Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2025 10:01 Lögreglumenn bera mótmælendur á vegum No Borders út úr dómsmálaráðuneytinu í apríl 2019. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum þriggja mótmælenda sem hlutu dóma fyrir setumótmæli í dómsmálaráðuneytinu árið 2019 í Mannréttindadómstóli Evrópu. Dómstóllinn taldi ríkið ekki hafa brotið gegn samkomufrelsi mótmælendanna. Dómur Mannréttindadómstólsins hefur enn ekki verið birtur en á vefsíðu hans kemur fram að íslenska ríkið hafi ekki verið talið hafa gerst brotlegt við 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um samkomu- og félagafrelsi. Mótmælendurnir byggðu á því að íslensk stjórnvöld hefðu brotið gegn 10. og 11. grein sáttmálans. Tíunda greinin fjallar um tjáningarfrelsi. Mótmælendurnir þrír voru handteknir á setumótmælum samtakanna No Borders í anddyri dómsmálaráðuneytisins í apríl 2019. Kröfðust þeir fundar með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, til að ræða stöðu hælisleitenda. Lögreglumenn báru mótmælendur á endanum út úr ráðuneytinu. Þremenningarnir, þau Kári Orrason, Hildur Harðardóttir og Borys Andrzej Ejryszew voru síðar ákærð og fundin sek um að óhlýðnast lögreglu. Þeim var gert að greiða nokkur þúsund króna sekt. Ósk þeirra um leyfi til að áfrýja til Landsréttar var hafnað. Ekki sakfelld fyrir mótmælin sem slík Þau skutu málum sínum til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2021. Héldu þau því fram að saksókninni á hendur þeim hafi verið ætlað að þagga niður í pólitískum skoðunum þeirra og fæla aðra frá því að mótmæla í framtíðinni. Þá hefði þeim ekki verið gefinn nægilegur tími til þess að yfirgefa ráðuneytið sjálfviljug. Þótt sektin sem þau voru dæmd til greiða væri ekki há hefði töluverður málskostnaður fallið til við meðferð málsins fyrir dómstólum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að mótmælendurnir hefðu ekki verið sakfelldir fyrir að taka þátt í mótmælum heldur fyrir að neita að virða fyrirmæli lögreglu. Því var kröfu þeirra á grundvelli tjáningarfrelsisgreinar sáttmálans hafnað. Þá taldi dómstóllinn það ekki hafa verið ósanngjarnt af lögreglu að vísa fólkinu út eftir að ráðuneytinu var lokað fyrir almenningi. Mótmælendurnir hefðu getað haldið mótmælum sínum áfram fyrir utan ráðuneytið. Sektir þeirra hefðu jafnframt verið vægar og málskostnaður ekki óhóflega mikill. Því taldi dómstóllinn ríkið ekki hafa brotið réttindi fólksins. Í dómnum harmaði Mannréttindadómstóllinn að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi að nær engu leyti rökstutt dóm sinn yfir fólkinu. Engu að síður taldi dómstóllinn enga ástæðu til þess að vefengja niðurstöðu héraðsdóms um að fólkið hefði gerst brotlegt við lögreglulög. Fréttin hefur verið uppfærð. Mannréttindadómstóll Evrópu Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mannréttindi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Dómur Mannréttindadómstólsins hefur enn ekki verið birtur en á vefsíðu hans kemur fram að íslenska ríkið hafi ekki verið talið hafa gerst brotlegt við 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um samkomu- og félagafrelsi. Mótmælendurnir byggðu á því að íslensk stjórnvöld hefðu brotið gegn 10. og 11. grein sáttmálans. Tíunda greinin fjallar um tjáningarfrelsi. Mótmælendurnir þrír voru handteknir á setumótmælum samtakanna No Borders í anddyri dómsmálaráðuneytisins í apríl 2019. Kröfðust þeir fundar með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, til að ræða stöðu hælisleitenda. Lögreglumenn báru mótmælendur á endanum út úr ráðuneytinu. Þremenningarnir, þau Kári Orrason, Hildur Harðardóttir og Borys Andrzej Ejryszew voru síðar ákærð og fundin sek um að óhlýðnast lögreglu. Þeim var gert að greiða nokkur þúsund króna sekt. Ósk þeirra um leyfi til að áfrýja til Landsréttar var hafnað. Ekki sakfelld fyrir mótmælin sem slík Þau skutu málum sínum til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2021. Héldu þau því fram að saksókninni á hendur þeim hafi verið ætlað að þagga niður í pólitískum skoðunum þeirra og fæla aðra frá því að mótmæla í framtíðinni. Þá hefði þeim ekki verið gefinn nægilegur tími til þess að yfirgefa ráðuneytið sjálfviljug. Þótt sektin sem þau voru dæmd til greiða væri ekki há hefði töluverður málskostnaður fallið til við meðferð málsins fyrir dómstólum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að mótmælendurnir hefðu ekki verið sakfelldir fyrir að taka þátt í mótmælum heldur fyrir að neita að virða fyrirmæli lögreglu. Því var kröfu þeirra á grundvelli tjáningarfrelsisgreinar sáttmálans hafnað. Þá taldi dómstóllinn það ekki hafa verið ósanngjarnt af lögreglu að vísa fólkinu út eftir að ráðuneytinu var lokað fyrir almenningi. Mótmælendurnir hefðu getað haldið mótmælum sínum áfram fyrir utan ráðuneytið. Sektir þeirra hefðu jafnframt verið vægar og málskostnaður ekki óhóflega mikill. Því taldi dómstóllinn ríkið ekki hafa brotið réttindi fólksins. Í dómnum harmaði Mannréttindadómstóllinn að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi að nær engu leyti rökstutt dóm sinn yfir fólkinu. Engu að síður taldi dómstóllinn enga ástæðu til þess að vefengja niðurstöðu héraðsdóms um að fólkið hefði gerst brotlegt við lögreglulög. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mannréttindadómstóll Evrópu Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mannréttindi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira