Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2025 09:32 Gunnlaugur Jónsson ræðir við Sigurð Má Davíðsson sem vann A&B þættina með honum. Dagskrárgerðarmaðurinn Gunnlaugur Jónsson situr ekki auðum höndum. Nýverið lauk sýningum á heimildaþáttaröð hans, A&B, um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni en hann hefur nú unnið hlaðvarp í tengslum við þá þætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á morgun. Sjónvarpsþættirnir um Arnar og Bjarka voru fjórir talsins, tæpur klukkutími að lengd hver. Gunnlaugur og aðstandendur þáttanna sátu á miklu efni sem rataði ekki í þættina og ákveðið var að nýta þá til hlaðvarpsgerðar. „Hugmyndin vaknar þegar við erum nánast að klára fyrsta þáttinn af A&B. Þá fæ ég hringingu frá Frey Árnasyni sem stjórnaði eftirvinnslunni þáttanna og klippararnir fengu eiginlega þessa hugmynd hvort ég ætti ekki að gera hlaðvarpsseríu í framhaldi af þáttunum. Það væru of margar sögur sem kæmust ekki að,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi. „Ég var ekkert endilega á því en þegar við vorum að klára þættina bar ég þetta undir tvíburana. Þeir voru ekkert alltof hrifnir en báðu allavega um að þættirnir myndu heita eitthvað annað. Þá fór hugmyndin á annan stað og við útvíkkuðum þetta aðeins; þetta væru ekki bara Arnar og Bjarki heldur færi í aðrar áttir. Þá vaknar eiginlega þetta verkefni. Ég ákvað að taka fleiri og ný viðtöl. Upphaflega áttu þetta að vera fjórir þættir en urðu sex.“ Þættirnir bera nafnið Návígi líkt og hlaðvarpsþættir sem Gunnlaugur gerði fyrir Fótbolta.net 2018. Í raun er því um að ræða aðra þáttaröð af Návígi. Þættirnir eru unnir í samstarfi við Stöð 2 Sport og Tal. „Það voru mjög margar sögur sem komust ekki að. Við vorum með fjóra fimmtíu mínútna þætti og það er mjög margt sem maður hefði viljað sjá í sjónvarpi en er frábært að geta notað í hlaðvarpi. Þetta eru þematengdir þættir,“ segir Gunnlaugur og fer svo í innihald þáttanna sex. Sveitungi og vinur Gunnlaugs, Hjörtur Hjartarson, er meðstjórnandi Gunnlaugs í fyrstu fimm þáttunum. Gunnlaugur hefur gert fjölda þátta um íþróttir og tónlist, bæði fyrir útvarp og sjónvarp. „Í fyrsta þættinum sem ég kalla Akranes eru Arnar og Bjarki í stóru hlutverki en við förum einnig út fyrir sviðið og tökum fyrir umhverfið sem þeir ólust upp í. Í öðrum og þriðja þættinum er Bjarki í aðalhlutverki. Við tökum atvinnumennskuna frá öllum hliðum. Í þáttum fjögur og fimm fáum við Gumma Ben með okkur og þá tökum við Arnar og Óskar Hrafn Þorvaldsson frá yngri flokkum, upp í meistaraflokk og þjálfun og gerum því góð skil. Ég tók nýtt viðtal við Óskar Hrafn sem við blöndum við viðtöl við Arnar og Bjarka því þetta er kafli sem komst ekki að í sjónvarpinu; þessi rosalegi slagur Breiðabliks og Víkings.“ Í sjötta og síðasta verður fjallað um gerð íþróttaefnis í sjónvarpi og fær Gunnlaugur til sín teymið sem vann A&B; áðurnefndan Frey Árnason, tökumanninn Sigurð Má Davíðsson og framleiðandann Garðar Örn Arnarson. Fyrsti þátturinn af Návígi fer í loftið á morgun og verður aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Annar þátturinn kemur svo á miðvikudaginn og þættirnir verða vikulega nema hvað þættirnir með Arnar og Óskar Hrafn verða í sömu vikunni. Besta deild karla A&B Návígi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Sjónvarpsþættirnir um Arnar og Bjarka voru fjórir talsins, tæpur klukkutími að lengd hver. Gunnlaugur og aðstandendur þáttanna sátu á miklu efni sem rataði ekki í þættina og ákveðið var að nýta þá til hlaðvarpsgerðar. „Hugmyndin vaknar þegar við erum nánast að klára fyrsta þáttinn af A&B. Þá fæ ég hringingu frá Frey Árnasyni sem stjórnaði eftirvinnslunni þáttanna og klippararnir fengu eiginlega þessa hugmynd hvort ég ætti ekki að gera hlaðvarpsseríu í framhaldi af þáttunum. Það væru of margar sögur sem kæmust ekki að,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi. „Ég var ekkert endilega á því en þegar við vorum að klára þættina bar ég þetta undir tvíburana. Þeir voru ekkert alltof hrifnir en báðu allavega um að þættirnir myndu heita eitthvað annað. Þá fór hugmyndin á annan stað og við útvíkkuðum þetta aðeins; þetta væru ekki bara Arnar og Bjarki heldur færi í aðrar áttir. Þá vaknar eiginlega þetta verkefni. Ég ákvað að taka fleiri og ný viðtöl. Upphaflega áttu þetta að vera fjórir þættir en urðu sex.“ Þættirnir bera nafnið Návígi líkt og hlaðvarpsþættir sem Gunnlaugur gerði fyrir Fótbolta.net 2018. Í raun er því um að ræða aðra þáttaröð af Návígi. Þættirnir eru unnir í samstarfi við Stöð 2 Sport og Tal. „Það voru mjög margar sögur sem komust ekki að. Við vorum með fjóra fimmtíu mínútna þætti og það er mjög margt sem maður hefði viljað sjá í sjónvarpi en er frábært að geta notað í hlaðvarpi. Þetta eru þematengdir þættir,“ segir Gunnlaugur og fer svo í innihald þáttanna sex. Sveitungi og vinur Gunnlaugs, Hjörtur Hjartarson, er meðstjórnandi Gunnlaugs í fyrstu fimm þáttunum. Gunnlaugur hefur gert fjölda þátta um íþróttir og tónlist, bæði fyrir útvarp og sjónvarp. „Í fyrsta þættinum sem ég kalla Akranes eru Arnar og Bjarki í stóru hlutverki en við förum einnig út fyrir sviðið og tökum fyrir umhverfið sem þeir ólust upp í. Í öðrum og þriðja þættinum er Bjarki í aðalhlutverki. Við tökum atvinnumennskuna frá öllum hliðum. Í þáttum fjögur og fimm fáum við Gumma Ben með okkur og þá tökum við Arnar og Óskar Hrafn Þorvaldsson frá yngri flokkum, upp í meistaraflokk og þjálfun og gerum því góð skil. Ég tók nýtt viðtal við Óskar Hrafn sem við blöndum við viðtöl við Arnar og Bjarka því þetta er kafli sem komst ekki að í sjónvarpinu; þessi rosalegi slagur Breiðabliks og Víkings.“ Í sjötta og síðasta verður fjallað um gerð íþróttaefnis í sjónvarpi og fær Gunnlaugur til sín teymið sem vann A&B; áðurnefndan Frey Árnason, tökumanninn Sigurð Má Davíðsson og framleiðandann Garðar Örn Arnarson. Fyrsti þátturinn af Návígi fer í loftið á morgun og verður aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Annar þátturinn kemur svo á miðvikudaginn og þættirnir verða vikulega nema hvað þættirnir með Arnar og Óskar Hrafn verða í sömu vikunni.
Besta deild karla A&B Návígi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann