Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2025 16:24 Hæstiréttur Bandaríkjanna. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseti, megi svipta farand- og flóttafólk frá Haítí, Kúbu, Níkaragva og Venesúela tímabundinni vernd gegn brottvísunum sem þau hafa fengið. Þannig má Trump vísa þeim úr landi áður en umsóknir þeirra um dvalarleyfi eru tekin fyrir. Dómarar á lægri stigum höfðu meinað Trump að svipta þetta fólk umræddri vernd. Um er að ræða rúmlega hálfa milljón manna en þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem dómstóllinn heimilar Trump að svipta farandfólki vernd frá brottvísun. Stutt er síðan dómstóllinn heimilaði Trump að svipta um 350 þúsund manns frá Venesúela sambærilegri vernd, eins og fram kemur í grein Washington Post. Báðir hóparnir fengu vernd í tíð Joes Biden, fyrrverandi forseta. Forsetar Bandaríkjanna hafa ítrekað í gegnum árin boðið tilteknum hópum farand- og flóttafólks þessa vernd. Aðgerðir Bidens á þessu sviði voru þó umfangsmeiri en áður hefur þekkst. Um er að ræða skyndiúrskurð og verður málið tekið betur fyrir seinna meir. Þangað til verður Trump heimilt að svipta fólkið landvistarleyfi og vísa því úr landi. Lögmenn farandfólksins höfðu sagt að ákvörðun Trumps um að svipta þau vernd gegn brottvísun færi gegn lögum og væri handhófskennd og duttlungafull. Hæstiréttur færði ekki rök fyrir úrskurðinum, eins og algengt er með skyndiúrskurði en tveir dómarar birtu þó rök gegn úrskurðinum. Þær Ketanji Brown Jackson og Sonia Sotomayor skrifuðu að úrskurðurinn myndi hafa gífurleg áhrif á líf hundruð þúsunda og snúa lífum þeirra á hvolf áður en mál þeirra hafi verið tekin fyrir af kerfinu sem á að gera það. Frá því Trump tók við embætti forseta hafa dómarar ítrekað staðið í vegi hans og úrskurðað aðgerðir hans og brottvísanir ólöglegar. Trump liðar hafa brugðist reiðir við því hvernig dómarar hafa hægt á brottvísunum og hafa áköll Repúblikana eftir því að dómurum verði vikið úr embætti orðið háværari. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Bandaríkjastjórn hefur gefið út þau fyrirmæli til allra sendiráða landsins í heiminum að þau hætti að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta er gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig undir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að fara grannt ofan í saumana á samfélagsmiðlanotkun viðkomandi umsækjanda. 28. maí 2025 06:55 Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. 23. maí 2025 12:02 Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Dómarar á lægri stigum höfðu meinað Trump að svipta þetta fólk umræddri vernd. Um er að ræða rúmlega hálfa milljón manna en þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem dómstóllinn heimilar Trump að svipta farandfólki vernd frá brottvísun. Stutt er síðan dómstóllinn heimilaði Trump að svipta um 350 þúsund manns frá Venesúela sambærilegri vernd, eins og fram kemur í grein Washington Post. Báðir hóparnir fengu vernd í tíð Joes Biden, fyrrverandi forseta. Forsetar Bandaríkjanna hafa ítrekað í gegnum árin boðið tilteknum hópum farand- og flóttafólks þessa vernd. Aðgerðir Bidens á þessu sviði voru þó umfangsmeiri en áður hefur þekkst. Um er að ræða skyndiúrskurð og verður málið tekið betur fyrir seinna meir. Þangað til verður Trump heimilt að svipta fólkið landvistarleyfi og vísa því úr landi. Lögmenn farandfólksins höfðu sagt að ákvörðun Trumps um að svipta þau vernd gegn brottvísun færi gegn lögum og væri handhófskennd og duttlungafull. Hæstiréttur færði ekki rök fyrir úrskurðinum, eins og algengt er með skyndiúrskurði en tveir dómarar birtu þó rök gegn úrskurðinum. Þær Ketanji Brown Jackson og Sonia Sotomayor skrifuðu að úrskurðurinn myndi hafa gífurleg áhrif á líf hundruð þúsunda og snúa lífum þeirra á hvolf áður en mál þeirra hafi verið tekin fyrir af kerfinu sem á að gera það. Frá því Trump tók við embætti forseta hafa dómarar ítrekað staðið í vegi hans og úrskurðað aðgerðir hans og brottvísanir ólöglegar. Trump liðar hafa brugðist reiðir við því hvernig dómarar hafa hægt á brottvísunum og hafa áköll Repúblikana eftir því að dómurum verði vikið úr embætti orðið háværari.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Bandaríkjastjórn hefur gefið út þau fyrirmæli til allra sendiráða landsins í heiminum að þau hætti að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta er gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig undir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að fara grannt ofan í saumana á samfélagsmiðlanotkun viðkomandi umsækjanda. 28. maí 2025 06:55 Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. 23. maí 2025 12:02 Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Bandaríkjastjórn hefur gefið út þau fyrirmæli til allra sendiráða landsins í heiminum að þau hætti að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta er gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig undir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að fara grannt ofan í saumana á samfélagsmiðlanotkun viðkomandi umsækjanda. 28. maí 2025 06:55
Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. 23. maí 2025 12:02
Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48
Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent