Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2025 07:02 Alessia Russo hefur skorað átta mörk í 14 leikjum í Meistaradeildinni á leiktíðinni. EPA-EFE/ISABEL INFANTES Það hefur ekki farið hátt í fjölmiðlum en verðlaunagripurinn sem fer á loft að leik loknum í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu var stolið í vikunni. Bikarinn er hins vegar kominn í leitirnar og það er Alessia Russo, framherji Arsenal, ánægð með. Síðar í dag fer úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu fram. Leikið verður á José Alvalade-vellinum í Lissabon. Russo byrjar að öllum líkindum fremsti maður þegar Skytturnar reyna að leggja ríkjandi Evrópumeistara Barcelona að velli. „Allir leikmenn Arsenal vita að þetta er félag sem vill vinna titla. Félagið er metnaðarfullt og vill vera með í baráttunni um alla titla. Þar viljum við sem félag vera og munum halda áfram að reyna koma okkur á þann stall.“ „Við þekkjum söguna. Sem dæmi hefur Kim Little verið lengi hjá félaginu og á svo sannarlega skilið að spila leik sem þennan. Í aðdraganda leiksins settumst við niður með sigurvegurunum frá 2007 til að skilja hvað þetta þýðir fyrir þær. Það var sérstakt augnablik.“ Arsenal vann síðast Evróputitil árið 2007 á meðan Barcelona er ríkjandi meistari og á leið í úrslit fimmta árið í röð. Á meðan Börsungar unnu gríðarlega öruggan sigur á Englandsmeisturum Chelsea í undanúrslitum þá gerði Arsenal sér lítið fyrir og lagði stórlið Lyon 4-1 eftir að tapa fyrri leik liðanna með einu marki. „Við vitum að Barcelona er topplið. Þær hafa ítrekað spilað og unnið á hæsta getustigi, við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því. Ég hef hins vegar fulla trú á okkur sem liði. Vegferðin sem við erum á, og frammistaða okkar undanfarið, við vitum hvað í okkur býr og höfum lagt hart að okkur í vikunni. Við erum virkilega spenntar og vel undirbúnar.“ „Við sem lið höfum rætt það mikið á þessari leiktíð að hafa trú. Við höfum fundið margar mismunandi leiðir til að vinna leiki. Frammistaðan gegn Lyon var eitthvað sem við viljum taka með okkur inn í þennan leik. Við viljum sýna sömu gæði og halda stöðugleika á því getustigi sem við spiluðum á. Við vitum vel að við getum það.“ „Gegn Lyon áttum við engra kosta völ en að spila okkar besta leik í von um að komast alla leið í úrslit. Við viljum sýna sömu frammistöðu í úrslitaleiknum. Við munum gera okkar besta og spila eins vel og við getum.“ ✅ How can you watch it? ✅ Possible line-ups✅ All you need to know Read the full #UWCLfinal preview 👇#UWCL— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) May 23, 2025 Að endingu var Russo spurð út í þá staðreynd að Meistaradeildarbikarnum var stolið. „Ég hafði ekki hugmynd. Eins og þú getur ef til vill giskað á þá hefur þetta verið virkilega annasöm vika. Ég er glöð að bikarinn er kominn til baka í réttar hendur.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Síðar í dag fer úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu fram. Leikið verður á José Alvalade-vellinum í Lissabon. Russo byrjar að öllum líkindum fremsti maður þegar Skytturnar reyna að leggja ríkjandi Evrópumeistara Barcelona að velli. „Allir leikmenn Arsenal vita að þetta er félag sem vill vinna titla. Félagið er metnaðarfullt og vill vera með í baráttunni um alla titla. Þar viljum við sem félag vera og munum halda áfram að reyna koma okkur á þann stall.“ „Við þekkjum söguna. Sem dæmi hefur Kim Little verið lengi hjá félaginu og á svo sannarlega skilið að spila leik sem þennan. Í aðdraganda leiksins settumst við niður með sigurvegurunum frá 2007 til að skilja hvað þetta þýðir fyrir þær. Það var sérstakt augnablik.“ Arsenal vann síðast Evróputitil árið 2007 á meðan Barcelona er ríkjandi meistari og á leið í úrslit fimmta árið í röð. Á meðan Börsungar unnu gríðarlega öruggan sigur á Englandsmeisturum Chelsea í undanúrslitum þá gerði Arsenal sér lítið fyrir og lagði stórlið Lyon 4-1 eftir að tapa fyrri leik liðanna með einu marki. „Við vitum að Barcelona er topplið. Þær hafa ítrekað spilað og unnið á hæsta getustigi, við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því. Ég hef hins vegar fulla trú á okkur sem liði. Vegferðin sem við erum á, og frammistaða okkar undanfarið, við vitum hvað í okkur býr og höfum lagt hart að okkur í vikunni. Við erum virkilega spenntar og vel undirbúnar.“ „Við sem lið höfum rætt það mikið á þessari leiktíð að hafa trú. Við höfum fundið margar mismunandi leiðir til að vinna leiki. Frammistaðan gegn Lyon var eitthvað sem við viljum taka með okkur inn í þennan leik. Við viljum sýna sömu gæði og halda stöðugleika á því getustigi sem við spiluðum á. Við vitum vel að við getum það.“ „Gegn Lyon áttum við engra kosta völ en að spila okkar besta leik í von um að komast alla leið í úrslit. Við viljum sýna sömu frammistöðu í úrslitaleiknum. Við munum gera okkar besta og spila eins vel og við getum.“ ✅ How can you watch it? ✅ Possible line-ups✅ All you need to know Read the full #UWCLfinal preview 👇#UWCL— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) May 23, 2025 Að endingu var Russo spurð út í þá staðreynd að Meistaradeildarbikarnum var stolið. „Ég hafði ekki hugmynd. Eins og þú getur ef til vill giskað á þá hefur þetta verið virkilega annasöm vika. Ég er glöð að bikarinn er kominn til baka í réttar hendur.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira