Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. maí 2025 06:45 Mál Helga Magnúss Gunnarssonar hefur verið til vandræða hjá dómsmálaráðuneytinu í töluverðan tíma og er dómsmálaráðherra sagður ætla að leysa það með embættisfærslu. Vísir/Vilhelm/Einar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. Morgunblaðið greinir frá boði Þorbjargar og hefur það eftir heimildarmönnum sínum. Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þó ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði á sunnudag að það myndi leysast á næstu dögum. Nýtt embætti eða laun næstu níu ár Ráðherra er heimilt að flytja Helga Magnús til í embætti á grunni 20. greinar stjórnarskrár lýðveldisins. Þar stendur að embættismanni sé veittur kostur á að kjósa um embættisskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum. Vararíkissaksóknari er skipaður ævilangt en ríkisstarfsmönnum er gert að hætta þegar þeir eru sjötugir. Í Morgunblaðinu kemur fram að þiggi Helgi Magnús verði embætti vararíkislögreglustjóra en í það hefur ekki verið skipað frá 2010. Ekki er gert ráð fyrir embættinu í núverandi skipuriti embættis ríkislögreglustjóra. Þá kemur fram í blaðinu að hafni Helgi Magnús boði dómsmálaráðherra muni það tryggja honum full laun án vinnuframlags til sjötíu ára aldurs, eða næstu níu árin. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Helgi Magnús ekki tekið ákvörðun í málinu. Ekki fylgir sögunni hver afstaða ríkislögreglustjóra er í málinu. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá boði Þorbjargar og hefur það eftir heimildarmönnum sínum. Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þó ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði á sunnudag að það myndi leysast á næstu dögum. Nýtt embætti eða laun næstu níu ár Ráðherra er heimilt að flytja Helga Magnús til í embætti á grunni 20. greinar stjórnarskrár lýðveldisins. Þar stendur að embættismanni sé veittur kostur á að kjósa um embættisskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum. Vararíkissaksóknari er skipaður ævilangt en ríkisstarfsmönnum er gert að hætta þegar þeir eru sjötugir. Í Morgunblaðinu kemur fram að þiggi Helgi Magnús verði embætti vararíkislögreglustjóra en í það hefur ekki verið skipað frá 2010. Ekki er gert ráð fyrir embættinu í núverandi skipuriti embættis ríkislögreglustjóra. Þá kemur fram í blaðinu að hafni Helgi Magnús boði dómsmálaráðherra muni það tryggja honum full laun án vinnuframlags til sjötíu ára aldurs, eða næstu níu árin. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Helgi Magnús ekki tekið ákvörðun í málinu. Ekki fylgir sögunni hver afstaða ríkislögreglustjóra er í málinu.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01