Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. maí 2025 22:44 Álver Alcoa í Reyðarfirði. Vísir/Arnar Alcoa Fjarðaál hefur ákveðið að fella niður skaðabótamál sitt gegn Eimskip sem taka á fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur næsta þriðjudag. Alcoa hafði krafist rúmlega þriggja milljarða vegna tjóns af völdum samráðs Eimskipa og Samskipa á árunum 2008 til 2013. Árið 2023 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Eimskip og Samskip hefðu haft ólöglegt samráð á árunum 2008 til 2013. Ráðgjafafyrirtækið Analytica vann frummat fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR. Samkvæmt því hafði ólöglegt samráð Eimskipa og Samskipa kostað íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á fyrrnefndu tímabili. Að mati Analytica hafði samráðið leitt til þess að vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7 prósent umfram það sem gera hefði mátt ráð fyrir ef gjaldskrár skipafélaganna hefðu haldist óbreyttar að raungildi. Kostnaðarauki fyrirtækja í útflutningi var talinn hafa numið um 12,7 milljörðum, viðskiptavina í flutningsmiðlun um 3,7 milljörðun og viðskiptavina í landflutningum um 1,9 milljörðum. Þessar tölur eru á verðlagi annars ársfjórðungs ársins 2023. Í kjölfar þess að þetta frummat var birt stefndi Alcoa Fjarðaál Eimskipum og Samskipum og krafði félögin um tæplega 3,1 milljarð króna í skaðabætur. „Fjárkrafa Alcoa byggði alfarið á minnisblaði ráðgjafafyrirtækisins Analytica ehf., sem innihélt svonefnt frummat, frá 21. febrúar 2024. Ráðgjafafyrirtækið Hagrannsóknir sf., sem fræðimennirnir dr. Birgir Þór Runólfsson dósent og deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands og dr. Ragnar Árnason prófessor emeritus standa að, yfirfór umrætt minnisblað fyrir Eimskip og vann skýrslu um efni þess. Niðurstaða Hagrannsókna sf. var afgerandi um að vankantar í minnisblaði Analytica ehf. væru svo alvarlegir og ályktanir svo rangar að minnisblaðið væri í heild ónothæft sem mat á meintu tjóni,“ segir í tilkynningu frá Eimskipum. „Það var og er mat félagsins að ekkert tilefni hafi verið til málsóknar stefnanda, enda eru skilyrði skaðabótaskyldu ekki uppfyllt. Þá er ætlað fjártjón stefnanda og þar með fjárkrafan engum haldbærum gögnum studd,“ segir þá í tilkynningunni. Eimskip gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið árið 2021 vegna samráðsins meinta og greiddu Eimskip 1,5 milljarðs króna sekt vegna sáttarinnar. Samskip var upphaflega sektað um 4,2 milljarða króna en eftir að hafa áfrýjað málinu staðfesti áfrýjunarnefndin brot gegn samkeppnislögum og gerði Samskipum að greiða 2,3 milljarða króna sekt ásamt 100 milljóna króna sekt fyrr brot gegn upplýsingaskyldu. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Fjarðabyggð Áliðnaður Stóriðja Tengdar fréttir Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði stefnu Samskipa á hendur Eimskipi frá í dag. Samskip stefndi Eimskipi vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna sáttar Eimskips við Samkeppniseftirlitið. 11. desember 2024 13:23 Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu. 11. desember 2024 10:23 Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli Embætti héraðssaksóknara hefur ekki mannafla til þess að halda úti rannsókn á ólöglegu samráði Eimskipa og Samskipa á sama tíma og möguleg brot nálgast það að fyrnast. Sex starfsmönnum embættisins var sagt upp í fyrra vegna niðurskurðarkröfu stjórnvalda. 5. október 2024 07:03 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Árið 2023 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Eimskip og Samskip hefðu haft ólöglegt samráð á árunum 2008 til 2013. Ráðgjafafyrirtækið Analytica vann frummat fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR. Samkvæmt því hafði ólöglegt samráð Eimskipa og Samskipa kostað íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á fyrrnefndu tímabili. Að mati Analytica hafði samráðið leitt til þess að vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7 prósent umfram það sem gera hefði mátt ráð fyrir ef gjaldskrár skipafélaganna hefðu haldist óbreyttar að raungildi. Kostnaðarauki fyrirtækja í útflutningi var talinn hafa numið um 12,7 milljörðum, viðskiptavina í flutningsmiðlun um 3,7 milljörðun og viðskiptavina í landflutningum um 1,9 milljörðum. Þessar tölur eru á verðlagi annars ársfjórðungs ársins 2023. Í kjölfar þess að þetta frummat var birt stefndi Alcoa Fjarðaál Eimskipum og Samskipum og krafði félögin um tæplega 3,1 milljarð króna í skaðabætur. „Fjárkrafa Alcoa byggði alfarið á minnisblaði ráðgjafafyrirtækisins Analytica ehf., sem innihélt svonefnt frummat, frá 21. febrúar 2024. Ráðgjafafyrirtækið Hagrannsóknir sf., sem fræðimennirnir dr. Birgir Þór Runólfsson dósent og deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands og dr. Ragnar Árnason prófessor emeritus standa að, yfirfór umrætt minnisblað fyrir Eimskip og vann skýrslu um efni þess. Niðurstaða Hagrannsókna sf. var afgerandi um að vankantar í minnisblaði Analytica ehf. væru svo alvarlegir og ályktanir svo rangar að minnisblaðið væri í heild ónothæft sem mat á meintu tjóni,“ segir í tilkynningu frá Eimskipum. „Það var og er mat félagsins að ekkert tilefni hafi verið til málsóknar stefnanda, enda eru skilyrði skaðabótaskyldu ekki uppfyllt. Þá er ætlað fjártjón stefnanda og þar með fjárkrafan engum haldbærum gögnum studd,“ segir þá í tilkynningunni. Eimskip gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið árið 2021 vegna samráðsins meinta og greiddu Eimskip 1,5 milljarðs króna sekt vegna sáttarinnar. Samskip var upphaflega sektað um 4,2 milljarða króna en eftir að hafa áfrýjað málinu staðfesti áfrýjunarnefndin brot gegn samkeppnislögum og gerði Samskipum að greiða 2,3 milljarða króna sekt ásamt 100 milljóna króna sekt fyrr brot gegn upplýsingaskyldu.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Fjarðabyggð Áliðnaður Stóriðja Tengdar fréttir Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði stefnu Samskipa á hendur Eimskipi frá í dag. Samskip stefndi Eimskipi vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna sáttar Eimskips við Samkeppniseftirlitið. 11. desember 2024 13:23 Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu. 11. desember 2024 10:23 Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli Embætti héraðssaksóknara hefur ekki mannafla til þess að halda úti rannsókn á ólöglegu samráði Eimskipa og Samskipa á sama tíma og möguleg brot nálgast það að fyrnast. Sex starfsmönnum embættisins var sagt upp í fyrra vegna niðurskurðarkröfu stjórnvalda. 5. október 2024 07:03 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði stefnu Samskipa á hendur Eimskipi frá í dag. Samskip stefndi Eimskipi vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna sáttar Eimskips við Samkeppniseftirlitið. 11. desember 2024 13:23
Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu. 11. desember 2024 10:23
Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli Embætti héraðssaksóknara hefur ekki mannafla til þess að halda úti rannsókn á ólöglegu samráði Eimskipa og Samskipa á sama tíma og möguleg brot nálgast það að fyrnast. Sex starfsmönnum embættisins var sagt upp í fyrra vegna niðurskurðarkröfu stjórnvalda. 5. október 2024 07:03