Átta leikir í röð án sigurs ekki áhyggjuefni Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 09:24 Hlín Eiríksdóttir hefur ekki áhyggjur af sigurleysi landsliðsins í síðustu leikjum. vísir / lýður Hlín Eiríksdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, telur það ekki áhyggjuefni að liðinu hafi ekki tekist að landa sigri í síðustu átta leikjum. Hún nýtur þess vel að hafa systur sína með sér í liðinu. Ísland gerði svekkjandi jafntefli við Noreg síðastliðinn föstudag, eftir að hafa leitt leikinn lengi vel. Frammistaðan fín en áttundi leikur landsliðsins í röð án sigurs staðreynd. „Ég myndi ekki segja að það sé áhyggjuefni eins og staðan er núna. Við erum ennþá í þannig stöðu í riðlinum að það er í okkar höndum að halda okkur í A-deildinni. Það er mjög jákvætt, að þurfa ekki að treysta á aðra til að halda sæti okkur í A-deild, sem er mikilvægt fyrir okkur upp á framhaldið. Þannig að ég myndi ekki segja það áhyggjuefni en auðvitað erum við allar þyrstar í sigur“ sagði Hlín í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og Hlín segir er það í höndum Íslands að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar, lokaleikurinn gegn Frakklandi fer fram á Laugardalsvelli á morgun. Frakkar búa hins vegar yfir mjög öflugu liði sem hefur unnið alla sína leiki í Þjóðadeildinni hingað til. „Franska liðið er með mjög góða leikmenn í öllum stöðum, en við höfum það fram yfir þær að við erum meira lið inni á vellinum. Á góðum degi getum við alveg strítt þeim og vonandi eigum við góðan dag á þriðjudaginn“ sagði Hlín. Hlín deilir herbergi á hóteli Hilton Nordica með litlu systur sinni, Örnu Eiríksdóttur, sem var kölluð inn í landsliðshóp vegna meiðsla Amöndu Jacobsen Andradóttur. „Sjúklega gaman… Þægilegt að hafa hana hérna, við hittumst ekkert alltof oft þannig að það er gaman fyrir mig“ sagði Hlín einnig en viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Hlín Eiríksdóttir fyrir Frakkaleikinn Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Ísland gerði svekkjandi jafntefli við Noreg síðastliðinn föstudag, eftir að hafa leitt leikinn lengi vel. Frammistaðan fín en áttundi leikur landsliðsins í röð án sigurs staðreynd. „Ég myndi ekki segja að það sé áhyggjuefni eins og staðan er núna. Við erum ennþá í þannig stöðu í riðlinum að það er í okkar höndum að halda okkur í A-deildinni. Það er mjög jákvætt, að þurfa ekki að treysta á aðra til að halda sæti okkur í A-deild, sem er mikilvægt fyrir okkur upp á framhaldið. Þannig að ég myndi ekki segja það áhyggjuefni en auðvitað erum við allar þyrstar í sigur“ sagði Hlín í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og Hlín segir er það í höndum Íslands að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar, lokaleikurinn gegn Frakklandi fer fram á Laugardalsvelli á morgun. Frakkar búa hins vegar yfir mjög öflugu liði sem hefur unnið alla sína leiki í Þjóðadeildinni hingað til. „Franska liðið er með mjög góða leikmenn í öllum stöðum, en við höfum það fram yfir þær að við erum meira lið inni á vellinum. Á góðum degi getum við alveg strítt þeim og vonandi eigum við góðan dag á þriðjudaginn“ sagði Hlín. Hlín deilir herbergi á hóteli Hilton Nordica með litlu systur sinni, Örnu Eiríksdóttur, sem var kölluð inn í landsliðshóp vegna meiðsla Amöndu Jacobsen Andradóttur. „Sjúklega gaman… Þægilegt að hafa hana hérna, við hittumst ekkert alltof oft þannig að það er gaman fyrir mig“ sagði Hlín einnig en viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Hlín Eiríksdóttir fyrir Frakkaleikinn
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira