Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2025 20:30 George Katrougalos, sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðislegrar og réttlátrar alþjóðasamfélagsgerðar, er jafnframt fyrrverandi utanríkisráðherra Grikklands. Vísir/Stefán Ísland ætti að hætta að beita gæsluvarðhaldsfanga einangrunarvistun að sögn sjálfstæðs sérfræðings Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur íslensk stjórnvöld einnig til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi farenda. Að öðru leyti sé Ísland í fremstu röð í erlendum samanburði hvað varðar mannréttindi og lýðræði. Síðustu tíu daga hefur George Katrougalos, sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðislegrar og réttlátrar alþjóðasamfélagsgerðar, verið í opinberri heimsókn á Íslandi en hann starfar í umboði Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Ráðið heldur úti eftirliti með stöðu mannréttindamála en markmið heimsóknarinnar var að meta hvernig Ísland stendur sig með tilliti til þess að stuðla að réttlátu, sanngjörnu og lýðræðislegu alþjóðakerfi. Þótt Ísland komi að mestu leyti afar vel út í erlendum samanburði segir Katrougalos að við blasi við ákveðnar áskoranir. „Það eru áskoranir sem tengjast velgengni. Velferðarkerfi ykkar er mjög þróað og þið eruð brautryðjendur í jafnréttismálum. Nú standið þið frammi fyrir nýjum áskorunum, svo sem hatursorðræðu, og þrýstingi vegna innflytjendamála og fasteignabólu,“ nefnir Katrougalos meðal annars. Fettir fingur út í einangrunarvistun Katrougalos, sem jafnframt er fyrrverandi utanríkisráðherra Grikklands, hefur meðal annars fundað með fulltrúum stjórnvalda og frjálsra félagasamtaka í heimsókninni. „Sum þeirra hafa bent á að á meðan rannsókn máls stendur yfir eru þeir sem bíða réttarhalda hafðir í einangrunarvist. Þetta er óvenjulegt, einmitt vegna þess að venjulega telst slík einangrun til agaviðurlaga fyrir fanga sem hegða sér illa. Þetta getur haft sálræn áhrif á þá sem eru þannig vistaðir. Þetta er eitt af því sem auðvelt er að leiðrétta,“ segir Katrougalos. Hann mun kynna skýrslu um niðurstöður heimsóknarinnar fyrir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í september á næsta ári. „Ég hef sett fram nokkrar tillögur. Fyrst og fremst að fullgilda einn af samningum Sameinuðu þjóðanna sem þið hafið ekki enn gert, nánar tiltekið alþjóðasamþykkt um réttindi farandverkafólks og fjölskyldna þeirra. Þið hafið náð svo góðum árangri að þið hafið ekkert það að óttast sem mörg önnur Evrópuríki óttast. Þetta mun enn og aftur bæta ímynd ykkar sem fyrirmyndarland fyrir önnur Evrópuríki og fyrir allan heiminn.“ Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Síðustu tíu daga hefur George Katrougalos, sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðislegrar og réttlátrar alþjóðasamfélagsgerðar, verið í opinberri heimsókn á Íslandi en hann starfar í umboði Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Ráðið heldur úti eftirliti með stöðu mannréttindamála en markmið heimsóknarinnar var að meta hvernig Ísland stendur sig með tilliti til þess að stuðla að réttlátu, sanngjörnu og lýðræðislegu alþjóðakerfi. Þótt Ísland komi að mestu leyti afar vel út í erlendum samanburði segir Katrougalos að við blasi við ákveðnar áskoranir. „Það eru áskoranir sem tengjast velgengni. Velferðarkerfi ykkar er mjög þróað og þið eruð brautryðjendur í jafnréttismálum. Nú standið þið frammi fyrir nýjum áskorunum, svo sem hatursorðræðu, og þrýstingi vegna innflytjendamála og fasteignabólu,“ nefnir Katrougalos meðal annars. Fettir fingur út í einangrunarvistun Katrougalos, sem jafnframt er fyrrverandi utanríkisráðherra Grikklands, hefur meðal annars fundað með fulltrúum stjórnvalda og frjálsra félagasamtaka í heimsókninni. „Sum þeirra hafa bent á að á meðan rannsókn máls stendur yfir eru þeir sem bíða réttarhalda hafðir í einangrunarvist. Þetta er óvenjulegt, einmitt vegna þess að venjulega telst slík einangrun til agaviðurlaga fyrir fanga sem hegða sér illa. Þetta getur haft sálræn áhrif á þá sem eru þannig vistaðir. Þetta er eitt af því sem auðvelt er að leiðrétta,“ segir Katrougalos. Hann mun kynna skýrslu um niðurstöður heimsóknarinnar fyrir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í september á næsta ári. „Ég hef sett fram nokkrar tillögur. Fyrst og fremst að fullgilda einn af samningum Sameinuðu þjóðanna sem þið hafið ekki enn gert, nánar tiltekið alþjóðasamþykkt um réttindi farandverkafólks og fjölskyldna þeirra. Þið hafið náð svo góðum árangri að þið hafið ekkert það að óttast sem mörg önnur Evrópuríki óttast. Þetta mun enn og aftur bæta ímynd ykkar sem fyrirmyndarland fyrir önnur Evrópuríki og fyrir allan heiminn.“
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira