Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2025 18:47 Íslandsmeistarar enn og aftur. Vísir/Ernir Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn Haukum, 30-25. Valur vann úrslitaeinvígið 3-0 og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. Boðið var upp á mikla skemmtun í N1-höllinni í kvöld og augljóst að það var mikið undir. Liðin skiptust á að skora framan af leik og lengi vel var munurinn mest tvö mörk. Markmenn beggja liða voru í miklu stuði stærstan hluta fyrri hálfleiks, en Haukakonur virtust skrefinu framar. Gestirnir í Haukum náðu tveggja marka forystu í stöðunni 6-8 þegar um tólf mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá tók Valsliðið hins vegar leikhlé og eftir það fór lukkan að snúast þeim í hag. Valskonur skoruðu næstu tvö mörk eftir leikhléið og jöfnuðu metin. Haukar svöruðu með einu marki, en Valsliðið skoraði síðustu fjögur mörk hálfleiksins og leiddi því 14-11 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Haukar gerðu vel í að saxa á forskot Vals í upphafi síðari hálfleiks og minnkaði muninn niður í eitt mark þegar um tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Valskonur virðast þó alltaf eiga einn aukagír inni og heimakonur voru fljótar að svara fyrir sig. Valur náði fjögurra marka forskoti stuttu síðar og gestirnir virtust eiga fá svör. Haukar reyndu ýmsar útfærslur eftir hálfleikhléið, en Valsliðið átti alltaf svör. Ekki hjálpaði gestunum að Hafdís Renötudóttir datt í gír í marki Vals og þá var stríðið endanlega tapað. Valur vann að lokum fimm marka sigur, 30-25, og fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli í röð. Valur endar því á að vinna þrefalt þetta tímabilið, en liðið varð einnig deildar- og Evrópubikarmeistari. Atvik leiksins Atvik leiksins átti sér stað seint í síðari hálfleik, eða þegar rétt tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Úrslit leiksins voru þá svo gott sem ráðin, en stuðningsfólk Hauka ákvað að lengja kvöldið örlítið með því að sprengja konfettísprengjur yfir völlinn. Stöðva þrudti leikinn og Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, tók sér kúst í hönd til að létta undir með sjálfboðaliðum Vals. Hafdís Renötudóttir moppar gólfið.Vísir/HLG Stjörnur og skúrkar Heilt yfir spilaði Valsliðið frábæran leik í kvöld og erfitt að fara að velja úr. Hafdís Renötudóttir átti enn einn stórleikinn, Hildigunnur Einarsdóttir var eins og klettur í vörninni og sóknarlega gekk flest eins og í vel smurðri vél. Hjá Haukum dró Elín Klara Þorkelsdóttir vagninn eins og svo oft áður og skoraði ellefu mörk fyrir liðið. Hins vegar vantaði gestunum að fá meira frá öðrum fyrir utan. Inga Dís Jóhannsdóttir hefur oft átt betri daga og Sara Odden var fengin inn í sóknarleikinn í hennar stað, en það gekk ekki mikið metur. Dómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson höfðu góð tök á hlutunum í kvöld. Þetta var auðvitað stórleikur þar sem mikið var í húfi og á þannig stundum eiga hlutirnir til að leysast upp í vitleysu, en það var ekkert svoleiðis í kvöld. Stemning og umgjörð Stemningin í N1-höllinni var mikil, enda mikið undir í leik kvöldsins. Fólkið á pöllunum lét vel í sér heyra og eins og alltaf var umgjörð Vals til fyrirmyndar. Olís-deild kvenna Valur Haukar
Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn Haukum, 30-25. Valur vann úrslitaeinvígið 3-0 og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. Boðið var upp á mikla skemmtun í N1-höllinni í kvöld og augljóst að það var mikið undir. Liðin skiptust á að skora framan af leik og lengi vel var munurinn mest tvö mörk. Markmenn beggja liða voru í miklu stuði stærstan hluta fyrri hálfleiks, en Haukakonur virtust skrefinu framar. Gestirnir í Haukum náðu tveggja marka forystu í stöðunni 6-8 þegar um tólf mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá tók Valsliðið hins vegar leikhlé og eftir það fór lukkan að snúast þeim í hag. Valskonur skoruðu næstu tvö mörk eftir leikhléið og jöfnuðu metin. Haukar svöruðu með einu marki, en Valsliðið skoraði síðustu fjögur mörk hálfleiksins og leiddi því 14-11 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Haukar gerðu vel í að saxa á forskot Vals í upphafi síðari hálfleiks og minnkaði muninn niður í eitt mark þegar um tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Valskonur virðast þó alltaf eiga einn aukagír inni og heimakonur voru fljótar að svara fyrir sig. Valur náði fjögurra marka forskoti stuttu síðar og gestirnir virtust eiga fá svör. Haukar reyndu ýmsar útfærslur eftir hálfleikhléið, en Valsliðið átti alltaf svör. Ekki hjálpaði gestunum að Hafdís Renötudóttir datt í gír í marki Vals og þá var stríðið endanlega tapað. Valur vann að lokum fimm marka sigur, 30-25, og fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli í röð. Valur endar því á að vinna þrefalt þetta tímabilið, en liðið varð einnig deildar- og Evrópubikarmeistari. Atvik leiksins Atvik leiksins átti sér stað seint í síðari hálfleik, eða þegar rétt tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Úrslit leiksins voru þá svo gott sem ráðin, en stuðningsfólk Hauka ákvað að lengja kvöldið örlítið með því að sprengja konfettísprengjur yfir völlinn. Stöðva þrudti leikinn og Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, tók sér kúst í hönd til að létta undir með sjálfboðaliðum Vals. Hafdís Renötudóttir moppar gólfið.Vísir/HLG Stjörnur og skúrkar Heilt yfir spilaði Valsliðið frábæran leik í kvöld og erfitt að fara að velja úr. Hafdís Renötudóttir átti enn einn stórleikinn, Hildigunnur Einarsdóttir var eins og klettur í vörninni og sóknarlega gekk flest eins og í vel smurðri vél. Hjá Haukum dró Elín Klara Þorkelsdóttir vagninn eins og svo oft áður og skoraði ellefu mörk fyrir liðið. Hins vegar vantaði gestunum að fá meira frá öðrum fyrir utan. Inga Dís Jóhannsdóttir hefur oft átt betri daga og Sara Odden var fengin inn í sóknarleikinn í hennar stað, en það gekk ekki mikið metur. Dómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson höfðu góð tök á hlutunum í kvöld. Þetta var auðvitað stórleikur þar sem mikið var í húfi og á þannig stundum eiga hlutirnir til að leysast upp í vitleysu, en það var ekkert svoleiðis í kvöld. Stemning og umgjörð Stemningin í N1-höllinni var mikil, enda mikið undir í leik kvöldsins. Fólkið á pöllunum lét vel í sér heyra og eins og alltaf var umgjörð Vals til fyrirmyndar.