Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. maí 2025 00:08 Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn tali fyrir meiri sveigjanleika og fjölbreytni í leikskólakerfinu, en flokkurinn bókaði gegn ákvörðun meirihlutans um að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Hún segir að sparnaður sem af þessu hlýst ýtist bara yfir á fjölskyldur. Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7:30 til 16:30. Breytingin tekur gildi í september. Í tillögunni er bent á að í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur loka flestir leikskólar klukkan 16:30 og sumir klukkan 16 á föstudögum eða sérstök skráning eftir klukkan 14 á föstudögum. Vill sjá lengri opnunartíma í boði Ragnhildur segir að sparnaður sem geti orðið af styttingu opnunartímans ýtist bara yfir á fjölskyldur og þar af leiðandi yfir í samfélagið. „Af því að foreldrar, og þá yfirleitt konurnar, eru að stytta vinnutímann sinn, og það bitnar bara á samfélaginu öllu, þannig það er afleiðingin,“ segir hún. Þið viljið sjá lengri opnunartíma í boði ef fólk skyldi vilja nýta það? „Já við viljum hafa alla flóruna, leikskóla sem eru með lengri opnunartíma, og lengri hámarksdvalartíma, og það sé allt í boði og leikskólar megi ákveða það sjálfir,“ segir Ragnhildur. „Við viljum fullfjármagna leikskólakerfið, og fara af fullum þunga í að laga húsnæðið í borginni, ekki fara eyða milljörðum í einhver gróðursnauð torg, þegar annar hver leikskóli er myglaður, þannig þar eru okkar áherslur.“ „Við viljum fjölbreytt, opið leikskólakerfi, viljum fá alla til að koma hjálpa okkur. Við viljum bara að kerfið taki mið af þörfum foreldra og barna,“ segir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7:30 til 16:30. Breytingin tekur gildi í september. Í tillögunni er bent á að í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur loka flestir leikskólar klukkan 16:30 og sumir klukkan 16 á föstudögum eða sérstök skráning eftir klukkan 14 á föstudögum. Vill sjá lengri opnunartíma í boði Ragnhildur segir að sparnaður sem geti orðið af styttingu opnunartímans ýtist bara yfir á fjölskyldur og þar af leiðandi yfir í samfélagið. „Af því að foreldrar, og þá yfirleitt konurnar, eru að stytta vinnutímann sinn, og það bitnar bara á samfélaginu öllu, þannig það er afleiðingin,“ segir hún. Þið viljið sjá lengri opnunartíma í boði ef fólk skyldi vilja nýta það? „Já við viljum hafa alla flóruna, leikskóla sem eru með lengri opnunartíma, og lengri hámarksdvalartíma, og það sé allt í boði og leikskólar megi ákveða það sjálfir,“ segir Ragnhildur. „Við viljum fullfjármagna leikskólakerfið, og fara af fullum þunga í að laga húsnæðið í borginni, ekki fara eyða milljörðum í einhver gróðursnauð torg, þegar annar hver leikskóli er myglaður, þannig þar eru okkar áherslur.“ „Við viljum fjölbreytt, opið leikskólakerfi, viljum fá alla til að koma hjálpa okkur. Við viljum bara að kerfið taki mið af þörfum foreldra og barna,“ segir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira