Gamla brýnið Allegri tekur við AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2025 20:30 Er að taka við AC Milan á nýjan leik. Giuseppe Maffia/Getty Images AC Milan olli miklum vonbrigðum á nýafstöðnu tímabili. Liðið endaði í 8. sæti Serie A, efstu deildar Ítalíu. Ofan á það tapaði liðið fyrir Bologna í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar og féll úr leik gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Því hefur verið ákveðið að sækja nýjan mann i brúnna. Paulo Fonseca hóf tímabilið 2024-25 sem þjálfari AC Milan eftir góðan árangur með Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Frakklandi. Fonseca þekkti ágætlega til á Ítalíu eftir að hafa stýrt Roma frá 2019-2021. Eftir slaka byrjun á tímabilinu var hann látinn fara í desember. Inn kom Sérgio Conceição sem líkt og Fonseca er frá Portúgal. Conceição hafði náð ágætum árangri með Porto en tókst ekki að yfirfæra það á stórveldið frá Mílanó. Það var því ákveðið í apríl að Conceição yrði látinn fara að tímabilinu loknu þó svo að hann hafi skrifað undir samning út tímabilið 2026. Í hans stað kemur reynslubolti sem þekkir hvern krók og kima í Mílanó. Það hefur verið staðfest að hinn 57 ára gamli Massimiliano Allegri verði næsti þjálfari liðsins. Hann þekkir vel til í Mílanó eftir að hafa stýrt liðinu frá 2010-14. Síðan þá hefur hann þjálfað Juventus, fyrst frá 2014-19 og svo frá 2021-24. 🚨🔴⚫️ Massimiliano Allegri has just SIGNED in as new AC Milan manager, here we go!Meeting right now with Giorgio Furlani, Igli Tare, Allegri and Giovanni Branchini with all contracts being sealed.Allegri’s back to the club with agreement in place to proceed with new project. pic.twitter.com/hqYT04LBXq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2025 Undir stjórn Allegri stóð AC Milan uppi sem Ítalíumeistari vorið 2011 og vann félagið ofurbikar Ítalíu sama ár. Hann stýrði Juventus í kjölfarið til fimm meistaratitla, fimm bikartitla, tveggja ofurbikar titla og tvívegis fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu undir hans stjórn. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Paulo Fonseca hóf tímabilið 2024-25 sem þjálfari AC Milan eftir góðan árangur með Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Frakklandi. Fonseca þekkti ágætlega til á Ítalíu eftir að hafa stýrt Roma frá 2019-2021. Eftir slaka byrjun á tímabilinu var hann látinn fara í desember. Inn kom Sérgio Conceição sem líkt og Fonseca er frá Portúgal. Conceição hafði náð ágætum árangri með Porto en tókst ekki að yfirfæra það á stórveldið frá Mílanó. Það var því ákveðið í apríl að Conceição yrði látinn fara að tímabilinu loknu þó svo að hann hafi skrifað undir samning út tímabilið 2026. Í hans stað kemur reynslubolti sem þekkir hvern krók og kima í Mílanó. Það hefur verið staðfest að hinn 57 ára gamli Massimiliano Allegri verði næsti þjálfari liðsins. Hann þekkir vel til í Mílanó eftir að hafa stýrt liðinu frá 2010-14. Síðan þá hefur hann þjálfað Juventus, fyrst frá 2014-19 og svo frá 2021-24. 🚨🔴⚫️ Massimiliano Allegri has just SIGNED in as new AC Milan manager, here we go!Meeting right now with Giorgio Furlani, Igli Tare, Allegri and Giovanni Branchini with all contracts being sealed.Allegri’s back to the club with agreement in place to proceed with new project. pic.twitter.com/hqYT04LBXq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2025 Undir stjórn Allegri stóð AC Milan uppi sem Ítalíumeistari vorið 2011 og vann félagið ofurbikar Ítalíu sama ár. Hann stýrði Juventus í kjölfarið til fimm meistaratitla, fimm bikartitla, tveggja ofurbikar titla og tvívegis fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu undir hans stjórn.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira