Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 27. maí 2025 07:32 Viðskiptaráð birti í síðustu viku úttekt á uppsagnarvernd opinberra starfsmanna. Þar kemur fram að opinberir starfsmenn njóta ríkari uppsagnarverndar en starfsfólk í einkageiranum. Þessi umframvernd veldur því að „svartir sauðir“ (sem blaðamaður Vísis kallaði slúbberta) sitja áfram í störfum sínum þrátt fyrir misbresti eða brot gegn starfsskyldum. Það hefur neikvæðar afleiðingar fyrir samstarfsfólk og þá sem reiða sig á opinbera þjónustu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Margir fögnuðu úttektinni og tóku undir tillögur ráðsins um afnám umframverndarinnar. En einnig kom fram gagnrýni. Þar báru hæst athugasemdir formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) auk þess sem hagfræðingur bandalagsins birti aðsenda grein hér á Vísi. Rétt er að fara yfir athugasemdir þeirra. Uppsögnum nær aldrei beitt BSRB segir að ekkert hindri stjórnendur hjá hinu opinbera við að segja upp starfsfólki sé þess þörf, þeir nýti einfaldlega ekki þau verkfæri sem þeim standa til boða. En stjórnendurnir sjálfir segja annað. Í úttektinni kemur fram að í könnun meðal forstöðumanna ríkisstofnana töldu 81% þeirra sem tóku afstöðu að framkvæmd áminninga og uppsagna væri flókin og því sé erfitt að beita þeim. Þessi afstaða rímar vel við þá staðreynd að frá 2004 til 2009 fengu einungis 17 af 18.000 ríkisstarfsmönnum áminningu. Þar sem lögmæt uppsögn vegna ófullnægjandi frammistöðu eða brots í starfi getur einungis farið fram eftir áminningu er tíðni slíkra uppsagna lægri en 0,02% á ári. Ólíkt því sem BSRB heldur fram er uppsagnarvernd opinberra starfsmanna svo rík að uppsögnum er nær aldrei beitt. „Svartir sauðir“ hafa neikvæð áhrif alls staðar BSRB segir einnig að ekki sé hægt að heimfæra erlendar rannsóknir á Ísland til að áætla kostnað við ríkari uppsagnarvernd. En öllum rannsóknum sem við vísuðum til ber saman um eitt: ríkari uppsagnarvernd kemur niður á gæðum og afköstum á vinnustöðum. Það er vegna „svartra sauða“ sem haldast áfram í starfi, skila litlum afköstum og hafa neikvæð áhrif á samstarfsfólk sitt. Ekki er ljóst hvers vegna Ísland ætti að vera frábrugðið öðrum ríkjum í þessum efnum. Enda bera innlendar heimildir að sama brunni; 73% forstöðumanna ríkisstofnana sem tóku afstöðu í fyrrnefndri könnun telja núverandi lög um ríkisstarfsmenn vinna gegn skilvirkum ríkisrekstri. „Svartir sauðir“ hafa því neikvæð áhrif hér sem annars staðar; Viðskiptaráð áætlar að áhrifin nemi 5-7% launakostnaðar. Um tölur og tölfræði BSRB segir Viðskiptaráð nota rangar tölur um hlutfall opinberra starfsmanna og launakostnað ríkis og sveitarfélaga árið 2025. Hlufallið sem Viðskiptaráð notast við er nálgun sem byggir á gögnum frá Hagstofunni. Úttektin snýst um breytingu á þessu hlutfalli frá árinu 1954 og í því samhengi eru tölur Hagstofunnar eini nothæfi mælikvarðinn, því aðrar tölur ná ekki svo langt aftur í tímann. Þá segir BSRB að tölur Viðskiptaráðs um 688 ma. kr. launakostnað hins opinbera árið 2025, sem ráðið notar til að áætla kostnað umframverndar, séu 40 milljörðum of háar. En þar er byggt á tölum sem eru orðnar úreltar. Heimild Viðskiptaráðs er fjármálaáætlun, sem inniheldur nýjasta mat fjármálaráðuneytisins á þessum kostnaði. Breyttir tímar kalla á breytta löggjöf BSRB endar á að halda því fram að Viðskiptaráð segi að rík uppsagnarvernd hafi orsakað fjölgun opinberra starfsmanna undanfarna áratugi. En því fer fjarri. Viðskiptaráð setti aldur umframverndarinnar, sem er að mestu frá árinu 1954, í samhengi við mikla fjölgun og breytta samsetningu starfa hjá hinu opinbera til að draga fram þá staðreynd að hún þarfnist endurskoðunar. Ríkisendurskoðun hefur bent á hið sama, en stofnunin segir eftirfarandi í úttekt sinni á mannauðsmálum ríkisins: „Full ástæða [er] til að endurmeta út frá almannahagsmunum sem og reynslunni af áminningarreglunum og stjórnsýslulögunum hvort ekki sé tímabært að breyta þeim. Þau rök sem færð hafa verið fyrir réttarverndinni eiga ekki við um ýmis störf innan ríkisgeirans. Þessi störf, t.d. störf innan heilbrigðis- og menntakerfanna, eru þess eðlis að ekki verður talin hætta á að viðkomandi starfsmenn verði beittir pólitískum þrýstingi í starfi.“ Sex dæmi sýna misbrestina í dag Til viðbótar við úttekt í síðustu viku gaf Viðskiptaráð út í morgun sex smásögur sem byggja á dómum þar sem reyndi á umframvernd opinberra starfsmanna. Í öllum tilfellum voru misbrestir eða brot viðkomandi starfsmanns staðfest af dómstólum. Reglur um starfslok komu engu að síður í veg fyrir lögmæta uppsögn og hinu opinbera gert að greiða skaðabætur. Þar má finna afgreiðslumann í Vínbúðinni sem lagði samstarfsfólk sitt í einelti í tvígang, lögmann hjá Umboðsmanni skuldara sem fletti upp trúnaðargögnum um fyrrverandi maka í þrígang, starfsmann á sorpeyðingarstöð sem hengdi upp nektarplaköt gegn beiðnum, sýndi óviðeigandi framkomu gagnvart samstarfsfólki og vísaði viðskiptavinum frá að ósekju, strætóbílstjóra sem stytti sér leið og ók einungis helming leiðarinnar sem honum bar að aka, og sérfræðingi hjá Hagstofunni sem fletti upp launum samstarfsfólks í gagnagrunni sem hann fékk aðgang að fyrir hagtölugerð. Uppfærum lögin í takt við nútímann Það eru sameiginlegir hagsmunir allra að hið opinbera geti tekið á málum eins og hér eru talin upp. Það á sérstaklega við um þann yfirgnæfandi meirihluta opinberra starfsmanna sem sinna störfum sínum af heilindum og alúð. Þeir eiga skilið heilbrigt starfsumhverfi þar sem „svartir sauðir“ skemma ekki fyrir. Og það á ekki síður við um þá sem reiða sig á hið opinbera og fengju meiri og betri þjónustu fyrir vikið. Það er ánægjulegt að sjá bæði Ríkisendurskoðun og hagræðingarhóp ríkisstjórnarinnar tala fyrir endurskoðun þessarar uppsagnarverndar. Það rímar vel við vilja almennings; af 10.000 þátttakendum í kosningaprófi Viðskiptaráðs voru 70% fylgjandi því að draga úr uppsagnarvernd opinberra starfsmanna, 12% voru á móti. Vonandi lætur ríkisstjórnin kné fylgja kviði og færir þessi lagaákvæði í nútímalegt horf. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð birti í síðustu viku úttekt á uppsagnarvernd opinberra starfsmanna. Þar kemur fram að opinberir starfsmenn njóta ríkari uppsagnarverndar en starfsfólk í einkageiranum. Þessi umframvernd veldur því að „svartir sauðir“ (sem blaðamaður Vísis kallaði slúbberta) sitja áfram í störfum sínum þrátt fyrir misbresti eða brot gegn starfsskyldum. Það hefur neikvæðar afleiðingar fyrir samstarfsfólk og þá sem reiða sig á opinbera þjónustu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Margir fögnuðu úttektinni og tóku undir tillögur ráðsins um afnám umframverndarinnar. En einnig kom fram gagnrýni. Þar báru hæst athugasemdir formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) auk þess sem hagfræðingur bandalagsins birti aðsenda grein hér á Vísi. Rétt er að fara yfir athugasemdir þeirra. Uppsögnum nær aldrei beitt BSRB segir að ekkert hindri stjórnendur hjá hinu opinbera við að segja upp starfsfólki sé þess þörf, þeir nýti einfaldlega ekki þau verkfæri sem þeim standa til boða. En stjórnendurnir sjálfir segja annað. Í úttektinni kemur fram að í könnun meðal forstöðumanna ríkisstofnana töldu 81% þeirra sem tóku afstöðu að framkvæmd áminninga og uppsagna væri flókin og því sé erfitt að beita þeim. Þessi afstaða rímar vel við þá staðreynd að frá 2004 til 2009 fengu einungis 17 af 18.000 ríkisstarfsmönnum áminningu. Þar sem lögmæt uppsögn vegna ófullnægjandi frammistöðu eða brots í starfi getur einungis farið fram eftir áminningu er tíðni slíkra uppsagna lægri en 0,02% á ári. Ólíkt því sem BSRB heldur fram er uppsagnarvernd opinberra starfsmanna svo rík að uppsögnum er nær aldrei beitt. „Svartir sauðir“ hafa neikvæð áhrif alls staðar BSRB segir einnig að ekki sé hægt að heimfæra erlendar rannsóknir á Ísland til að áætla kostnað við ríkari uppsagnarvernd. En öllum rannsóknum sem við vísuðum til ber saman um eitt: ríkari uppsagnarvernd kemur niður á gæðum og afköstum á vinnustöðum. Það er vegna „svartra sauða“ sem haldast áfram í starfi, skila litlum afköstum og hafa neikvæð áhrif á samstarfsfólk sitt. Ekki er ljóst hvers vegna Ísland ætti að vera frábrugðið öðrum ríkjum í þessum efnum. Enda bera innlendar heimildir að sama brunni; 73% forstöðumanna ríkisstofnana sem tóku afstöðu í fyrrnefndri könnun telja núverandi lög um ríkisstarfsmenn vinna gegn skilvirkum ríkisrekstri. „Svartir sauðir“ hafa því neikvæð áhrif hér sem annars staðar; Viðskiptaráð áætlar að áhrifin nemi 5-7% launakostnaðar. Um tölur og tölfræði BSRB segir Viðskiptaráð nota rangar tölur um hlutfall opinberra starfsmanna og launakostnað ríkis og sveitarfélaga árið 2025. Hlufallið sem Viðskiptaráð notast við er nálgun sem byggir á gögnum frá Hagstofunni. Úttektin snýst um breytingu á þessu hlutfalli frá árinu 1954 og í því samhengi eru tölur Hagstofunnar eini nothæfi mælikvarðinn, því aðrar tölur ná ekki svo langt aftur í tímann. Þá segir BSRB að tölur Viðskiptaráðs um 688 ma. kr. launakostnað hins opinbera árið 2025, sem ráðið notar til að áætla kostnað umframverndar, séu 40 milljörðum of háar. En þar er byggt á tölum sem eru orðnar úreltar. Heimild Viðskiptaráðs er fjármálaáætlun, sem inniheldur nýjasta mat fjármálaráðuneytisins á þessum kostnaði. Breyttir tímar kalla á breytta löggjöf BSRB endar á að halda því fram að Viðskiptaráð segi að rík uppsagnarvernd hafi orsakað fjölgun opinberra starfsmanna undanfarna áratugi. En því fer fjarri. Viðskiptaráð setti aldur umframverndarinnar, sem er að mestu frá árinu 1954, í samhengi við mikla fjölgun og breytta samsetningu starfa hjá hinu opinbera til að draga fram þá staðreynd að hún þarfnist endurskoðunar. Ríkisendurskoðun hefur bent á hið sama, en stofnunin segir eftirfarandi í úttekt sinni á mannauðsmálum ríkisins: „Full ástæða [er] til að endurmeta út frá almannahagsmunum sem og reynslunni af áminningarreglunum og stjórnsýslulögunum hvort ekki sé tímabært að breyta þeim. Þau rök sem færð hafa verið fyrir réttarverndinni eiga ekki við um ýmis störf innan ríkisgeirans. Þessi störf, t.d. störf innan heilbrigðis- og menntakerfanna, eru þess eðlis að ekki verður talin hætta á að viðkomandi starfsmenn verði beittir pólitískum þrýstingi í starfi.“ Sex dæmi sýna misbrestina í dag Til viðbótar við úttekt í síðustu viku gaf Viðskiptaráð út í morgun sex smásögur sem byggja á dómum þar sem reyndi á umframvernd opinberra starfsmanna. Í öllum tilfellum voru misbrestir eða brot viðkomandi starfsmanns staðfest af dómstólum. Reglur um starfslok komu engu að síður í veg fyrir lögmæta uppsögn og hinu opinbera gert að greiða skaðabætur. Þar má finna afgreiðslumann í Vínbúðinni sem lagði samstarfsfólk sitt í einelti í tvígang, lögmann hjá Umboðsmanni skuldara sem fletti upp trúnaðargögnum um fyrrverandi maka í þrígang, starfsmann á sorpeyðingarstöð sem hengdi upp nektarplaköt gegn beiðnum, sýndi óviðeigandi framkomu gagnvart samstarfsfólki og vísaði viðskiptavinum frá að ósekju, strætóbílstjóra sem stytti sér leið og ók einungis helming leiðarinnar sem honum bar að aka, og sérfræðingi hjá Hagstofunni sem fletti upp launum samstarfsfólks í gagnagrunni sem hann fékk aðgang að fyrir hagtölugerð. Uppfærum lögin í takt við nútímann Það eru sameiginlegir hagsmunir allra að hið opinbera geti tekið á málum eins og hér eru talin upp. Það á sérstaklega við um þann yfirgnæfandi meirihluta opinberra starfsmanna sem sinna störfum sínum af heilindum og alúð. Þeir eiga skilið heilbrigt starfsumhverfi þar sem „svartir sauðir“ skemma ekki fyrir. Og það á ekki síður við um þá sem reiða sig á hið opinbera og fengju meiri og betri þjónustu fyrir vikið. Það er ánægjulegt að sjá bæði Ríkisendurskoðun og hagræðingarhóp ríkisstjórnarinnar tala fyrir endurskoðun þessarar uppsagnarverndar. Það rímar vel við vilja almennings; af 10.000 þátttakendum í kosningaprófi Viðskiptaráðs voru 70% fylgjandi því að draga úr uppsagnarvernd opinberra starfsmanna, 12% voru á móti. Vonandi lætur ríkisstjórnin kné fylgja kviði og færir þessi lagaákvæði í nútímalegt horf. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun