Erfiðast að læra íslenskuna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2025 15:16 Ngan Kieu Tran, Dana Zaher El Deen og Diana Al Barouki. Vísir/Sigurjón Þrjár stelpur sem allar fengu verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og eru nýbúnar að læra íslensku stefna allar á nám við sama háskólann. Þær segja vináttuna hafa gefið sér margt og segjast stoltar af því að tala íslensku. Vinkonurnar Ngan, Dana og Diana töluðu varla stakt orð í íslensku fyrir þremur árum þegar þær fluttu hingað til lands en hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma og útskrifuðust á dögunum með hæstu einkunn. Allar hlutu þær því verðlaun fyrir námsárangur en Ngan er frá Víetnam en þær Diana og Dana eru báðar frá Sweida í Sýrlandi þaðan sem þær flúðu vegna stríðsástands. Þær kynntust í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og segja að það að læra íslensku frá grunni hafi verið það erfiðasta við námið. „Fyrst þá var íslenskan erfið fyrir okkur en við lærðum mjög mikið og reyndum að tala miki við aðra á íslensku. Við tölum íslensku núna en það var líka erfitt að læra í öðrum fögum. Við þurfum að þýða til að muna hvað orðin á íslensku eru. Já við þurfum að þýða, skilja textann, hvað þessi texti er um og svo lesa það á íslensku til að læra meiri íslensku, svo það tók mjög mikinn tíma.“ Hjálpa nú öðrum við íslenskunám Íslenska og spænska voru í uppáhaldi hjá Diönu og Dönu en stærðfræðin í uppáhaldi hjá Ngan. Þær segjast hafa eytt miklum tíma saman í að læra og hjálpa hvor annarri og svo stefna þær allar á nám við Háskólann í Reykjavík í haust en þó ekki sama námið. „Þegar ég var að sækja um nám, þá sá ég heilbrigðisverkfræði og ég held að það sé fyrir mig,“ segir Ngan. Dana segist ætla í lögfræði en Diana í tölvunarfræði. Þær segjast stoltar af því að tala íslensku og hjálpa öðrum nú að læra málið í tungumálaskóla. „Þetta er spennandi af því við búum hér og þurfum að tala íslensku, þetta er eins og annað heimili fyrir okkur. Já við viljum vera hér á Íslandi alltaf, við elskum Ísland og Íslendinga og viljum auðvitað tala við þau á íslensku en ekki á öðru tungumáli.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Dúxar Tengdar fréttir Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. 24. maí 2025 11:35 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Vinkonurnar Ngan, Dana og Diana töluðu varla stakt orð í íslensku fyrir þremur árum þegar þær fluttu hingað til lands en hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma og útskrifuðust á dögunum með hæstu einkunn. Allar hlutu þær því verðlaun fyrir námsárangur en Ngan er frá Víetnam en þær Diana og Dana eru báðar frá Sweida í Sýrlandi þaðan sem þær flúðu vegna stríðsástands. Þær kynntust í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og segja að það að læra íslensku frá grunni hafi verið það erfiðasta við námið. „Fyrst þá var íslenskan erfið fyrir okkur en við lærðum mjög mikið og reyndum að tala miki við aðra á íslensku. Við tölum íslensku núna en það var líka erfitt að læra í öðrum fögum. Við þurfum að þýða til að muna hvað orðin á íslensku eru. Já við þurfum að þýða, skilja textann, hvað þessi texti er um og svo lesa það á íslensku til að læra meiri íslensku, svo það tók mjög mikinn tíma.“ Hjálpa nú öðrum við íslenskunám Íslenska og spænska voru í uppáhaldi hjá Diönu og Dönu en stærðfræðin í uppáhaldi hjá Ngan. Þær segjast hafa eytt miklum tíma saman í að læra og hjálpa hvor annarri og svo stefna þær allar á nám við Háskólann í Reykjavík í haust en þó ekki sama námið. „Þegar ég var að sækja um nám, þá sá ég heilbrigðisverkfræði og ég held að það sé fyrir mig,“ segir Ngan. Dana segist ætla í lögfræði en Diana í tölvunarfræði. Þær segjast stoltar af því að tala íslensku og hjálpa öðrum nú að læra málið í tungumálaskóla. „Þetta er spennandi af því við búum hér og þurfum að tala íslensku, þetta er eins og annað heimili fyrir okkur. Já við viljum vera hér á Íslandi alltaf, við elskum Ísland og Íslendinga og viljum auðvitað tala við þau á íslensku en ekki á öðru tungumáli.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Dúxar Tengdar fréttir Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. 24. maí 2025 11:35 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. 24. maí 2025 11:35