Áhugi á Bandaríkjareisum snarminnkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2025 11:05 Donald Trump sneri aftur í Hvíta húsið 20. janúar síðastliðinn. Hann var áður forseti frá 2017 til 2021. AP/David Dermer Áhugi Íslendinga á ferðalögum til Bandaríkjanna hefur dvínað eftir að Donald Trump sneri aftur í embætti forseta Bandaríkjanna í upphafi árs. Áhuginn hefur dregist mest saman hjá kjósendum Samfylkingar og Viðreisnar. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup, sem tekinn var dagana 9. til 27. maí hefur áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna minnkað hjá rúmlega helmingi landsmanna, og minnkað nokkuð hjá rösklega einum af hverjum tíu. Áhuginn er óbreyttur hjá tæplega fjórðungi landsmanna og hefur aukist hjá ríflega tveimur af hverjum hundrað. Einn af hverjum tíu segist hvorki hafa haft áhuga á Bandaríkjaferðum fyrir né eftir embættistöku Trumps. Svarendur voru spurðir hvort áhugi þeirra á að ferðast til Bandaríkjanna hefði aukist eða minnkað eftir að Donald Trump tók við embætti forseta í byrjun árs.Gallup „Áhuginn á ferðalögum til Bandaríkjanna eftir að Trump tók aftur við embætti forseta hefur frekar minnkað hjá konum en körlum og frekar hjá fólki milli fertugs og sextugs en yngra eða eldra fólki. Áhuginn hefur frekar minnkað hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins en hjá íbúum landsbyggðarinnar, sem eru aftur á móti líklegri en höfuðborgarbúar til að segjast hvorki hafa haft áhuga á að ferðast til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók við embætti í byrjun árs. Áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna hefur frekar minnkað hjá fólki með meiri menntun en minni, en fólk með minni menntun er líklegra til að segjast hvorki hafa haft áhuga á þeim fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti,“ segir í þjóðarpúlsinum. Sjá einnig: Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Áhugi fólks á ferðalögum vestur um haf var einnig skoðaður með tilliti til stjórnmálaskoðana. Áhuginn dróst mest saman hjá þeim sem sögðust myndu kjósa Viðreisn eða Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, en hefur helst aukist hjá þeim sem kysu Miðflokkinn eða Flokk fólksins. Svörum var skipt upp eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og stjórnmálaskoðunum.Gallup Áhuginn hefur helst haldist óbreyttur hjá þeim sem kysu Miðflokkinn og þar á eftir hjá þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn. Þetta skýrist af því að innan við einn af hverjum tíu þeirra sem kysu Miðflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn sögðust hvorki hafa haft áhuga á ferðalögum til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti. Könnunin var netkönnun sem gerð var dagana 9. til 27. maí. Heildarúrtakkstærð var 1.916 og þátttökuhlutfall var 43,6 prósent. Einstakilngar í úrtakinu voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Bandaríkin Donald Trump Skoðanakannanir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup, sem tekinn var dagana 9. til 27. maí hefur áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna minnkað hjá rúmlega helmingi landsmanna, og minnkað nokkuð hjá rösklega einum af hverjum tíu. Áhuginn er óbreyttur hjá tæplega fjórðungi landsmanna og hefur aukist hjá ríflega tveimur af hverjum hundrað. Einn af hverjum tíu segist hvorki hafa haft áhuga á Bandaríkjaferðum fyrir né eftir embættistöku Trumps. Svarendur voru spurðir hvort áhugi þeirra á að ferðast til Bandaríkjanna hefði aukist eða minnkað eftir að Donald Trump tók við embætti forseta í byrjun árs.Gallup „Áhuginn á ferðalögum til Bandaríkjanna eftir að Trump tók aftur við embætti forseta hefur frekar minnkað hjá konum en körlum og frekar hjá fólki milli fertugs og sextugs en yngra eða eldra fólki. Áhuginn hefur frekar minnkað hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins en hjá íbúum landsbyggðarinnar, sem eru aftur á móti líklegri en höfuðborgarbúar til að segjast hvorki hafa haft áhuga á að ferðast til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók við embætti í byrjun árs. Áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna hefur frekar minnkað hjá fólki með meiri menntun en minni, en fólk með minni menntun er líklegra til að segjast hvorki hafa haft áhuga á þeim fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti,“ segir í þjóðarpúlsinum. Sjá einnig: Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Áhugi fólks á ferðalögum vestur um haf var einnig skoðaður með tilliti til stjórnmálaskoðana. Áhuginn dróst mest saman hjá þeim sem sögðust myndu kjósa Viðreisn eða Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, en hefur helst aukist hjá þeim sem kysu Miðflokkinn eða Flokk fólksins. Svörum var skipt upp eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og stjórnmálaskoðunum.Gallup Áhuginn hefur helst haldist óbreyttur hjá þeim sem kysu Miðflokkinn og þar á eftir hjá þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn. Þetta skýrist af því að innan við einn af hverjum tíu þeirra sem kysu Miðflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn sögðust hvorki hafa haft áhuga á ferðalögum til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti. Könnunin var netkönnun sem gerð var dagana 9. til 27. maí. Heildarúrtakkstærð var 1.916 og þátttökuhlutfall var 43,6 prósent. Einstakilngar í úrtakinu voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Bandaríkin Donald Trump Skoðanakannanir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira