Tónlist

Sigur Rós í Handmaids Tale

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Hljómsveitin Sigur Rós er með lag í sjónvarpsseríunni Handmaids Tale.
Hljómsveitin Sigur Rós er með lag í sjónvarpsseríunni Handmaids Tale. Jeremychanphotography/Getty Images

Sjónvarpsserían The Handmaids Tale hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan og segir vægast sagt óhugnanlega sögu um dystópískan heim Gilead. Framleiðendur þáttanna virðast mjög hrifnir af íslenskri tónlist en hljómsveitin Sigur Rós á lag í nýjustu og jafnframt síðustu þáttaröðinni.

Aðdáendur biðu spenntir eftir þessari seríu í þrjú ár og virðist hún ekki valda vonbrigðum. 

Í fyrsta þætti er áhrifamikið lokaatriði sem ætti að hreyfa við aðdáendum þáttanna en undir hljómar lagið „Ára bátur“ með Sigur Rós af plötunni Með suð í eyrum við spilum endalaust frá 2008.

Hér má sjá lokaatriðið: 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslensk tónlist heyrist í dystópískum heimi Gilead. Hildur Guðnadóttir átti tvö lög í fyrstu þáttaröðinni „Erupting Light“ og ábreiðu af sálminum þekkta „Heyr himnasmiður“.

Lokaþáttaröðin af The Handmaids Tale er nú þegar hafin í Sjónvarpi Símans Premium en lokaþátturinn í þessari mögnuðu, óhugnanlegu og æsispennandi sögu kemur á miðvikudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.