Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Árni Sæberg skrifar 27. maí 2025 12:08 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur fundað með vararíkissaksóknara og lagt tillögur um lausn á hans málum á borðið. Hún tjáir sig ekki um það hvort ein tillagnanna hafi verið um að gera hann að vararíkislögreglustjóra og sú staða þannig endurvakin eftir fimmtán ára dvala. Morgunblaðið hafði eftir heimildarmönnum sínum í morgun að Þorbjörg Sigríður hefði boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararríkissaksóknara stöðu vararíkislögreglustjóra til þess að lægja öldurnar á skrifstofu Ríkissaksóknara. Ekki hefur verið skipað í stöðu vararíkislögreglustjóra frá árinu 2010. Hefur setið auðum höndum í fleiri mánuði Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði á sunnudag að það myndi leysast á næstu dögum. Málið sé lagalega flókið Þorbjörg Sigríður ræddi málið við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Er þetta rétt, sem hefur hefur verið greint frá í morgun? „Ég get ekki tjáð mig um það. Ég get hins vegar sagt að ég hef átt fundi með vararíkissaksóknara um stöðuna og lagt ákveðnar tillögur á borð, eins og hann hefur raunar staðfest sjálfur í fjölmiðlum. Það eru allnokkrar vikur síðan það var og ég á von á niðurstöðu á allra næstu dögum.“ Verkefni hennar í málinu hafi alltaf verið að tryggja það að ákæruvaldið sé áfram starfhæft í landinu og að varðveita traust og trúverðugleika þess. Hún eigi von á því að einhverjar lyktir fáist fljótlega í „þessu lagalega flókna máli.“ Gefur ekkert upp um samskipti við Ríkislögreglustjóra Getur þú sagt okkur hvort þú hafir fundað með Ríkislögreglustjóra um þetta mál? „Um þetta tiltekna mál? Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ segir dómsmálaráðherra en ítrekar að von sé á niðurstöðu í málinu á allra næstu dögum. Vísir hefur ekki náð tali að Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna málsins. Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við Vísi að embættið muni ekki tjá sig um málið. Öllum fyrirspurnum um það skuli beint til ráðuneytisins. Þá hefur ekki náðst í Helga Magnús. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Morgunblaðið hafði eftir heimildarmönnum sínum í morgun að Þorbjörg Sigríður hefði boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararríkissaksóknara stöðu vararíkislögreglustjóra til þess að lægja öldurnar á skrifstofu Ríkissaksóknara. Ekki hefur verið skipað í stöðu vararíkislögreglustjóra frá árinu 2010. Hefur setið auðum höndum í fleiri mánuði Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði á sunnudag að það myndi leysast á næstu dögum. Málið sé lagalega flókið Þorbjörg Sigríður ræddi málið við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Er þetta rétt, sem hefur hefur verið greint frá í morgun? „Ég get ekki tjáð mig um það. Ég get hins vegar sagt að ég hef átt fundi með vararíkissaksóknara um stöðuna og lagt ákveðnar tillögur á borð, eins og hann hefur raunar staðfest sjálfur í fjölmiðlum. Það eru allnokkrar vikur síðan það var og ég á von á niðurstöðu á allra næstu dögum.“ Verkefni hennar í málinu hafi alltaf verið að tryggja það að ákæruvaldið sé áfram starfhæft í landinu og að varðveita traust og trúverðugleika þess. Hún eigi von á því að einhverjar lyktir fáist fljótlega í „þessu lagalega flókna máli.“ Gefur ekkert upp um samskipti við Ríkislögreglustjóra Getur þú sagt okkur hvort þú hafir fundað með Ríkislögreglustjóra um þetta mál? „Um þetta tiltekna mál? Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ segir dómsmálaráðherra en ítrekar að von sé á niðurstöðu í málinu á allra næstu dögum. Vísir hefur ekki náð tali að Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna málsins. Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við Vísi að embættið muni ekki tjá sig um málið. Öllum fyrirspurnum um það skuli beint til ráðuneytisins. Þá hefur ekki náðst í Helga Magnús.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45