Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 29. maí 2025 07:01 Ákvörðun stjórnvalda um að vísa sautján ára dreng, Oscar Andres Florez Bocanegra, úr landi þann 3. júní er ekki aðeins ómannúðleg heldur siðferðislega óverjandi. Oscar leitar að griðarstað eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi og höfnun. Á Íslandi hefur hann fengið skjól hjá fósturfjölskyldu, sem biður hvorki um stuðning frá kerfinu né aðstoð, aðeins frið til að fá að Oscar fái að sameinast fjölskyldunni þeirra. Þrátt fyrir þetta hafa yfirvöld ákveðið að vísa honum aftur til Kólombíu, lands þar sem hann á enga að og stendur frammi fyrir óvissu og hættu. Þetta getur ekki verið réttlætanlegt. Barna- og fjölskyldustofa og aðrir viðeigandi aðilar hefðu getað gripið inn í til að vernda velferð Oscars, en hafa kosið að gera það ekki. Þetta er ekki aðeins brot á skyldum okkar sem samfélag, heldur einnig á alþjóðlegum skuldbindingum Íslands um vernd barna á flótta. Það er enn tími til að endurskoða þessa ákvörðun og sýna að við stöndum með þeim sem þurfa á vernd að halda. Annað væri smánarblettur á samfélag okkar um ókomna tíð. Ég hef meiri trú á núverandi ríkisstjórn en að hún láti þetta gerast á sinni vakt. Leyfum mennskunni að sigra í þessu máli. Höfundur er háskólakennari og kvikmyndagerðarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun stjórnvalda um að vísa sautján ára dreng, Oscar Andres Florez Bocanegra, úr landi þann 3. júní er ekki aðeins ómannúðleg heldur siðferðislega óverjandi. Oscar leitar að griðarstað eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi og höfnun. Á Íslandi hefur hann fengið skjól hjá fósturfjölskyldu, sem biður hvorki um stuðning frá kerfinu né aðstoð, aðeins frið til að fá að Oscar fái að sameinast fjölskyldunni þeirra. Þrátt fyrir þetta hafa yfirvöld ákveðið að vísa honum aftur til Kólombíu, lands þar sem hann á enga að og stendur frammi fyrir óvissu og hættu. Þetta getur ekki verið réttlætanlegt. Barna- og fjölskyldustofa og aðrir viðeigandi aðilar hefðu getað gripið inn í til að vernda velferð Oscars, en hafa kosið að gera það ekki. Þetta er ekki aðeins brot á skyldum okkar sem samfélag, heldur einnig á alþjóðlegum skuldbindingum Íslands um vernd barna á flótta. Það er enn tími til að endurskoða þessa ákvörðun og sýna að við stöndum með þeim sem þurfa á vernd að halda. Annað væri smánarblettur á samfélag okkar um ókomna tíð. Ég hef meiri trú á núverandi ríkisstjórn en að hún láti þetta gerast á sinni vakt. Leyfum mennskunni að sigra í þessu máli. Höfundur er háskólakennari og kvikmyndagerðarkona.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar