Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar 27. maí 2025 13:01 Í vor hef ég leitað til hrossabænda, kynnt mig og óskað leyfis að fá að taka til varnar fyrir íslensku stóðhryssuna. Það geri ég til að þjóna tilvist hryssnanna enda þykir mér vænt um þær og vil standa með þeim. Ég er enn að vinna að því að fá leyfi bændanna og vil helst fara af stað í sumar. Það sem mig langar til að gera er að sýna íslensku þjóðinni hryssurnar og leyfa hryssunum að vera sjálfar sinn eigin fulltrúi gagnvart þjóðinni. Þetta vil ég gera með óbreyttu og óslitnu myndefni. Ég vil sýna ykkur hryssurnar án nokkurra stílfæringa, án þess að klippa til, nota dekkingu, hægingu eða niðurdregna tónlist, sem sagt án þess að nota myndefni eins og það sem er sérhannað til að ganga fram af tilfinningum ykkar. Íslenska hryssan á þetta land, hún hefur lifað hér í stóðum í rúmlega ellefuhundruð ár. Velferð stóðanna hefur reyndar aldrei verið jafn góð og í dag. Það sem hefur skyggt á hjá okkur eru þessi tilvik barsmíða, nokkuð sem sem betur fer hefur komist upp um og verið farið gagngert í að stöðva með öllum ráðum. Blóðtökuna er búið að rannsaka og sýnt er að áhrif hennar eru hryssunum mild og skammvinn, þær vinna fyrir sér með henni og finna lítið fyrir henni. Og já, endilega, hugum að velferð svína líka - þó helst án þess að láta það ógna tilvist íslensku stóðhryssunnar. Okkur Íslendingum þykir sannarlega vænt um hestana okkar, það fer ekki á milli mála og það er frábært! Ég vona að við höldum áfram að láta okkur varða velferð hryssnanna og styðjumst þá við bestu þekkingu á þeim. Tilvist þessara heilbrigðu og langlífu stóða ætti frekar en annað einmitt að vera eðlilegur hluti af sjálfsvirðingu okkar Íslendinga. Síðustu misseri hefur einbeitt verið unnið gegn tilvist stóðanna, því miður undir merkjum dýravelferðar, þar sem hálflygum og hálfsannleika er markvisst beitt. Þetta er bara nokkuð vel gert, því sem kemur vel út fyrir hryssurnar er haldið til baka eða snúið út úr því og það sem kemur illa út fyrir hryssurnar er tónað upp, spilað með og notað í afar vel útfærðum áróðri. Við Íslendingar erum hreinlega ekki vön svona vel útfærðum áróðursherferðum eins og hið erlenda félag sem stefnir að aflagningu búskapar beitir. Ég ber sjálf nokkra ábyrgð á því hvernig mál standa í dag með umræður um velferð hryssnanna. Um hana ætla ég að skrifa aðra grein og axla þar mína ábyrgð. Ég mun síðan jafnt og þétt gera ykkur aðgengilega grein fyrir framvindu mála í sumar. Ég vona að islenska þjóðin taki vel í það, að kynna sér hryssurnar sjálfar í sínu eðlilega atferli, óstílfært. Í sínum eigin hópum þar sem þær eiga heima og einnig þegar þær eru haldnar til nytja. Mig langar til að almenningur geti myndað sér skoðun byggða á betra efni en því sem er sérstaklega framleitt til að hafa neikvæð áhrif á og særa tilfinningar fólks. Það þarf reyndar ekki að spila með tilfinningar fólks til að vinna að velferð dýra, nánast allur almenningur lætur sig varða velferð dýra á eðlilegum forsendum. Sú leið er mun betri, að höfða til skynsemi og sanngirni fólks heldur en að spila með tilfinningar þess. Það sem ég bið ykkur um er opinn hugur ykkar gagnvart því að leyfa hryssunum að standa sjálfum frammi fyrir ykkur og fá að sýna ykkur sjálfar hvernig líf þeirra er. Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Hestar Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Í vor hef ég leitað til hrossabænda, kynnt mig og óskað leyfis að fá að taka til varnar fyrir íslensku stóðhryssuna. Það geri ég til að þjóna tilvist hryssnanna enda þykir mér vænt um þær og vil standa með þeim. Ég er enn að vinna að því að fá leyfi bændanna og vil helst fara af stað í sumar. Það sem mig langar til að gera er að sýna íslensku þjóðinni hryssurnar og leyfa hryssunum að vera sjálfar sinn eigin fulltrúi gagnvart þjóðinni. Þetta vil ég gera með óbreyttu og óslitnu myndefni. Ég vil sýna ykkur hryssurnar án nokkurra stílfæringa, án þess að klippa til, nota dekkingu, hægingu eða niðurdregna tónlist, sem sagt án þess að nota myndefni eins og það sem er sérhannað til að ganga fram af tilfinningum ykkar. Íslenska hryssan á þetta land, hún hefur lifað hér í stóðum í rúmlega ellefuhundruð ár. Velferð stóðanna hefur reyndar aldrei verið jafn góð og í dag. Það sem hefur skyggt á hjá okkur eru þessi tilvik barsmíða, nokkuð sem sem betur fer hefur komist upp um og verið farið gagngert í að stöðva með öllum ráðum. Blóðtökuna er búið að rannsaka og sýnt er að áhrif hennar eru hryssunum mild og skammvinn, þær vinna fyrir sér með henni og finna lítið fyrir henni. Og já, endilega, hugum að velferð svína líka - þó helst án þess að láta það ógna tilvist íslensku stóðhryssunnar. Okkur Íslendingum þykir sannarlega vænt um hestana okkar, það fer ekki á milli mála og það er frábært! Ég vona að við höldum áfram að láta okkur varða velferð hryssnanna og styðjumst þá við bestu þekkingu á þeim. Tilvist þessara heilbrigðu og langlífu stóða ætti frekar en annað einmitt að vera eðlilegur hluti af sjálfsvirðingu okkar Íslendinga. Síðustu misseri hefur einbeitt verið unnið gegn tilvist stóðanna, því miður undir merkjum dýravelferðar, þar sem hálflygum og hálfsannleika er markvisst beitt. Þetta er bara nokkuð vel gert, því sem kemur vel út fyrir hryssurnar er haldið til baka eða snúið út úr því og það sem kemur illa út fyrir hryssurnar er tónað upp, spilað með og notað í afar vel útfærðum áróðri. Við Íslendingar erum hreinlega ekki vön svona vel útfærðum áróðursherferðum eins og hið erlenda félag sem stefnir að aflagningu búskapar beitir. Ég ber sjálf nokkra ábyrgð á því hvernig mál standa í dag með umræður um velferð hryssnanna. Um hana ætla ég að skrifa aðra grein og axla þar mína ábyrgð. Ég mun síðan jafnt og þétt gera ykkur aðgengilega grein fyrir framvindu mála í sumar. Ég vona að islenska þjóðin taki vel í það, að kynna sér hryssurnar sjálfar í sínu eðlilega atferli, óstílfært. Í sínum eigin hópum þar sem þær eiga heima og einnig þegar þær eru haldnar til nytja. Mig langar til að almenningur geti myndað sér skoðun byggða á betra efni en því sem er sérstaklega framleitt til að hafa neikvæð áhrif á og særa tilfinningar fólks. Það þarf reyndar ekki að spila með tilfinningar fólks til að vinna að velferð dýra, nánast allur almenningur lætur sig varða velferð dýra á eðlilegum forsendum. Sú leið er mun betri, að höfða til skynsemi og sanngirni fólks heldur en að spila með tilfinningar þess. Það sem ég bið ykkur um er opinn hugur ykkar gagnvart því að leyfa hryssunum að standa sjálfum frammi fyrir ykkur og fá að sýna ykkur sjálfar hvernig líf þeirra er. Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun