Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. maí 2025 20:02 Ross Edgley hefur ýmsa fjöruna sopið, eiginlega í orðsins fyllstu merkingu. vísir/skjáskot Stærsti ótti sundkappans Ross Edgley varð að veruleika á þriðja degi af 90 á sundferð hans hringinn í kringum landið. Hlutar af tungu kappans fóru þá að falla út í morgunkornið. Fréttastofa heyrði hljóðið í kappanum eftir tveggja vikna sjósund. Sundkappinn Ross Edgley sem syndir 1.600 kílómetra í kringum landið er nú kominn í land tímabundið eftir um tvær vikur á sjó. Hann hefur nú synt um 160 kílómetra af ferð sinni og kastar mæðinni í Grundarfirði áður en hann leggur aftur af stað. Hann syndir sex tíma í senn, leggur sig svo í sex tíma í skútunni og endurtekur og endurtekur. Sundkappinn segir það góða tilbreytingu að finna fyrir jörð undir fótum eftir að hafa barist við öldurnar. „Við fengum frábært veður í u.þ.b. þrjá daga og það var gott. Eftir það fengum við norðanvind. Ég synti upp í öldurnar þegar þær brotnuðu á bátnum. Öldurnar skullu framan í mér.“ Sjóveiki hafi sett svip sinn á ferðina hingað til. „Það má sannarlega segja að hafið umhverfis Ísland hafi náð að yfirbuga nokkrar sálir. Við missum nokkra úr áhöfninni því þetta var ansi slæmt þarna úti. Sumir úr áhöfninni munu ekki. halda áfram með okkur.“ Áður en lagt var í hann sagði Ross að hann hefði mestar áhyggjur af því að fá svokallaða salttungu. Svo fór að ótti varð að veruleika á þriðja degi. „Tungan á mér var mesta fórnarlambið. Ég borða því hafraklatta og kornblöndu. Smábitar úr tungunni á mér eru að flagna. En okkur tókst að laga þetta og tungan er að gróa. Það var í raun kókosolía sem lagaði þetta. Hún mýkir tunguna. Ef ég er heppinn lýk ég sundinu með tungu í munninum.“ Það besta við að komast í land sé að gefa líkamanum tíma til að jafna sig á ótal nuddsárum sem tólf klukkutímar daglega í blautbúningi valda. „Ég hef dreift smáhlutum af sjálfum mér vítt og breitt um Ísland. Smábitar af tungunni og húðinni. Beinhákarl heilsaði upp á mig og háhyrningahjörð synti fram hjá mér. Þeir störðu á mig og við köstuðum kveðju hver á annan áður en þeir syntu sína leið.“ Kuldinn við Íslandsstrendur hefur komið Ross í opna skjöldu. Til að vinna gegn því fær Ross sér óhefðbundna fæðu í sjónum. „Ég drekk ýmsa undarlega vökva, t.d. appelsínusafa með hafragraut hitaðan upp með kókosolíu. Þetta er því kynleg blanda af mauki sem tungan og maginnkunna að meta.“ Sund Sjósund Íslandsvinir Grundarfjörður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Sjá meira
Sundkappinn Ross Edgley sem syndir 1.600 kílómetra í kringum landið er nú kominn í land tímabundið eftir um tvær vikur á sjó. Hann hefur nú synt um 160 kílómetra af ferð sinni og kastar mæðinni í Grundarfirði áður en hann leggur aftur af stað. Hann syndir sex tíma í senn, leggur sig svo í sex tíma í skútunni og endurtekur og endurtekur. Sundkappinn segir það góða tilbreytingu að finna fyrir jörð undir fótum eftir að hafa barist við öldurnar. „Við fengum frábært veður í u.þ.b. þrjá daga og það var gott. Eftir það fengum við norðanvind. Ég synti upp í öldurnar þegar þær brotnuðu á bátnum. Öldurnar skullu framan í mér.“ Sjóveiki hafi sett svip sinn á ferðina hingað til. „Það má sannarlega segja að hafið umhverfis Ísland hafi náð að yfirbuga nokkrar sálir. Við missum nokkra úr áhöfninni því þetta var ansi slæmt þarna úti. Sumir úr áhöfninni munu ekki. halda áfram með okkur.“ Áður en lagt var í hann sagði Ross að hann hefði mestar áhyggjur af því að fá svokallaða salttungu. Svo fór að ótti varð að veruleika á þriðja degi. „Tungan á mér var mesta fórnarlambið. Ég borða því hafraklatta og kornblöndu. Smábitar úr tungunni á mér eru að flagna. En okkur tókst að laga þetta og tungan er að gróa. Það var í raun kókosolía sem lagaði þetta. Hún mýkir tunguna. Ef ég er heppinn lýk ég sundinu með tungu í munninum.“ Það besta við að komast í land sé að gefa líkamanum tíma til að jafna sig á ótal nuddsárum sem tólf klukkutímar daglega í blautbúningi valda. „Ég hef dreift smáhlutum af sjálfum mér vítt og breitt um Ísland. Smábitar af tungunni og húðinni. Beinhákarl heilsaði upp á mig og háhyrningahjörð synti fram hjá mér. Þeir störðu á mig og við köstuðum kveðju hver á annan áður en þeir syntu sína leið.“ Kuldinn við Íslandsstrendur hefur komið Ross í opna skjöldu. Til að vinna gegn því fær Ross sér óhefðbundna fæðu í sjónum. „Ég drekk ýmsa undarlega vökva, t.d. appelsínusafa með hafragraut hitaðan upp með kókosolíu. Þetta er því kynleg blanda af mauki sem tungan og maginnkunna að meta.“
Sund Sjósund Íslandsvinir Grundarfjörður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Sjá meira