Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir og Dagmar Valsdóttir skrifa 25. maí 2025 23:30 Grindavík stendur enn, með hjarta sem slær af ómælanlegum lífsvilja og seiglu. Þrátt fyrir að eldstöðin andi djúpt og götur bæjarins minni óneitanlega á senu úr kvikmynd. Kvikmynd sem enginn óskaði sér að leika í. Í Grindavík býr ótrúlegur lífskraftur – þar er samfélag sem hvorki hefur gefist upp né forðast áskoranirnar. Samfélag sem ætlar að halda áfram með bros á vör og von í hjarta. Já Grindavík lifir og þú getur verið hluti af því að svo verði áfram. Nú þegar sólin hækkar á lofti og sumarið bankar á dyrnar, býðst þér einstakt tækifæri. Tækifæri að vera hluti af endurreisn, nærveru og samhug sem skilar raunverulegum breytingum. Veitingastaðir hafa opnað dyr sínar á ný, gististaðir taka á móti gestum með hlýju og íbúar eru tilbúnir að fagna sumrinu með þér. Ef Grindavík hefur nokkurn tíma kallað á þig, þá er það núna. Tjaldsvæðið opnaði á föstudaginn var og með því kviknaði ný von. Þetta er tíminn til að trúa á bjartari daga. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér – en við vitum að núna er rétti tíminn, sumarið 2025 til að heimsækja Grindavík. Á visitgrindavik.is finnur þú allt það helsta – afþreyingu, upplifanir og veitingastaði sem bíða eftir að fá þig í heimsókn. Grindavík státar af einum vinsælasta golfvelli landsins, Húsatóftavelli, þar sem hraun og sjór mætast í stórbrotnu landslagi. Völlurinn dregur að sér kylfinga alls staðar að vegna náttúrufegurðar og krefjandi brauta. Í sumar verður sjómannahelgin haldin með hátíðardagskrá í fyrsta sinn frá því bærinn var rýmdur. Loks endurfundir sem við íbúar höfum lengi beðið eftir. Ferðin þín er meira en heimsókn – hún er þátttaka í endurreisn samfélags sem gefst ekki upp. Við bíðum eftir þér! Höfundar eru hluti af öflugu liði ferðaþjónustuaðila í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Grindavík stendur enn, með hjarta sem slær af ómælanlegum lífsvilja og seiglu. Þrátt fyrir að eldstöðin andi djúpt og götur bæjarins minni óneitanlega á senu úr kvikmynd. Kvikmynd sem enginn óskaði sér að leika í. Í Grindavík býr ótrúlegur lífskraftur – þar er samfélag sem hvorki hefur gefist upp né forðast áskoranirnar. Samfélag sem ætlar að halda áfram með bros á vör og von í hjarta. Já Grindavík lifir og þú getur verið hluti af því að svo verði áfram. Nú þegar sólin hækkar á lofti og sumarið bankar á dyrnar, býðst þér einstakt tækifæri. Tækifæri að vera hluti af endurreisn, nærveru og samhug sem skilar raunverulegum breytingum. Veitingastaðir hafa opnað dyr sínar á ný, gististaðir taka á móti gestum með hlýju og íbúar eru tilbúnir að fagna sumrinu með þér. Ef Grindavík hefur nokkurn tíma kallað á þig, þá er það núna. Tjaldsvæðið opnaði á föstudaginn var og með því kviknaði ný von. Þetta er tíminn til að trúa á bjartari daga. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér – en við vitum að núna er rétti tíminn, sumarið 2025 til að heimsækja Grindavík. Á visitgrindavik.is finnur þú allt það helsta – afþreyingu, upplifanir og veitingastaði sem bíða eftir að fá þig í heimsókn. Grindavík státar af einum vinsælasta golfvelli landsins, Húsatóftavelli, þar sem hraun og sjór mætast í stórbrotnu landslagi. Völlurinn dregur að sér kylfinga alls staðar að vegna náttúrufegurðar og krefjandi brauta. Í sumar verður sjómannahelgin haldin með hátíðardagskrá í fyrsta sinn frá því bærinn var rýmdur. Loks endurfundir sem við íbúar höfum lengi beðið eftir. Ferðin þín er meira en heimsókn – hún er þátttaka í endurreisn samfélags sem gefst ekki upp. Við bíðum eftir þér! Höfundar eru hluti af öflugu liði ferðaþjónustuaðila í Grindavík.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar