Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar 28. maí 2025 15:00 Fyrir mörgum árum skrifaði Jón Magnússon frábæra grein um málefni Ísrael. Þar kom fram, að þegar Ísraelsríki var stofnað var ekki gætt að hagsmunum þeirra sem áttu heimili sín í Palestínu. Í grein Jóns segir frá að áður en Ísraelsríki var stofnað höfðu hryðjuverkasveitir Begins, sem síðar varð forsætisráðherra gyðinga, myrt breska hermenn sofandi í rúmum sínum. Þeir sprengdu líka Hluta hótelsins King David í Jerúsalem og drápu 91 manneskju. Áfram segir: “Gyðingar réðust á palestínska þorpið Deir Yassin sem er nálægt Jerúsalem þar sem 250 karlar, konur og börn voru drepin og líkum þeirra misþyrmt. Í framhaldi af hermdarverkum gyðinga í Deir Yassin flýðu 750.000 Palestínumenn heimili sitt og land. (flestir til Gaza) Palestínumenn eru nú í risastóru fangelsi í Ísrael hvort heldur þeir búa á Vesturbakkanum eða Gaza svæðinu. Þeir geta ekki komið, farið eða selt framleiðslu sína nema með leyfi herrastjórnarinnar í Ísrael sem byggir og stjórnar á grundvelli trúarlegrar apartheid stefnu.” Ísland ber ábyrgð Síðar í grein Jóns Magnússonar segir orðrétt: “Þessi saga er sorgleg. Sameinuðu þjóðirnar og þar á meðal við Íslendingar sem greiddum atkvæði með stofnun Ísraelsríkis. Við erum samábyrg því sem þarna hefur gerst og er að gerast. Við getum ekki liðið það að fólk sé svipt mannréttindum og búi við hörmungar áratugum saman og sé ekki virt sem manneskjur. Við berum ábyrgð á örlögum Palestínumanna og okkur ber skylda til að beita okkur fyrir því að Ísraelsmenn fari að alþjóðalögum og virði mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt fólks. Okkur ber að viðurkenna að allir menn eiga sama rétt og eru jafnmikilvægir og merkilegir. Vandamál Palestínumanna verða ekki leyst nema þar sem þeir eiga heima. Okkur ber skylda til að leggja stóraukna fjármuni til mannúðarstarfs á þessu svæði.” Jón Magnússon er meðal þeirra sem vara við óhaminni fjölgun fólks, sem hefur öndverð viðhorf til samfélaga eins og okkar Íslendinga. Þeir benda á að múslímar virða ekki Íslensk lög um jafnrétti kynja - múslímar bannfæra samkynhneigð og transfólk sem dauðasök - múslímar boða ærumorð innan eigin fjölskyldu - múslímar banna málfrelsi um trú sína - múslímar og gyðingar kenna það sem réttlæti, að lýður sameinist til að refsa fólki og murka úr því lífið með grjótkasti. Ekkert í trúarboðskap múslíma réttlætir þó glæpaverk stjórnar gyðinga gegn Palestínubúum eða svik Sameinuðu þjóðanna gegn þeim. Íslendingum og þeim þjóðum, sem samþykktu að ræna þá landi sínu og og hrekja þá frá heimilum sínum ber skylda til að láta stöva landtökugyðingana, sem brjóta alþjóðalög og stela nú bújörðum og heimilum Palestínubúa með leyfi ríkisstjórnar Ísrael. Ísland á að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Stjórn þeirra hefur kastað frá sér allri mennsku og lagt ofurkapp á að fækka mæðrum og börnum þeirra, sem gætu lifað til að hefna. Við vitum vel, að það stöðvar ekki hryllinginn að rjúfa stjórnmálasamband en við gætum þá horft framan í heiminn með sjálfsvirðingu og sagt: Við Íslendingar þorðum meðan aðrir hikuðu. Vera kann að sú ákvörðun verði þá fyrirmynd annarra þjóða eins og þegar Ísland viðurkenndi sjálfstæði Litháen og aðrar þjóðir runnu svo í þá slóð. Það gjörbreytti Evrópu. Kannski gerist það í framtíðinni eins og í Litháen, að Palestínubúar meitli í stein við þinghús sitt: “Takk Ísland sem þorði þegar aðrir þögðu” Höf. Birgir Dýrförð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum árum skrifaði Jón Magnússon frábæra grein um málefni Ísrael. Þar kom fram, að þegar Ísraelsríki var stofnað var ekki gætt að hagsmunum þeirra sem áttu heimili sín í Palestínu. Í grein Jóns segir frá að áður en Ísraelsríki var stofnað höfðu hryðjuverkasveitir Begins, sem síðar varð forsætisráðherra gyðinga, myrt breska hermenn sofandi í rúmum sínum. Þeir sprengdu líka Hluta hótelsins King David í Jerúsalem og drápu 91 manneskju. Áfram segir: “Gyðingar réðust á palestínska þorpið Deir Yassin sem er nálægt Jerúsalem þar sem 250 karlar, konur og börn voru drepin og líkum þeirra misþyrmt. Í framhaldi af hermdarverkum gyðinga í Deir Yassin flýðu 750.000 Palestínumenn heimili sitt og land. (flestir til Gaza) Palestínumenn eru nú í risastóru fangelsi í Ísrael hvort heldur þeir búa á Vesturbakkanum eða Gaza svæðinu. Þeir geta ekki komið, farið eða selt framleiðslu sína nema með leyfi herrastjórnarinnar í Ísrael sem byggir og stjórnar á grundvelli trúarlegrar apartheid stefnu.” Ísland ber ábyrgð Síðar í grein Jóns Magnússonar segir orðrétt: “Þessi saga er sorgleg. Sameinuðu þjóðirnar og þar á meðal við Íslendingar sem greiddum atkvæði með stofnun Ísraelsríkis. Við erum samábyrg því sem þarna hefur gerst og er að gerast. Við getum ekki liðið það að fólk sé svipt mannréttindum og búi við hörmungar áratugum saman og sé ekki virt sem manneskjur. Við berum ábyrgð á örlögum Palestínumanna og okkur ber skylda til að beita okkur fyrir því að Ísraelsmenn fari að alþjóðalögum og virði mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt fólks. Okkur ber að viðurkenna að allir menn eiga sama rétt og eru jafnmikilvægir og merkilegir. Vandamál Palestínumanna verða ekki leyst nema þar sem þeir eiga heima. Okkur ber skylda til að leggja stóraukna fjármuni til mannúðarstarfs á þessu svæði.” Jón Magnússon er meðal þeirra sem vara við óhaminni fjölgun fólks, sem hefur öndverð viðhorf til samfélaga eins og okkar Íslendinga. Þeir benda á að múslímar virða ekki Íslensk lög um jafnrétti kynja - múslímar bannfæra samkynhneigð og transfólk sem dauðasök - múslímar boða ærumorð innan eigin fjölskyldu - múslímar banna málfrelsi um trú sína - múslímar og gyðingar kenna það sem réttlæti, að lýður sameinist til að refsa fólki og murka úr því lífið með grjótkasti. Ekkert í trúarboðskap múslíma réttlætir þó glæpaverk stjórnar gyðinga gegn Palestínubúum eða svik Sameinuðu þjóðanna gegn þeim. Íslendingum og þeim þjóðum, sem samþykktu að ræna þá landi sínu og og hrekja þá frá heimilum sínum ber skylda til að láta stöva landtökugyðingana, sem brjóta alþjóðalög og stela nú bújörðum og heimilum Palestínubúa með leyfi ríkisstjórnar Ísrael. Ísland á að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Stjórn þeirra hefur kastað frá sér allri mennsku og lagt ofurkapp á að fækka mæðrum og börnum þeirra, sem gætu lifað til að hefna. Við vitum vel, að það stöðvar ekki hryllinginn að rjúfa stjórnmálasamband en við gætum þá horft framan í heiminn með sjálfsvirðingu og sagt: Við Íslendingar þorðum meðan aðrir hikuðu. Vera kann að sú ákvörðun verði þá fyrirmynd annarra þjóða eins og þegar Ísland viðurkenndi sjálfstæði Litháen og aðrar þjóðir runnu svo í þá slóð. Það gjörbreytti Evrópu. Kannski gerist það í framtíðinni eins og í Litháen, að Palestínubúar meitli í stein við þinghús sitt: “Takk Ísland sem þorði þegar aðrir þögðu” Höf. Birgir Dýrförð
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun