Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2025 14:05 Alma segir tilvísanakerfið hafa leitt til þess að börn efnaminni fjölskyldna biðu á meðan börn efnameiri fjölskyldna fengu þjónustu fyrr því hægt var að greiða fyrir hana. Vísir/Vilhelm Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur afnumið tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Samhliða verður skipaður starfshópur til að móta tillögur um hliðvörslu í heilbrigðiskerfinu til framtíðar. Formaður Félags heimilislækna fagnar ákvörðuninni. Með afnámi tilvísanaskyldu verður þjónusta sérgreinalækna við börn gjaldfrjáls, óháð tilvísun. Reglugerð um afnám tilvísanakerfis fyrir börn tekur gildi 1. júlí. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að tilvísanakerfið fyrir börn hafi tekið gildi árið 2017 og þá hafi verið horft til þess að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Vísa ætti fólki í annað úrræði gæti heilsugæslan ekki leyst vandann. Kerfið hafi verið tengt greiðsluþátttökukerfi og það því verið þannig að barn sem hitti sérfræðilækni með tilvísun greiddi ekkert fyrir það en barn sem fór án tilvísunar greiddi fyrir það. Fyrir ári síðan hafi tilvísanakerfi fyrir börn verið breytt í þeim tilgangi að einfalda það og auka skilvirkni. Meðal annars hafi tilvísanaskylda verið felld niður sem skilyrði fyrir greiðsluþátttöku hjá tilteknum sérfræðigreinum. Skiptar skoðanir hafi verið um árangur þeirra breytinga. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir í tilkynningunni ljóst að núverandi fyrirkomulag tilvísana barna hafi hvorki þjónað þeim tilgangi né skilað þeim árangri sem að var stefnt. Börn efnalítilla foreldra bíða Í dag leiði tilvísanakerfið til þess að börn efnalítilla foreldra sem þurfa tilvísun af fjárhagslegum ástæðum bíða í mörgum tilvikum lengur eftir þjónustu en börn foreldra sem hafa fjárhagslega burði til að fara með börn sín til sérfræðinga án tilvísunar og greiða fyrir þjónustuna. „Það þarf að ákveða hvernig megi haga hliðvörslu í heilbrigðiskerfinu á skynsamlegan, faglegan og skilvirkan hátt. Því hef ég ákveðið að stofna starfshóp um það málefni sem mikilvægt er að vinni hratt og vel og geti skilað tillögum fyrir lok þessa árs. Ég hef þegar átt viðtöl við forsvarsmenn lækna, þar á meðal formann félags heimilislækna og mun halda samtalinu áfram“ segir Alma D. Möller. Hún segir einnig nauðsynlegt að skoða hvernig efla megi þjónustu heilsugæslunnar til að sinna börnum og enn fremur að bæta vegvísun í heilbrigðiskerfinu gagnvart börnum og foreldrum þeirra. Alma leggur áherslu á að heilsugæslan getur leyst úr stærstum hluta erinda þeirra sem til hennar leita. Hún hvetur því foreldra til að nýta áfram góða þjónustu heilsugæslunnar fyrir börn sín. Heimilislæknar fagna „Við fögnum innilega þessari ákvörðun ráðherra og því að hlustað hafi verið á óskir heimilislækna um að auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og bæta þjónustu heilsugæslunnar með því að draga úr óþarfa pappírslálagi. Við hlökkum til frekara samstarfs,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Heilbrigðismál Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Með afnámi tilvísanaskyldu verður þjónusta sérgreinalækna við börn gjaldfrjáls, óháð tilvísun. Reglugerð um afnám tilvísanakerfis fyrir börn tekur gildi 1. júlí. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að tilvísanakerfið fyrir börn hafi tekið gildi árið 2017 og þá hafi verið horft til þess að heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Vísa ætti fólki í annað úrræði gæti heilsugæslan ekki leyst vandann. Kerfið hafi verið tengt greiðsluþátttökukerfi og það því verið þannig að barn sem hitti sérfræðilækni með tilvísun greiddi ekkert fyrir það en barn sem fór án tilvísunar greiddi fyrir það. Fyrir ári síðan hafi tilvísanakerfi fyrir börn verið breytt í þeim tilgangi að einfalda það og auka skilvirkni. Meðal annars hafi tilvísanaskylda verið felld niður sem skilyrði fyrir greiðsluþátttöku hjá tilteknum sérfræðigreinum. Skiptar skoðanir hafi verið um árangur þeirra breytinga. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir í tilkynningunni ljóst að núverandi fyrirkomulag tilvísana barna hafi hvorki þjónað þeim tilgangi né skilað þeim árangri sem að var stefnt. Börn efnalítilla foreldra bíða Í dag leiði tilvísanakerfið til þess að börn efnalítilla foreldra sem þurfa tilvísun af fjárhagslegum ástæðum bíða í mörgum tilvikum lengur eftir þjónustu en börn foreldra sem hafa fjárhagslega burði til að fara með börn sín til sérfræðinga án tilvísunar og greiða fyrir þjónustuna. „Það þarf að ákveða hvernig megi haga hliðvörslu í heilbrigðiskerfinu á skynsamlegan, faglegan og skilvirkan hátt. Því hef ég ákveðið að stofna starfshóp um það málefni sem mikilvægt er að vinni hratt og vel og geti skilað tillögum fyrir lok þessa árs. Ég hef þegar átt viðtöl við forsvarsmenn lækna, þar á meðal formann félags heimilislækna og mun halda samtalinu áfram“ segir Alma D. Möller. Hún segir einnig nauðsynlegt að skoða hvernig efla megi þjónustu heilsugæslunnar til að sinna börnum og enn fremur að bæta vegvísun í heilbrigðiskerfinu gagnvart börnum og foreldrum þeirra. Alma leggur áherslu á að heilsugæslan getur leyst úr stærstum hluta erinda þeirra sem til hennar leita. Hún hvetur því foreldra til að nýta áfram góða þjónustu heilsugæslunnar fyrir börn sín. Heimilislæknar fagna „Við fögnum innilega þessari ákvörðun ráðherra og því að hlustað hafi verið á óskir heimilislækna um að auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og bæta þjónustu heilsugæslunnar með því að draga úr óþarfa pappírslálagi. Við hlökkum til frekara samstarfs,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna.
Heilbrigðismál Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent