Reisa styttu af Birni í Kópavogi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 17:09 Á myndinni er hönnuðurinn Doddi digital og Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari. Instagram Handmótuð brjóstmynd af rapparanum Birni, steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi, verður fest á steinstöpul og henni fundinn staður undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari gerði styttuna en hún prýðir plötuumslagið á næstu plötu Birnis. Þórsteinn Svanhildarson, sem gengur undir listamannsnafninu Doddi digital, sá um hönnun og sjónræna útfærslu plötunnar. Það er listamaðurinn og ljósmyndarinn Doddi digital sem greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Hann segir að brjóstmyndin verði á plötuumslaginu á komandi plötu Birnis sem kemur út á þriðjudaginn næstkomandi 27. maí. Platan heitir „Dyrnar.“ „Umslag plötunnar er einstakt listaverk, handmótuð brjóstmynd af Birni eftir listakonuna Ragnhildi Stefánsdóttur. Brjóstmyndin var steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi og verður fest á steinstöpul og staðsett undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Nákvæm staðsetning og tímasetning verða kynnt síðar,“ segir Doddi. Svona verður plötuumslagið.Doddi digital Líkaminn í aðalhlutverki Doddi segir á plötunni snúi Birnir sér út á við og leggi áherslu á tengslin við umheiminn. Þess vegna sé líkaminn í aðalhlutverki á plötuumslaginu. „Holdið, sem hefur lengi verið eitt sterkasta tákn mannlegrar reynslu í myndlist, verður hér tákn fyrir styrk, næmni og lifandi tengingu við umhverfið og samtímann.“ Hún sé þannig frábrugðin fyrri plötu Birnis, Bushido, sem kom út árið 2021, en Doddi kom einnig að hönnun hennar. „Á Bushido, fyrra plötuumslagi okkar Birnis, var sjónum beint inn á við. Enda var meginþema plötunnar að mörgu leyti um tilfinningalíf listamannsins,“ segir Doddi. Doddi segir að honum líði eins og þeir hafi brotið blað, skrifað þeirra eigin sögu og skapað tímalaust og ódauðlegt verk. „Plötuumslagið er styttan, styttan er plötuumslagið. Físískt þrívítt verk, sem þið getið heimsótt, snert og upplifað á ykkar eigin forsendum.“„Þessi stytta er gjöf frá okkur til ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by Þórsteinn Svanhildarson (@doddi_digital) Þeir eru eflaust margir sem fagna því að fá loksins styttu af rappara reista á höfuðborgarsvæðinu, en í kjölfar þessara fregna er ekki úr vegi að rifja upp þegar tillaga Arons Kristins Jónssonar um að reisa styttu af Kanye West fyrir framan Vesturbæjarlaug varð í tvígang langvinsælasta tillagan í hverfiskosningum Reykjavíkurborgar. Hugmyndina sendi Aron upphaflega inn í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, árið 2020. Hún reyndist langvinsælasta tillaga í flokki Vesturbæjar með 772 atkvæði en þegar að því kom að setja saman hinn löglega kjörseðil Reykjavíkurborgar, var tillagan metin ótæk. Styttur og útilistaverk Kópavogur Tónlist Tengdar fréttir Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 8. október 2022 09:05 Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Það er listamaðurinn og ljósmyndarinn Doddi digital sem greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Hann segir að brjóstmyndin verði á plötuumslaginu á komandi plötu Birnis sem kemur út á þriðjudaginn næstkomandi 27. maí. Platan heitir „Dyrnar.“ „Umslag plötunnar er einstakt listaverk, handmótuð brjóstmynd af Birni eftir listakonuna Ragnhildi Stefánsdóttur. Brjóstmyndin var steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi og verður fest á steinstöpul og staðsett undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Nákvæm staðsetning og tímasetning verða kynnt síðar,“ segir Doddi. Svona verður plötuumslagið.Doddi digital Líkaminn í aðalhlutverki Doddi segir á plötunni snúi Birnir sér út á við og leggi áherslu á tengslin við umheiminn. Þess vegna sé líkaminn í aðalhlutverki á plötuumslaginu. „Holdið, sem hefur lengi verið eitt sterkasta tákn mannlegrar reynslu í myndlist, verður hér tákn fyrir styrk, næmni og lifandi tengingu við umhverfið og samtímann.“ Hún sé þannig frábrugðin fyrri plötu Birnis, Bushido, sem kom út árið 2021, en Doddi kom einnig að hönnun hennar. „Á Bushido, fyrra plötuumslagi okkar Birnis, var sjónum beint inn á við. Enda var meginþema plötunnar að mörgu leyti um tilfinningalíf listamannsins,“ segir Doddi. Doddi segir að honum líði eins og þeir hafi brotið blað, skrifað þeirra eigin sögu og skapað tímalaust og ódauðlegt verk. „Plötuumslagið er styttan, styttan er plötuumslagið. Físískt þrívítt verk, sem þið getið heimsótt, snert og upplifað á ykkar eigin forsendum.“„Þessi stytta er gjöf frá okkur til ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by Þórsteinn Svanhildarson (@doddi_digital) Þeir eru eflaust margir sem fagna því að fá loksins styttu af rappara reista á höfuðborgarsvæðinu, en í kjölfar þessara fregna er ekki úr vegi að rifja upp þegar tillaga Arons Kristins Jónssonar um að reisa styttu af Kanye West fyrir framan Vesturbæjarlaug varð í tvígang langvinsælasta tillagan í hverfiskosningum Reykjavíkurborgar. Hugmyndina sendi Aron upphaflega inn í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, árið 2020. Hún reyndist langvinsælasta tillaga í flokki Vesturbæjar með 772 atkvæði en þegar að því kom að setja saman hinn löglega kjörseðil Reykjavíkurborgar, var tillagan metin ótæk.
Styttur og útilistaverk Kópavogur Tónlist Tengdar fréttir Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 8. október 2022 09:05 Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 8. október 2022 09:05