Erlent

Mann­fall þegar skóla­bygging var sprengd

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Árásir Ísraela hafa haldið áfram síðustu daga þrátt fyrir ákall frá alþjóðasamfélaginu. 
Árásir Ísraela hafa haldið áfram síðustu daga þrátt fyrir ákall frá alþjóðasamfélaginu.  AP Photo/Ariel Schalit

Ísraelar héldu árásum sínu á Gasa svæðið áfram í nótt og hafa fregnir borist af tveimur aðskildum árásum þar sem um tuttugu og fjórir létu lífið að sögn sjúkraliða á svæðinu sem breska ríkistútvarpið ræddi við.

Meðal annars var sprengjum skotið á skóla í miðri Gasa-borg þar sem fjölskyldur á flótta hafa leitað skjóls. Fólkið hafði nýverið flúið bæinn Beit Lahia sem Ísrealar hafa gert harðar árásir á undanfarna daga. Talsmaður heimavarnaliðs Gasa, sem lýtur stjórn Hamas samtakanna segir að um tuttugu lík hafi fundist í rústum skólans og að börn hafi verið þar á meðal.

Ísraelsher hefur enn ekki tjáð sig um árásir næturinnar. Fregnir hafa borist af því að á meðal hinna látnu í skólanum hafi verið háttsettur Hamas-liði, Mohammad Al-Kasih, yfirmaður hjá lögreglunni á Gasa, ásamt eiginkonu og börnum.

Skömmu áður en skólinn var sprengdur var önnur árás gerð á heimili á svæðinu þar sem fjórir eru sagðir hafa dáið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×