Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar 27. maí 2025 15:01 Ef þú lendir í þeirri ótrúlega leiðinlegri stöðu, að þurfa að fara á endurhæfingu eða jafnvel örorku, þá neyðist þú til að díla við Tryggingastofnun Íslands. Þú þarft að fara í gegnum gríðarlega langt ferli. Í fyrsta lagi þarftu að fá utanaðkomandi aðila til að setja upp eða skrifa undir endurhæfingaráætlun, svo að TR viti að þú sért ekki að falsa eftirfarandi upplýsingar. Það er einfaldi parturinn. Síðan hefst biðin. TR tekur sér upp í 6 vikur að fara yfir endurhæfingaráætlanir, á meðan færðu ekki greiðslur, þú færð ekki fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu, því þú ert að bíða eftir greiðslum annarsstaðar frá. Svo hérna situr þú og bíður, með andlitið límt við skjáinn, þannig ef þú færð póst sem segir að það vanti gögn, þá getur þú farið beint í að útvega þau gögn svo að þau haldi áfram að vinna umsóknina þína. Kannski ertu heppinn, kannski vantar bara fá gögn sem auðvelt er að útvega, kannski vantar alltaf fleiri og fleiri gögn sem erfitt er að útvega. Vonandi býrðu ekki ein og ert með einhvern sem getur borgað leiguna þína og mat á meðan þú ert að bíða eftir TR. Loksins færðu staðfestingu á að þeir hafi samþykkt endurhæfingaráætlunina þína. Frábært! Þú færð ekki endilega greitt aftur í tímann, bara stundum. En hey, þú fékkst greitt. EN! Þetta er alls ekki nóg til að greiða leiguna þína, borga reikningana eða til að kaupa mat. Svo ég tali ekki um ef þú neyddist til að taka fullt af smálánum til að geta lifað af á meðan TR færi yfir umsóknina þína. Ef þú hins vegar lendir í ennþá leiðinlegri stöðu að þurfa að sækja um örorku, þá bið ég fyrir þér. Í fyrsta lagi þarftu sönnun fyrir því að þú sért ekki að fara aftur á fullt á vinnumarkaðinn, hvort sem það er vottorð frá starfsendurhæfingar stöðvum, lækni, sálfræðing eða hvað sem þú finnur. En það er ekki nóg. Sem einstaklingur sem er búinn að fara í gegnum Virk tvisvar og fá þá niðurstöðu að vera óvinnufær, þá get ég sagt þér það með staðfestu, að það er ekki nóg. Þú þarft að hafa lokið við x-mörgum mánuðum í endurhæfingu og vera komin yfir ákveðinn aldur. Vissir þú að TR er ekki að taka við örorku umsóknum ef þú ert undir 25 ára, nema þú sért mögulega fjölfatlaður í hjólastól. Á meðan þú ert að fara í gegnum þetta ferli, þá færðu engar greiðslur frá TR og aftur færðu enga fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu. Vonandi, aftur, ertu með einhvern sem getur aðstoðað þig fjárhagslega á meðan þú bíður. Eftir að hafa setið með andlitið límt við skjáinn, færðu loksins tíma til að hitta lækni frá Tryggingastofnun Íslands. Smá tip þegar þú hittir lækninn, ekki klæða þig áður en þú ferð. Ef þú mætir ein/n/t þá færðu starx mínus stig í kladdann, ef þú klæðir þig snyrtilega, þá getur þú augljóslega séð um þig og ert fullfær um að vera út á vinnumarkaðnum og ekkert mál! Þú ert síðan látin gera allskonar kúnstir. Getur þú beygt þig niður, getur þú staðið aftur upp o.s.fv., o.s.fv. Þegar TR fær svo skýrsluna frá lækninum, þá horfa þeir bara á hana. Þeir horfa ekki á öll hin gögnin sem þú komst með, þau skipta ekki lengur máli. Ef ekki þú fékkst ekki nógu mörg stig, þá ertu screwed. Ef þú færð mörg stig, þá til hamingju! Þú fékkst örorku. En það er samt einn galli, (þetta er grín, það eru miklu miklu fleiri en einn gallar) þú færð eiginlega ekki lágmarkslaun. Þú færð rétt um 300.000 á mánuði, sem er alls ekki nóg til að borga leigu, reikninga, skuldir eða kaupa mat. En hey! Þeir eru búnir að taka niður krónu á móti krónu skerðinguna þannig ef þú hefur mögulega kraftinn í það, þá máttu vinna pínu með örorkunni en ekki of mikið, því þá skerða þeir bæturnar þínar. Ég óska ekki einu sinni mínum versta óvini, að þurfa að díla við Tryggingastofnun íslands. Það er full vinna að vera fatlaður á Íslandi í dag. Höfundur er ung veik kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Ef þú lendir í þeirri ótrúlega leiðinlegri stöðu, að þurfa að fara á endurhæfingu eða jafnvel örorku, þá neyðist þú til að díla við Tryggingastofnun Íslands. Þú þarft að fara í gegnum gríðarlega langt ferli. Í fyrsta lagi þarftu að fá utanaðkomandi aðila til að setja upp eða skrifa undir endurhæfingaráætlun, svo að TR viti að þú sért ekki að falsa eftirfarandi upplýsingar. Það er einfaldi parturinn. Síðan hefst biðin. TR tekur sér upp í 6 vikur að fara yfir endurhæfingaráætlanir, á meðan færðu ekki greiðslur, þú færð ekki fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu, því þú ert að bíða eftir greiðslum annarsstaðar frá. Svo hérna situr þú og bíður, með andlitið límt við skjáinn, þannig ef þú færð póst sem segir að það vanti gögn, þá getur þú farið beint í að útvega þau gögn svo að þau haldi áfram að vinna umsóknina þína. Kannski ertu heppinn, kannski vantar bara fá gögn sem auðvelt er að útvega, kannski vantar alltaf fleiri og fleiri gögn sem erfitt er að útvega. Vonandi býrðu ekki ein og ert með einhvern sem getur borgað leiguna þína og mat á meðan þú ert að bíða eftir TR. Loksins færðu staðfestingu á að þeir hafi samþykkt endurhæfingaráætlunina þína. Frábært! Þú færð ekki endilega greitt aftur í tímann, bara stundum. En hey, þú fékkst greitt. EN! Þetta er alls ekki nóg til að greiða leiguna þína, borga reikningana eða til að kaupa mat. Svo ég tali ekki um ef þú neyddist til að taka fullt af smálánum til að geta lifað af á meðan TR færi yfir umsóknina þína. Ef þú hins vegar lendir í ennþá leiðinlegri stöðu að þurfa að sækja um örorku, þá bið ég fyrir þér. Í fyrsta lagi þarftu sönnun fyrir því að þú sért ekki að fara aftur á fullt á vinnumarkaðinn, hvort sem það er vottorð frá starfsendurhæfingar stöðvum, lækni, sálfræðing eða hvað sem þú finnur. En það er ekki nóg. Sem einstaklingur sem er búinn að fara í gegnum Virk tvisvar og fá þá niðurstöðu að vera óvinnufær, þá get ég sagt þér það með staðfestu, að það er ekki nóg. Þú þarft að hafa lokið við x-mörgum mánuðum í endurhæfingu og vera komin yfir ákveðinn aldur. Vissir þú að TR er ekki að taka við örorku umsóknum ef þú ert undir 25 ára, nema þú sért mögulega fjölfatlaður í hjólastól. Á meðan þú ert að fara í gegnum þetta ferli, þá færðu engar greiðslur frá TR og aftur færðu enga fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu. Vonandi, aftur, ertu með einhvern sem getur aðstoðað þig fjárhagslega á meðan þú bíður. Eftir að hafa setið með andlitið límt við skjáinn, færðu loksins tíma til að hitta lækni frá Tryggingastofnun Íslands. Smá tip þegar þú hittir lækninn, ekki klæða þig áður en þú ferð. Ef þú mætir ein/n/t þá færðu starx mínus stig í kladdann, ef þú klæðir þig snyrtilega, þá getur þú augljóslega séð um þig og ert fullfær um að vera út á vinnumarkaðnum og ekkert mál! Þú ert síðan látin gera allskonar kúnstir. Getur þú beygt þig niður, getur þú staðið aftur upp o.s.fv., o.s.fv. Þegar TR fær svo skýrsluna frá lækninum, þá horfa þeir bara á hana. Þeir horfa ekki á öll hin gögnin sem þú komst með, þau skipta ekki lengur máli. Ef ekki þú fékkst ekki nógu mörg stig, þá ertu screwed. Ef þú færð mörg stig, þá til hamingju! Þú fékkst örorku. En það er samt einn galli, (þetta er grín, það eru miklu miklu fleiri en einn gallar) þú færð eiginlega ekki lágmarkslaun. Þú færð rétt um 300.000 á mánuði, sem er alls ekki nóg til að borga leigu, reikninga, skuldir eða kaupa mat. En hey! Þeir eru búnir að taka niður krónu á móti krónu skerðinguna þannig ef þú hefur mögulega kraftinn í það, þá máttu vinna pínu með örorkunni en ekki of mikið, því þá skerða þeir bæturnar þínar. Ég óska ekki einu sinni mínum versta óvini, að þurfa að díla við Tryggingastofnun íslands. Það er full vinna að vera fatlaður á Íslandi í dag. Höfundur er ung veik kona.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun