Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson og Josephine Lilian Roloff skrifa 27. maí 2025 08:47 Nú er íslenska ferðasumarið að ganga í garð og fólk eflaust farið að gera plön fyrir hvert það eigi að ferðast í sumar. Í því tilefni langar Landvarðafélagi Íslands að segja nokkur orð um ábyrga ferðamennsku. Ábyrg ferðamennska snýr að því að bæta áfangastaði, bæði sem heimili og sem stað til að heimsækja. Hugtakið var skilgreind árið 2002 í Höfðaborg samhliða heimsráðstefnunni um sjálfbæra þróun. Hugmyndin um umhyggju, ábyrgð og forsjárhyggju fyrir útivist er þó ekki ný af nálinni, en hún hefur verið samgróin lífsháttum margra samfélaga frumbyggja í margar aldir. Í kjölfar „no trace” áætlunarinnar, sem var þróuð í Bandaríkjunum á níunda áratugnum fyrir ferðalög um óbyggðir, voru sjálfseignarsamtökin Leave No Trace stofnuð árið 1994. Hafa þau sérhæft sig í menntun og fræðslu í náttúruvernd. Samtökin hafa meðal annars þróað nokkrar meginreglur sem snúa að ferðalögum í óbyggðum. Landvarðafélag Íslands hefur tekið þessar reglur upp og aðlagað að íslenskum ferðalögum. Fyrir það fyrsta, þá kemur góður undirbúningur og skipulag að góðum notum við að ná markmiðum ferðalagsins og lágmarka rask á náttúrunni. Kynntu þér þær reglur sem gilda um fyrirhugað ferðasvæði, þekktu veðurspána en vertu jafnframt undirbúinn fyrir erfiðari veðurskilyrðum og hafðu nauðsynlegar neyðarbirgðir meðferðis. Það getur verið í formi mats, fatnaðs og annars búnaðs. Eru leiðsögutækin þín fullhlaðin og ertu með kort og áttavita með þér ef raftækin klikka? Veit einhver um þín ferðaplön? Ef ekki gæti verið sniðugt að skrá ferðina á Safetravel.is. Sem ábyrgur ferðamaður ferðast þú með sem minnstum áhrifum á umhverfið þitt. Haltu þér á merktum stígum og tjaldsvæðum, sé slíkt til staðar. Ef engin tjaldsvæði eru til staðar skaltu velja tjaldstaðinn vel. Forðast skal að tjalda á viðkvæmum gróðum og passað skal upp á að skilja ekkert eftir. Þeir sem ferðast um á vélknúnum farartækjum er skylt samkvæmt lögum að tjalda ávalt á merktum tjaldsvæðum og aka á merktum vegum. Taktu ábyrgð á þínu eigin rusli, mannlegum úrgangi þar meðtöldum. Gott er að vita fyrirfram hvar salernisaðstaða sé til staðar. Ef náttúran kallar, felldu úrganginn í holu og hyldu hann. Í stað þess að skilja salernispappír eftir skaltu taka hann með eða kveikja í og brenna. Allt rusl skal taka með til byggða. Að lokum ætti virðing fyrir lífi og landslagi að endurspeglast í hegðun og á ferðalögum í náttúrunni. Höldum fjarlægð frá villtum dýrum en eltum þau hvorki né fóðrum. Við stígum ekki á mosa eða annan viðkvæman gróður og fjarlægjum hvorki plöntur né steina. Við breytum ekki landslaginu og sleppum því að byggja vörður, þó þær kunni að þykja fallegar. Verum einnig meðvituð um um þau áhrif sem við getum haft á svæði með því að deila myndum af þeim á samfélagsmiðlum og notum tækifærið til að hafa góð áhrif. Töfrar íslenskrar náttúru leynast í hverju horni og það eru forréttindi að búa í landi sem skartar jafn fegurri og fjölbreyttri náttúru. Í því felst einnig ábyrgð og þurfum við öll að hjálpast að til að hægt sé að njóta hennar áfram um ókomna tíð. Gleðilegt ferðasumar! Höfundar eru stjórnarmenn í Landvarðafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Ferðaþjónusta Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nú er íslenska ferðasumarið að ganga í garð og fólk eflaust farið að gera plön fyrir hvert það eigi að ferðast í sumar. Í því tilefni langar Landvarðafélagi Íslands að segja nokkur orð um ábyrga ferðamennsku. Ábyrg ferðamennska snýr að því að bæta áfangastaði, bæði sem heimili og sem stað til að heimsækja. Hugtakið var skilgreind árið 2002 í Höfðaborg samhliða heimsráðstefnunni um sjálfbæra þróun. Hugmyndin um umhyggju, ábyrgð og forsjárhyggju fyrir útivist er þó ekki ný af nálinni, en hún hefur verið samgróin lífsháttum margra samfélaga frumbyggja í margar aldir. Í kjölfar „no trace” áætlunarinnar, sem var þróuð í Bandaríkjunum á níunda áratugnum fyrir ferðalög um óbyggðir, voru sjálfseignarsamtökin Leave No Trace stofnuð árið 1994. Hafa þau sérhæft sig í menntun og fræðslu í náttúruvernd. Samtökin hafa meðal annars þróað nokkrar meginreglur sem snúa að ferðalögum í óbyggðum. Landvarðafélag Íslands hefur tekið þessar reglur upp og aðlagað að íslenskum ferðalögum. Fyrir það fyrsta, þá kemur góður undirbúningur og skipulag að góðum notum við að ná markmiðum ferðalagsins og lágmarka rask á náttúrunni. Kynntu þér þær reglur sem gilda um fyrirhugað ferðasvæði, þekktu veðurspána en vertu jafnframt undirbúinn fyrir erfiðari veðurskilyrðum og hafðu nauðsynlegar neyðarbirgðir meðferðis. Það getur verið í formi mats, fatnaðs og annars búnaðs. Eru leiðsögutækin þín fullhlaðin og ertu með kort og áttavita með þér ef raftækin klikka? Veit einhver um þín ferðaplön? Ef ekki gæti verið sniðugt að skrá ferðina á Safetravel.is. Sem ábyrgur ferðamaður ferðast þú með sem minnstum áhrifum á umhverfið þitt. Haltu þér á merktum stígum og tjaldsvæðum, sé slíkt til staðar. Ef engin tjaldsvæði eru til staðar skaltu velja tjaldstaðinn vel. Forðast skal að tjalda á viðkvæmum gróðum og passað skal upp á að skilja ekkert eftir. Þeir sem ferðast um á vélknúnum farartækjum er skylt samkvæmt lögum að tjalda ávalt á merktum tjaldsvæðum og aka á merktum vegum. Taktu ábyrgð á þínu eigin rusli, mannlegum úrgangi þar meðtöldum. Gott er að vita fyrirfram hvar salernisaðstaða sé til staðar. Ef náttúran kallar, felldu úrganginn í holu og hyldu hann. Í stað þess að skilja salernispappír eftir skaltu taka hann með eða kveikja í og brenna. Allt rusl skal taka með til byggða. Að lokum ætti virðing fyrir lífi og landslagi að endurspeglast í hegðun og á ferðalögum í náttúrunni. Höldum fjarlægð frá villtum dýrum en eltum þau hvorki né fóðrum. Við stígum ekki á mosa eða annan viðkvæman gróður og fjarlægjum hvorki plöntur né steina. Við breytum ekki landslaginu og sleppum því að byggja vörður, þó þær kunni að þykja fallegar. Verum einnig meðvituð um um þau áhrif sem við getum haft á svæði með því að deila myndum af þeim á samfélagsmiðlum og notum tækifærið til að hafa góð áhrif. Töfrar íslenskrar náttúru leynast í hverju horni og það eru forréttindi að búa í landi sem skartar jafn fegurri og fjölbreyttri náttúru. Í því felst einnig ábyrgð og þurfum við öll að hjálpast að til að hægt sé að njóta hennar áfram um ókomna tíð. Gleðilegt ferðasumar! Höfundar eru stjórnarmenn í Landvarðafélagi Íslands.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun