Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar 27. maí 2025 13:01 Í vor hef ég leitað til hrossabænda, kynnt mig og óskað leyfis að fá að taka til varnar fyrir íslensku stóðhryssuna. Það geri ég til að þjóna tilvist hryssnanna enda þykir mér vænt um þær og vil standa með þeim. Ég er enn að vinna að því að fá leyfi bændanna og vil helst fara af stað í sumar. Það sem mig langar til að gera er að sýna íslensku þjóðinni hryssurnar og leyfa hryssunum að vera sjálfar sinn eigin fulltrúi gagnvart þjóðinni. Þetta vil ég gera með óbreyttu og óslitnu myndefni. Ég vil sýna ykkur hryssurnar án nokkurra stílfæringa, án þess að klippa til, nota dekkingu, hægingu eða niðurdregna tónlist, sem sagt án þess að nota myndefni eins og það sem er sérhannað til að ganga fram af tilfinningum ykkar. Íslenska hryssan á þetta land, hún hefur lifað hér í stóðum í rúmlega ellefuhundruð ár. Velferð stóðanna hefur reyndar aldrei verið jafn góð og í dag. Það sem hefur skyggt á hjá okkur eru þessi tilvik barsmíða, nokkuð sem sem betur fer hefur komist upp um og verið farið gagngert í að stöðva með öllum ráðum. Blóðtökuna er búið að rannsaka og sýnt er að áhrif hennar eru hryssunum mild og skammvinn, þær vinna fyrir sér með henni og finna lítið fyrir henni. Og já, endilega, hugum að velferð svína líka - þó helst án þess að láta það ógna tilvist íslensku stóðhryssunnar. Okkur Íslendingum þykir sannarlega vænt um hestana okkar, það fer ekki á milli mála og það er frábært! Ég vona að við höldum áfram að láta okkur varða velferð hryssnanna og styðjumst þá við bestu þekkingu á þeim. Tilvist þessara heilbrigðu og langlífu stóða ætti frekar en annað einmitt að vera eðlilegur hluti af sjálfsvirðingu okkar Íslendinga. Síðustu misseri hefur einbeitt verið unnið gegn tilvist stóðanna, því miður undir merkjum dýravelferðar, þar sem hálflygum og hálfsannleika er markvisst beitt. Þetta er bara nokkuð vel gert, því sem kemur vel út fyrir hryssurnar er haldið til baka eða snúið út úr því og það sem kemur illa út fyrir hryssurnar er tónað upp, spilað með og notað í afar vel útfærðum áróðri. Við Íslendingar erum hreinlega ekki vön svona vel útfærðum áróðursherferðum eins og hið erlenda félag sem stefnir að aflagningu búskapar beitir. Ég ber sjálf nokkra ábyrgð á því hvernig mál standa í dag með umræður um velferð hryssnanna. Um hana ætla ég að skrifa aðra grein og axla þar mína ábyrgð. Ég mun síðan jafnt og þétt gera ykkur aðgengilega grein fyrir framvindu mála í sumar. Ég vona að islenska þjóðin taki vel í það, að kynna sér hryssurnar sjálfar í sínu eðlilega atferli, óstílfært. Í sínum eigin hópum þar sem þær eiga heima og einnig þegar þær eru haldnar til nytja. Mig langar til að almenningur geti myndað sér skoðun byggða á betra efni en því sem er sérstaklega framleitt til að hafa neikvæð áhrif á og særa tilfinningar fólks. Það þarf reyndar ekki að spila með tilfinningar fólks til að vinna að velferð dýra, nánast allur almenningur lætur sig varða velferð dýra á eðlilegum forsendum. Sú leið er mun betri, að höfða til skynsemi og sanngirni fólks heldur en að spila með tilfinningar þess. Það sem ég bið ykkur um er opinn hugur ykkar gagnvart því að leyfa hryssunum að standa sjálfum frammi fyrir ykkur og fá að sýna ykkur sjálfar hvernig líf þeirra er. Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Hestar Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í vor hef ég leitað til hrossabænda, kynnt mig og óskað leyfis að fá að taka til varnar fyrir íslensku stóðhryssuna. Það geri ég til að þjóna tilvist hryssnanna enda þykir mér vænt um þær og vil standa með þeim. Ég er enn að vinna að því að fá leyfi bændanna og vil helst fara af stað í sumar. Það sem mig langar til að gera er að sýna íslensku þjóðinni hryssurnar og leyfa hryssunum að vera sjálfar sinn eigin fulltrúi gagnvart þjóðinni. Þetta vil ég gera með óbreyttu og óslitnu myndefni. Ég vil sýna ykkur hryssurnar án nokkurra stílfæringa, án þess að klippa til, nota dekkingu, hægingu eða niðurdregna tónlist, sem sagt án þess að nota myndefni eins og það sem er sérhannað til að ganga fram af tilfinningum ykkar. Íslenska hryssan á þetta land, hún hefur lifað hér í stóðum í rúmlega ellefuhundruð ár. Velferð stóðanna hefur reyndar aldrei verið jafn góð og í dag. Það sem hefur skyggt á hjá okkur eru þessi tilvik barsmíða, nokkuð sem sem betur fer hefur komist upp um og verið farið gagngert í að stöðva með öllum ráðum. Blóðtökuna er búið að rannsaka og sýnt er að áhrif hennar eru hryssunum mild og skammvinn, þær vinna fyrir sér með henni og finna lítið fyrir henni. Og já, endilega, hugum að velferð svína líka - þó helst án þess að láta það ógna tilvist íslensku stóðhryssunnar. Okkur Íslendingum þykir sannarlega vænt um hestana okkar, það fer ekki á milli mála og það er frábært! Ég vona að við höldum áfram að láta okkur varða velferð hryssnanna og styðjumst þá við bestu þekkingu á þeim. Tilvist þessara heilbrigðu og langlífu stóða ætti frekar en annað einmitt að vera eðlilegur hluti af sjálfsvirðingu okkar Íslendinga. Síðustu misseri hefur einbeitt verið unnið gegn tilvist stóðanna, því miður undir merkjum dýravelferðar, þar sem hálflygum og hálfsannleika er markvisst beitt. Þetta er bara nokkuð vel gert, því sem kemur vel út fyrir hryssurnar er haldið til baka eða snúið út úr því og það sem kemur illa út fyrir hryssurnar er tónað upp, spilað með og notað í afar vel útfærðum áróðri. Við Íslendingar erum hreinlega ekki vön svona vel útfærðum áróðursherferðum eins og hið erlenda félag sem stefnir að aflagningu búskapar beitir. Ég ber sjálf nokkra ábyrgð á því hvernig mál standa í dag með umræður um velferð hryssnanna. Um hana ætla ég að skrifa aðra grein og axla þar mína ábyrgð. Ég mun síðan jafnt og þétt gera ykkur aðgengilega grein fyrir framvindu mála í sumar. Ég vona að islenska þjóðin taki vel í það, að kynna sér hryssurnar sjálfar í sínu eðlilega atferli, óstílfært. Í sínum eigin hópum þar sem þær eiga heima og einnig þegar þær eru haldnar til nytja. Mig langar til að almenningur geti myndað sér skoðun byggða á betra efni en því sem er sérstaklega framleitt til að hafa neikvæð áhrif á og særa tilfinningar fólks. Það þarf reyndar ekki að spila með tilfinningar fólks til að vinna að velferð dýra, nánast allur almenningur lætur sig varða velferð dýra á eðlilegum forsendum. Sú leið er mun betri, að höfða til skynsemi og sanngirni fólks heldur en að spila með tilfinningar þess. Það sem ég bið ykkur um er opinn hugur ykkar gagnvart því að leyfa hryssunum að standa sjálfum frammi fyrir ykkur og fá að sýna ykkur sjálfar hvernig líf þeirra er. Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun