Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2025 10:01 Lögreglumenn bera mótmælendur á vegum No Borders út úr dómsmálaráðuneytinu í apríl 2019. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum þriggja mótmælenda sem hlutu dóma fyrir setumótmæli í dómsmálaráðuneytinu árið 2019 í Mannréttindadómstóli Evrópu. Dómstóllinn taldi ríkið ekki hafa brotið gegn samkomufrelsi mótmælendanna. Dómur Mannréttindadómstólsins hefur enn ekki verið birtur en á vefsíðu hans kemur fram að íslenska ríkið hafi ekki verið talið hafa gerst brotlegt við 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um samkomu- og félagafrelsi. Mótmælendurnir byggðu á því að íslensk stjórnvöld hefðu brotið gegn 10. og 11. grein sáttmálans. Tíunda greinin fjallar um tjáningarfrelsi. Mótmælendurnir þrír voru handteknir á setumótmælum samtakanna No Borders í anddyri dómsmálaráðuneytisins í apríl 2019. Kröfðust þeir fundar með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, til að ræða stöðu hælisleitenda. Lögreglumenn báru mótmælendur á endanum út úr ráðuneytinu. Þremenningarnir, þau Kári Orrason, Hildur Harðardóttir og Borys Andrzej Ejryszew voru síðar ákærð og fundin sek um að óhlýðnast lögreglu. Þeim var gert að greiða nokkur þúsund króna sekt. Ósk þeirra um leyfi til að áfrýja til Landsréttar var hafnað. Ekki sakfelld fyrir mótmælin sem slík Þau skutu málum sínum til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2021. Héldu þau því fram að saksókninni á hendur þeim hafi verið ætlað að þagga niður í pólitískum skoðunum þeirra og fæla aðra frá því að mótmæla í framtíðinni. Þá hefði þeim ekki verið gefinn nægilegur tími til þess að yfirgefa ráðuneytið sjálfviljug. Þótt sektin sem þau voru dæmd til greiða væri ekki há hefði töluverður málskostnaður fallið til við meðferð málsins fyrir dómstólum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að mótmælendurnir hefðu ekki verið sakfelldir fyrir að taka þátt í mótmælum heldur fyrir að neita að virða fyrirmæli lögreglu. Því var kröfu þeirra á grundvelli tjáningarfrelsisgreinar sáttmálans hafnað. Þá taldi dómstóllinn það ekki hafa verið ósanngjarnt af lögreglu að vísa fólkinu út eftir að ráðuneytinu var lokað fyrir almenningi. Mótmælendurnir hefðu getað haldið mótmælum sínum áfram fyrir utan ráðuneytið. Sektir þeirra hefðu jafnframt verið vægar og málskostnaður ekki óhóflega mikill. Því taldi dómstóllinn ríkið ekki hafa brotið réttindi fólksins. Í dómnum harmaði Mannréttindadómstóllinn að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi að nær engu leyti rökstutt dóm sinn yfir fólkinu. Engu að síður taldi dómstóllinn enga ástæðu til þess að vefengja niðurstöðu héraðsdóms um að fólkið hefði gerst brotlegt við lögreglulög. Fréttin hefur verið uppfærð. Mannréttindadómstóll Evrópu Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mannréttindi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Dómur Mannréttindadómstólsins hefur enn ekki verið birtur en á vefsíðu hans kemur fram að íslenska ríkið hafi ekki verið talið hafa gerst brotlegt við 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um samkomu- og félagafrelsi. Mótmælendurnir byggðu á því að íslensk stjórnvöld hefðu brotið gegn 10. og 11. grein sáttmálans. Tíunda greinin fjallar um tjáningarfrelsi. Mótmælendurnir þrír voru handteknir á setumótmælum samtakanna No Borders í anddyri dómsmálaráðuneytisins í apríl 2019. Kröfðust þeir fundar með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, til að ræða stöðu hælisleitenda. Lögreglumenn báru mótmælendur á endanum út úr ráðuneytinu. Þremenningarnir, þau Kári Orrason, Hildur Harðardóttir og Borys Andrzej Ejryszew voru síðar ákærð og fundin sek um að óhlýðnast lögreglu. Þeim var gert að greiða nokkur þúsund króna sekt. Ósk þeirra um leyfi til að áfrýja til Landsréttar var hafnað. Ekki sakfelld fyrir mótmælin sem slík Þau skutu málum sínum til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2021. Héldu þau því fram að saksókninni á hendur þeim hafi verið ætlað að þagga niður í pólitískum skoðunum þeirra og fæla aðra frá því að mótmæla í framtíðinni. Þá hefði þeim ekki verið gefinn nægilegur tími til þess að yfirgefa ráðuneytið sjálfviljug. Þótt sektin sem þau voru dæmd til greiða væri ekki há hefði töluverður málskostnaður fallið til við meðferð málsins fyrir dómstólum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að mótmælendurnir hefðu ekki verið sakfelldir fyrir að taka þátt í mótmælum heldur fyrir að neita að virða fyrirmæli lögreglu. Því var kröfu þeirra á grundvelli tjáningarfrelsisgreinar sáttmálans hafnað. Þá taldi dómstóllinn það ekki hafa verið ósanngjarnt af lögreglu að vísa fólkinu út eftir að ráðuneytinu var lokað fyrir almenningi. Mótmælendurnir hefðu getað haldið mótmælum sínum áfram fyrir utan ráðuneytið. Sektir þeirra hefðu jafnframt verið vægar og málskostnaður ekki óhóflega mikill. Því taldi dómstóllinn ríkið ekki hafa brotið réttindi fólksins. Í dómnum harmaði Mannréttindadómstóllinn að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi að nær engu leyti rökstutt dóm sinn yfir fólkinu. Engu að síður taldi dómstóllinn enga ástæðu til þess að vefengja niðurstöðu héraðsdóms um að fólkið hefði gerst brotlegt við lögreglulög. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mannréttindadómstóll Evrópu Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mannréttindi Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira