„Þetta er gleðidagur fyrir okkur hjá Ferjuleiðum og ánægjulegt að taka formlega við rekstrinum á Sjómannadeginum sjálfum,“ segir Gísli Jóhann Eysteinsson, framkvæmdastjóri Ferjuleiða.
Í tilkynningu segir að áhöfn skipsins sé að mestu leyti sú sama. Það muni tryggja samfellu í þjónustu. Þá segir að Ferjuleiðir muni kappkosta að bjóða upp á góða þjónustu, líkt og fyrrum rekstraraðilar. Áfram verði hægt að nýta einingakort Sæferða sem og kaupa ný hjá Ferjuleiðum.
„Síðastliðnir mánuðir hafa farið í mikla undirbúningsvinnnu og höfum við kappkostað að búa vel um hnútana svo að viðskiptavinir sem og farþegar muni upplifa áfram þá góðu þjónustu nú sem fyrr”.