Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 22:40 Rekstur kísilversins verður stöðvaður í júlí. VÍSIR/VILHELM PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „PCC BakkiSilicon hf. hefur kynnt áform sín um tímabundna rekstrarstöðvun hjá PCC á Bakka á Húsavík frá miðjum júlí 2025. Ákvörðunin er tekin vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og nýlegra raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs,“ segir í tilkynningunni. Innflutningur frá Kína segi sitt Þá hafi ódýr innflutningur á niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, með lakari sjálfbærni- og umhverfisstöðlum, haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld hraði skoðun á markaðsaðstæðum sem fyrirtæki eins og PCC Bakki glími við vegna þessa. Félagið hafði áður kært innflutning á kísilmálmi hingað til lands á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem fjallar nú um málið. Eins hafi samtök kísilmálmframleiðenda í Evrópu óskað eftir verndartollum til að koma í veg fyrir að framleiðsla í Evrópusambandinu leggist af með öllu. Tilbúin að byrja aftur „Á meðan á rekstrarstöðvun stendur verður unnið áfram að umbótaverkefnum, rýni ferla, þjálfunarefni og endurskipulagningu rekstursins í heild. Er þetta gert til þess að vera í stakk búin til að hefja starfsemi að nýju með skömmum fyrirvara um leið og aðstæður leyfa. PCC SE er áfram staðráðið í að þróa verksmiðjuna til framtíðar enda er á Bakka rekin ein nútímalegasta og umhverfisvænasta kísilmálmframleiðsla heims.“ Með rekstrarstöðvuninni mun um 80 starfsmönnum verða sagt upp. Í tilkynningu segir að PCC harmi þau áhrif sem stöðvunin hefur á starfsfólk og fjölskyldur þess í nærumhverfinu, og þar með samfélagið allt. „PCC SE hefur verið í stöðugu samtali við lykilhagsmunaaðila og mun halda því áfram með það markmið að finna sameiginlega lausn til að endurræsa starfsemi þegar markaðsaðstæður leyfa.“ Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Rekstrarstöðvun er sögð yfirvofandi hjá kísilveri PCC BakkaSilicon á Húsavík á næstunni. 8. maí 2025 07:21 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „PCC BakkiSilicon hf. hefur kynnt áform sín um tímabundna rekstrarstöðvun hjá PCC á Bakka á Húsavík frá miðjum júlí 2025. Ákvörðunin er tekin vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og nýlegra raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs,“ segir í tilkynningunni. Innflutningur frá Kína segi sitt Þá hafi ódýr innflutningur á niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, með lakari sjálfbærni- og umhverfisstöðlum, haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld hraði skoðun á markaðsaðstæðum sem fyrirtæki eins og PCC Bakki glími við vegna þessa. Félagið hafði áður kært innflutning á kísilmálmi hingað til lands á undirverði til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem fjallar nú um málið. Eins hafi samtök kísilmálmframleiðenda í Evrópu óskað eftir verndartollum til að koma í veg fyrir að framleiðsla í Evrópusambandinu leggist af með öllu. Tilbúin að byrja aftur „Á meðan á rekstrarstöðvun stendur verður unnið áfram að umbótaverkefnum, rýni ferla, þjálfunarefni og endurskipulagningu rekstursins í heild. Er þetta gert til þess að vera í stakk búin til að hefja starfsemi að nýju með skömmum fyrirvara um leið og aðstæður leyfa. PCC SE er áfram staðráðið í að þróa verksmiðjuna til framtíðar enda er á Bakka rekin ein nútímalegasta og umhverfisvænasta kísilmálmframleiðsla heims.“ Með rekstrarstöðvuninni mun um 80 starfsmönnum verða sagt upp. Í tilkynningu segir að PCC harmi þau áhrif sem stöðvunin hefur á starfsfólk og fjölskyldur þess í nærumhverfinu, og þar með samfélagið allt. „PCC SE hefur verið í stöðugu samtali við lykilhagsmunaaðila og mun halda því áfram með það markmið að finna sameiginlega lausn til að endurræsa starfsemi þegar markaðsaðstæður leyfa.“
Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Rekstrarstöðvun er sögð yfirvofandi hjá kísilveri PCC BakkaSilicon á Húsavík á næstunni. 8. maí 2025 07:21 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Rekstrarstöðvun er sögð yfirvofandi hjá kísilveri PCC BakkaSilicon á Húsavík á næstunni. 8. maí 2025 07:21