Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 14:01 Sveindís Jane valdi á milli Manchester og Los Angeles. Omar Vega/Getty Images Sveindís Jane Jónsdóttir hafði úr fjölmörgum liðum að velja þegar samningur hennar við Wolfsburg rann út. Hún ákvað að þrengja valið niður í tvo alvöru kosti, Manchester United eða Angel City, og fór á endanum til síðarnefnda liðsins sem spilar í Los Angeles í Kaliforníu. „Ég vildi gera þetta eins auðvelt og ég gat fyrir mig sjálfa og tók bara fundi með liðum sem ég sá fyrir mér að geta spilað í og gætu bætt mig… Ég hafði mikinn áhuga á tveimur af þessum liðum, annað lið á Englandi sem ég var að pæla í en það var ekkert sem greip mig nógu mikið“ sagði Sveindís Jane í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net sem Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson sá um. Sveindís staðfesti svo að liðið á Englandi hafi verið stórliðið Manchester United. Hún fundaði ekki af neinni alvöru með öðrum liðum, valið stóð á milli Manchester United eða Angel City í Los Angeles. „Ég þurfti svo að taka ákvörðun en það var ekkert svo erfitt“ sagði Sveindís sem gerði tveggja og hálfs árs samning við Angel City. Vonar að kærastinn fari líka til LA Sveindís sagðist spennt fyrir því að prófa að spila fótbolta í Bandaríkjunum, eins og fjölmargir íslenskir leikmenn hafa gert en þó aðallega í háskólaboltanum. Hana hefur lengi langað til Bandaríkjanna, stökk á tækifærið þegar það gafst og vonast til að kærasti hennar, Rob Holding, fari fljótlega sömu leið en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Crystal Palace. Vill fá landsliðskonur til liðsins Angel City er staðsett í Los Angeles í Kaliforníu, sem er töluvert öðruvísi borg en Wolfsburg í Þýskalandi þar sem Sveindís hefur búið undanfarin fjögur ár. „Ekki það sem skiptir mestu máli en auðvitað er líka geggjað að hafa möguleika á að gera eitthvað annað en bara æfa og spila fótbolta“ sagði Sveindís, sem vonast til að miðvarðarpar íslenska landsliðsins semji einnig við liðið. „Ég er svo spennt og vona svo mikið að Gló[dís Perla Viggósdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] komi líka til Angel City“ sagði Sveindís. Hlaðvarpsþátt Fótbolta.net, þar sem rætt er við Sveindísi Jane, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan sem Vísir skrifar upp úr hefst eftir tæpar tíu mínútur. Landslið kvenna í fótbolta Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
„Ég vildi gera þetta eins auðvelt og ég gat fyrir mig sjálfa og tók bara fundi með liðum sem ég sá fyrir mér að geta spilað í og gætu bætt mig… Ég hafði mikinn áhuga á tveimur af þessum liðum, annað lið á Englandi sem ég var að pæla í en það var ekkert sem greip mig nógu mikið“ sagði Sveindís Jane í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net sem Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson sá um. Sveindís staðfesti svo að liðið á Englandi hafi verið stórliðið Manchester United. Hún fundaði ekki af neinni alvöru með öðrum liðum, valið stóð á milli Manchester United eða Angel City í Los Angeles. „Ég þurfti svo að taka ákvörðun en það var ekkert svo erfitt“ sagði Sveindís sem gerði tveggja og hálfs árs samning við Angel City. Vonar að kærastinn fari líka til LA Sveindís sagðist spennt fyrir því að prófa að spila fótbolta í Bandaríkjunum, eins og fjölmargir íslenskir leikmenn hafa gert en þó aðallega í háskólaboltanum. Hana hefur lengi langað til Bandaríkjanna, stökk á tækifærið þegar það gafst og vonast til að kærasti hennar, Rob Holding, fari fljótlega sömu leið en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Crystal Palace. Vill fá landsliðskonur til liðsins Angel City er staðsett í Los Angeles í Kaliforníu, sem er töluvert öðruvísi borg en Wolfsburg í Þýskalandi þar sem Sveindís hefur búið undanfarin fjögur ár. „Ekki það sem skiptir mestu máli en auðvitað er líka geggjað að hafa möguleika á að gera eitthvað annað en bara æfa og spila fótbolta“ sagði Sveindís, sem vonast til að miðvarðarpar íslenska landsliðsins semji einnig við liðið. „Ég er svo spennt og vona svo mikið að Gló[dís Perla Viggósdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] komi líka til Angel City“ sagði Sveindís. Hlaðvarpsþátt Fótbolta.net, þar sem rætt er við Sveindísi Jane, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan sem Vísir skrifar upp úr hefst eftir tæpar tíu mínútur.
Landslið kvenna í fótbolta Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira