Erfiðast að læra íslenskuna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2025 15:16 Ngan Kieu Tran, Dana Zaher El Deen og Diana Al Barouki. Vísir/Sigurjón Þrjár stelpur sem allar fengu verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og eru nýbúnar að læra íslensku stefna allar á nám við sama háskólann. Þær segja vináttuna hafa gefið sér margt og segjast stoltar af því að tala íslensku. Vinkonurnar Ngan, Dana og Diana töluðu varla stakt orð í íslensku fyrir þremur árum þegar þær fluttu hingað til lands en hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma og útskrifuðust á dögunum með hæstu einkunn. Allar hlutu þær því verðlaun fyrir námsárangur en Ngan er frá Víetnam en þær Diana og Dana eru báðar frá Sweida í Sýrlandi þaðan sem þær flúðu vegna stríðsástands. Þær kynntust í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og segja að það að læra íslensku frá grunni hafi verið það erfiðasta við námið. „Fyrst þá var íslenskan erfið fyrir okkur en við lærðum mjög mikið og reyndum að tala miki við aðra á íslensku. Við tölum íslensku núna en það var líka erfitt að læra í öðrum fögum. Við þurfum að þýða til að muna hvað orðin á íslensku eru. Já við þurfum að þýða, skilja textann, hvað þessi texti er um og svo lesa það á íslensku til að læra meiri íslensku, svo það tók mjög mikinn tíma.“ Hjálpa nú öðrum við íslenskunám Íslenska og spænska voru í uppáhaldi hjá Diönu og Dönu en stærðfræðin í uppáhaldi hjá Ngan. Þær segjast hafa eytt miklum tíma saman í að læra og hjálpa hvor annarri og svo stefna þær allar á nám við Háskólann í Reykjavík í haust en þó ekki sama námið. „Þegar ég var að sækja um nám, þá sá ég heilbrigðisverkfræði og ég held að það sé fyrir mig,“ segir Ngan. Dana segist ætla í lögfræði en Diana í tölvunarfræði. Þær segjast stoltar af því að tala íslensku og hjálpa öðrum nú að læra málið í tungumálaskóla. „Þetta er spennandi af því við búum hér og þurfum að tala íslensku, þetta er eins og annað heimili fyrir okkur. Já við viljum vera hér á Íslandi alltaf, við elskum Ísland og Íslendinga og viljum auðvitað tala við þau á íslensku en ekki á öðru tungumáli.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Dúxar Tengdar fréttir Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. 24. maí 2025 11:35 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Vinkonurnar Ngan, Dana og Diana töluðu varla stakt orð í íslensku fyrir þremur árum þegar þær fluttu hingað til lands en hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma og útskrifuðust á dögunum með hæstu einkunn. Allar hlutu þær því verðlaun fyrir námsárangur en Ngan er frá Víetnam en þær Diana og Dana eru báðar frá Sweida í Sýrlandi þaðan sem þær flúðu vegna stríðsástands. Þær kynntust í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og segja að það að læra íslensku frá grunni hafi verið það erfiðasta við námið. „Fyrst þá var íslenskan erfið fyrir okkur en við lærðum mjög mikið og reyndum að tala miki við aðra á íslensku. Við tölum íslensku núna en það var líka erfitt að læra í öðrum fögum. Við þurfum að þýða til að muna hvað orðin á íslensku eru. Já við þurfum að þýða, skilja textann, hvað þessi texti er um og svo lesa það á íslensku til að læra meiri íslensku, svo það tók mjög mikinn tíma.“ Hjálpa nú öðrum við íslenskunám Íslenska og spænska voru í uppáhaldi hjá Diönu og Dönu en stærðfræðin í uppáhaldi hjá Ngan. Þær segjast hafa eytt miklum tíma saman í að læra og hjálpa hvor annarri og svo stefna þær allar á nám við Háskólann í Reykjavík í haust en þó ekki sama námið. „Þegar ég var að sækja um nám, þá sá ég heilbrigðisverkfræði og ég held að það sé fyrir mig,“ segir Ngan. Dana segist ætla í lögfræði en Diana í tölvunarfræði. Þær segjast stoltar af því að tala íslensku og hjálpa öðrum nú að læra málið í tungumálaskóla. „Þetta er spennandi af því við búum hér og þurfum að tala íslensku, þetta er eins og annað heimili fyrir okkur. Já við viljum vera hér á Íslandi alltaf, við elskum Ísland og Íslendinga og viljum auðvitað tala við þau á íslensku en ekki á öðru tungumáli.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Dúxar Tengdar fréttir Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. 24. maí 2025 11:35 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. 24. maí 2025 11:35