Arnór hafði verið að glíma við meiðsli í aðdraganda leikjanna við Kósovó í mars og er nú aftur meiddur og missir af vináttulandsleikjunum við Skotland 6. júní og Norður-Írland 10. júní.
Þess í stað fær Sævar Atli tækifæri til að bæta við sína fimm landsleiki en þessi 24 ára sóknarmaður lék alla fimm leiki sína til þessa árið 2023; tvo undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar og svo þrjá í undankeppni EM undir stjórn Åge Hareide.
Þetta er önnur breytingin sem Arnar hefur þurft að gera á landsliðshópnum sem hann valdi um miðjan maí, vegna meiðsla. Áður hafði hann kallað í Dag Dan Þórhallsson sem kemur í stað Bjarka Steins Bjarkasonar.