríkjanna (NSF), sem styrkir stóran hluta grunnrannsókna bandarískra háskóla, er enn meiri, 56 prósent á milli ára. Aðeins sjö prósent umsækjenda um styrki úr sjóðnum gætu átt von á að fá umsókn sína samþykkta í stað eins og af hverjum fjórum áður, að því er segir í frétt vísindaritsins Science. Taki Bandaríkjaþing upp tillögu forsetans styrkti NSF aðeins smíði annars af tveimur stórum sjónaukum sem bandarískir vísindamenn vilja. Risavaxni Magellan-sjónaukinn í Atacama-eyðimörkinni í Síle hlaut náð fyrir augum forsetans en ekki Þrjátíu metra sjónaukinni (TMT) á Havaí. Jafnvel verkefni sem núverandi Bandaríkjastjórn hefur lýst sem forgangsmálum sínum eru ekki óhullt fyrir niðurskurðarhnífnum. Þannig vill Bandaríkjaforseti skera framlög NSF til rannsókna á hátækniframleiðslu niður um 65 prósent, dvergrásatækni um 54 prósent og líftækni um þrjátíu prósent. Aðeins gervigreind og skammtaupplýsingatækni halda sínu eða fá smá innspýtingu.
Geimurinn Vísindi Tækni Bandaríkin Donald Trump Mars Júpíter Plútó Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila