Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2025 20:30 George Katrougalos, sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðislegrar og réttlátrar alþjóðasamfélagsgerðar, er jafnframt fyrrverandi utanríkisráðherra Grikklands. Vísir/Stefán Ísland ætti að hætta að beita gæsluvarðhaldsfanga einangrunarvistun að sögn sjálfstæðs sérfræðings Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur íslensk stjórnvöld einnig til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi farenda. Að öðru leyti sé Ísland í fremstu röð í erlendum samanburði hvað varðar mannréttindi og lýðræði. Síðustu tíu daga hefur George Katrougalos, sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðislegrar og réttlátrar alþjóðasamfélagsgerðar, verið í opinberri heimsókn á Íslandi en hann starfar í umboði Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Ráðið heldur úti eftirliti með stöðu mannréttindamála en markmið heimsóknarinnar var að meta hvernig Ísland stendur sig með tilliti til þess að stuðla að réttlátu, sanngjörnu og lýðræðislegu alþjóðakerfi. Þótt Ísland komi að mestu leyti afar vel út í erlendum samanburði segir Katrougalos að við blasi við ákveðnar áskoranir. „Það eru áskoranir sem tengjast velgengni. Velferðarkerfi ykkar er mjög þróað og þið eruð brautryðjendur í jafnréttismálum. Nú standið þið frammi fyrir nýjum áskorunum, svo sem hatursorðræðu, og þrýstingi vegna innflytjendamála og fasteignabólu,“ nefnir Katrougalos meðal annars. Fettir fingur út í einangrunarvistun Katrougalos, sem jafnframt er fyrrverandi utanríkisráðherra Grikklands, hefur meðal annars fundað með fulltrúum stjórnvalda og frjálsra félagasamtaka í heimsókninni. „Sum þeirra hafa bent á að á meðan rannsókn máls stendur yfir eru þeir sem bíða réttarhalda hafðir í einangrunarvist. Þetta er óvenjulegt, einmitt vegna þess að venjulega telst slík einangrun til agaviðurlaga fyrir fanga sem hegða sér illa. Þetta getur haft sálræn áhrif á þá sem eru þannig vistaðir. Þetta er eitt af því sem auðvelt er að leiðrétta,“ segir Katrougalos. Hann mun kynna skýrslu um niðurstöður heimsóknarinnar fyrir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í september á næsta ári. „Ég hef sett fram nokkrar tillögur. Fyrst og fremst að fullgilda einn af samningum Sameinuðu þjóðanna sem þið hafið ekki enn gert, nánar tiltekið alþjóðasamþykkt um réttindi farandverkafólks og fjölskyldna þeirra. Þið hafið náð svo góðum árangri að þið hafið ekkert það að óttast sem mörg önnur Evrópuríki óttast. Þetta mun enn og aftur bæta ímynd ykkar sem fyrirmyndarland fyrir önnur Evrópuríki og fyrir allan heiminn.“ Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Sjá meira
Síðustu tíu daga hefur George Katrougalos, sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðislegrar og réttlátrar alþjóðasamfélagsgerðar, verið í opinberri heimsókn á Íslandi en hann starfar í umboði Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Ráðið heldur úti eftirliti með stöðu mannréttindamála en markmið heimsóknarinnar var að meta hvernig Ísland stendur sig með tilliti til þess að stuðla að réttlátu, sanngjörnu og lýðræðislegu alþjóðakerfi. Þótt Ísland komi að mestu leyti afar vel út í erlendum samanburði segir Katrougalos að við blasi við ákveðnar áskoranir. „Það eru áskoranir sem tengjast velgengni. Velferðarkerfi ykkar er mjög þróað og þið eruð brautryðjendur í jafnréttismálum. Nú standið þið frammi fyrir nýjum áskorunum, svo sem hatursorðræðu, og þrýstingi vegna innflytjendamála og fasteignabólu,“ nefnir Katrougalos meðal annars. Fettir fingur út í einangrunarvistun Katrougalos, sem jafnframt er fyrrverandi utanríkisráðherra Grikklands, hefur meðal annars fundað með fulltrúum stjórnvalda og frjálsra félagasamtaka í heimsókninni. „Sum þeirra hafa bent á að á meðan rannsókn máls stendur yfir eru þeir sem bíða réttarhalda hafðir í einangrunarvist. Þetta er óvenjulegt, einmitt vegna þess að venjulega telst slík einangrun til agaviðurlaga fyrir fanga sem hegða sér illa. Þetta getur haft sálræn áhrif á þá sem eru þannig vistaðir. Þetta er eitt af því sem auðvelt er að leiðrétta,“ segir Katrougalos. Hann mun kynna skýrslu um niðurstöður heimsóknarinnar fyrir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í september á næsta ári. „Ég hef sett fram nokkrar tillögur. Fyrst og fremst að fullgilda einn af samningum Sameinuðu þjóðanna sem þið hafið ekki enn gert, nánar tiltekið alþjóðasamþykkt um réttindi farandverkafólks og fjölskyldna þeirra. Þið hafið náð svo góðum árangri að þið hafið ekkert það að óttast sem mörg önnur Evrópuríki óttast. Þetta mun enn og aftur bæta ímynd ykkar sem fyrirmyndarland fyrir önnur Evrópuríki og fyrir allan heiminn.“
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Sjá meira