Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Lovísa Arnardóttir skrifar 27. maí 2025 13:44 Lengri opnunartími hefur verið hjá leikskólanum Ævintýraborg við Nauthólsveg en verður það ekki lengur frá og með 1. september. Reykjavíkurborg Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7.30 til 16.30. Breytingin tekur gildi í september. Lengri opnunartími hefur verið í gildi frá árinu 2022 og átti að vera til tveggja ára í einum eða tveimur leikskólum í hverju hverfi. Leikskólarnir sem tóku þátt voru Bakkaborg, Hagaborg, Heiðarborg, Klettaborg, Langholt og Ævintýraborg við Nauthólsveg. Samkvæmt tillögu sviðsstjóra nýttu alls tíu foreldrar sér þennan lengri opnunartíma í upphafi og hafa aldrei verið fleiri en það. Þeir voru sjö í maí 2023, þrír í maí 2024 og einn í apríl á þessu ári. Kostnaður vegna opnunar til klukkan 17.00 er nú um 325.00 krónur á ári Í tillögunni er bent á að í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur loka flestir leikskólar klukkan 16.30 og sumir klukkan 16 á föstudögum eða sérstök skráning eftir klukkan 14 á föstudögum. Sjálfstæðismenn vilja meiri sveigjanleika Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi skóla- og frístundaráðs fram tillögu um að opnunartími yrði ákvörðun hvers leikskóla fyrir sig. Ákvörðun um opnunartíma yrði svo tekin í samráði leikskólastjóra, starfsmanna og foreldra. Í tillögu þeirra var ítrekað að sveigjanleiki væri til staðar en tillagan var felld með fjórum atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu einnig fram bókun, eftir að tillagan var samþykkt og send til afgreiðslu í borgarráði, þar sem þau skiljanlegt, í ljósi þess hve fá börn nota þjónustuna, að tillagan hafi verið lögð fram en ítrekuðu þá skoðun sína að meiri sveigjanleiki væri til staða í opnunartíma leikskólanna. Auk þeirra lögðu einnig fram bókun áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra og starfsfólks í leikskólum og foreldra barna í leikskólum. Mannekla og lítil nýting Fulltrúar leikskólastjóra og starfsmanna leikskóla fögnuðu breytingunni og bentu á að almennt væru vandræði með mönnun og það hefði verið erfitt að halda úti þjónustu til 17. Áheyrnafulltrúi foreldra sagðist ekki setja sig á móti styttingunni í ljósi lítillar nýttingar og mönnunarvanda innan leikskólastigsins. Hún kallaði þó eftir meiri sveigjanleika í kerfinu. „Til langs tíma litið er minni sveigjanleiki í leikskólakerfinu þó óæskilegur því ólíkar fjölskyldur hafa ólíkar þarfir þegar kemur að opnunartíma. Æskilegt væri að byrja að vinna að því að búa til kerfi sem þekkist víða á Norðurlöndum og þá sérstaklega í höfuðborgum þar sem sumir leikskólar hafa langan opnunartíma til þess að koma til móts við ólíkar þarfir fjölskyldna,“ sagði í bókun áheyrnarfulltrúa foreldra barna á leikskóla, Albínu Huldu Pálsdóttur. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Lengri opnunartími hefur verið í gildi frá árinu 2022 og átti að vera til tveggja ára í einum eða tveimur leikskólum í hverju hverfi. Leikskólarnir sem tóku þátt voru Bakkaborg, Hagaborg, Heiðarborg, Klettaborg, Langholt og Ævintýraborg við Nauthólsveg. Samkvæmt tillögu sviðsstjóra nýttu alls tíu foreldrar sér þennan lengri opnunartíma í upphafi og hafa aldrei verið fleiri en það. Þeir voru sjö í maí 2023, þrír í maí 2024 og einn í apríl á þessu ári. Kostnaður vegna opnunar til klukkan 17.00 er nú um 325.00 krónur á ári Í tillögunni er bent á að í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur loka flestir leikskólar klukkan 16.30 og sumir klukkan 16 á föstudögum eða sérstök skráning eftir klukkan 14 á föstudögum. Sjálfstæðismenn vilja meiri sveigjanleika Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi skóla- og frístundaráðs fram tillögu um að opnunartími yrði ákvörðun hvers leikskóla fyrir sig. Ákvörðun um opnunartíma yrði svo tekin í samráði leikskólastjóra, starfsmanna og foreldra. Í tillögu þeirra var ítrekað að sveigjanleiki væri til staðar en tillagan var felld með fjórum atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu einnig fram bókun, eftir að tillagan var samþykkt og send til afgreiðslu í borgarráði, þar sem þau skiljanlegt, í ljósi þess hve fá börn nota þjónustuna, að tillagan hafi verið lögð fram en ítrekuðu þá skoðun sína að meiri sveigjanleiki væri til staða í opnunartíma leikskólanna. Auk þeirra lögðu einnig fram bókun áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra og starfsfólks í leikskólum og foreldra barna í leikskólum. Mannekla og lítil nýting Fulltrúar leikskólastjóra og starfsmanna leikskóla fögnuðu breytingunni og bentu á að almennt væru vandræði með mönnun og það hefði verið erfitt að halda úti þjónustu til 17. Áheyrnafulltrúi foreldra sagðist ekki setja sig á móti styttingunni í ljósi lítillar nýttingar og mönnunarvanda innan leikskólastigsins. Hún kallaði þó eftir meiri sveigjanleika í kerfinu. „Til langs tíma litið er minni sveigjanleiki í leikskólakerfinu þó óæskilegur því ólíkar fjölskyldur hafa ólíkar þarfir þegar kemur að opnunartíma. Æskilegt væri að byrja að vinna að því að búa til kerfi sem þekkist víða á Norðurlöndum og þá sérstaklega í höfuðborgum þar sem sumir leikskólar hafa langan opnunartíma til þess að koma til móts við ólíkar þarfir fjölskyldna,“ sagði í bókun áheyrnarfulltrúa foreldra barna á leikskóla, Albínu Huldu Pálsdóttur.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent