Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2025 07:02 Alessia Russo hefur skorað átta mörk í 14 leikjum í Meistaradeildinni á leiktíðinni. EPA-EFE/ISABEL INFANTES Það hefur ekki farið hátt í fjölmiðlum en verðlaunagripurinn sem fer á loft að leik loknum í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu var stolið í vikunni. Bikarinn er hins vegar kominn í leitirnar og það er Alessia Russo, framherji Arsenal, ánægð með. Síðar í dag fer úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu fram. Leikið verður á José Alvalade-vellinum í Lissabon. Russo byrjar að öllum líkindum fremsti maður þegar Skytturnar reyna að leggja ríkjandi Evrópumeistara Barcelona að velli. „Allir leikmenn Arsenal vita að þetta er félag sem vill vinna titla. Félagið er metnaðarfullt og vill vera með í baráttunni um alla titla. Þar viljum við sem félag vera og munum halda áfram að reyna koma okkur á þann stall.“ „Við þekkjum söguna. Sem dæmi hefur Kim Little verið lengi hjá félaginu og á svo sannarlega skilið að spila leik sem þennan. Í aðdraganda leiksins settumst við niður með sigurvegurunum frá 2007 til að skilja hvað þetta þýðir fyrir þær. Það var sérstakt augnablik.“ Arsenal vann síðast Evróputitil árið 2007 á meðan Barcelona er ríkjandi meistari og á leið í úrslit fimmta árið í röð. Á meðan Börsungar unnu gríðarlega öruggan sigur á Englandsmeisturum Chelsea í undanúrslitum þá gerði Arsenal sér lítið fyrir og lagði stórlið Lyon 4-1 eftir að tapa fyrri leik liðanna með einu marki. „Við vitum að Barcelona er topplið. Þær hafa ítrekað spilað og unnið á hæsta getustigi, við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því. Ég hef hins vegar fulla trú á okkur sem liði. Vegferðin sem við erum á, og frammistaða okkar undanfarið, við vitum hvað í okkur býr og höfum lagt hart að okkur í vikunni. Við erum virkilega spenntar og vel undirbúnar.“ „Við sem lið höfum rætt það mikið á þessari leiktíð að hafa trú. Við höfum fundið margar mismunandi leiðir til að vinna leiki. Frammistaðan gegn Lyon var eitthvað sem við viljum taka með okkur inn í þennan leik. Við viljum sýna sömu gæði og halda stöðugleika á því getustigi sem við spiluðum á. Við vitum vel að við getum það.“ „Gegn Lyon áttum við engra kosta völ en að spila okkar besta leik í von um að komast alla leið í úrslit. Við viljum sýna sömu frammistöðu í úrslitaleiknum. Við munum gera okkar besta og spila eins vel og við getum.“ ✅ How can you watch it? ✅ Possible line-ups✅ All you need to know Read the full #UWCLfinal preview 👇#UWCL— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) May 23, 2025 Að endingu var Russo spurð út í þá staðreynd að Meistaradeildarbikarnum var stolið. „Ég hafði ekki hugmynd. Eins og þú getur ef til vill giskað á þá hefur þetta verið virkilega annasöm vika. Ég er glöð að bikarinn er kominn til baka í réttar hendur.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Síðar í dag fer úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu fram. Leikið verður á José Alvalade-vellinum í Lissabon. Russo byrjar að öllum líkindum fremsti maður þegar Skytturnar reyna að leggja ríkjandi Evrópumeistara Barcelona að velli. „Allir leikmenn Arsenal vita að þetta er félag sem vill vinna titla. Félagið er metnaðarfullt og vill vera með í baráttunni um alla titla. Þar viljum við sem félag vera og munum halda áfram að reyna koma okkur á þann stall.“ „Við þekkjum söguna. Sem dæmi hefur Kim Little verið lengi hjá félaginu og á svo sannarlega skilið að spila leik sem þennan. Í aðdraganda leiksins settumst við niður með sigurvegurunum frá 2007 til að skilja hvað þetta þýðir fyrir þær. Það var sérstakt augnablik.“ Arsenal vann síðast Evróputitil árið 2007 á meðan Barcelona er ríkjandi meistari og á leið í úrslit fimmta árið í röð. Á meðan Börsungar unnu gríðarlega öruggan sigur á Englandsmeisturum Chelsea í undanúrslitum þá gerði Arsenal sér lítið fyrir og lagði stórlið Lyon 4-1 eftir að tapa fyrri leik liðanna með einu marki. „Við vitum að Barcelona er topplið. Þær hafa ítrekað spilað og unnið á hæsta getustigi, við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því. Ég hef hins vegar fulla trú á okkur sem liði. Vegferðin sem við erum á, og frammistaða okkar undanfarið, við vitum hvað í okkur býr og höfum lagt hart að okkur í vikunni. Við erum virkilega spenntar og vel undirbúnar.“ „Við sem lið höfum rætt það mikið á þessari leiktíð að hafa trú. Við höfum fundið margar mismunandi leiðir til að vinna leiki. Frammistaðan gegn Lyon var eitthvað sem við viljum taka með okkur inn í þennan leik. Við viljum sýna sömu gæði og halda stöðugleika á því getustigi sem við spiluðum á. Við vitum vel að við getum það.“ „Gegn Lyon áttum við engra kosta völ en að spila okkar besta leik í von um að komast alla leið í úrslit. Við viljum sýna sömu frammistöðu í úrslitaleiknum. Við munum gera okkar besta og spila eins vel og við getum.“ ✅ How can you watch it? ✅ Possible line-ups✅ All you need to know Read the full #UWCLfinal preview 👇#UWCL— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) May 23, 2025 Að endingu var Russo spurð út í þá staðreynd að Meistaradeildarbikarnum var stolið. „Ég hafði ekki hugmynd. Eins og þú getur ef til vill giskað á þá hefur þetta verið virkilega annasöm vika. Ég er glöð að bikarinn er kominn til baka í réttar hendur.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti