Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar 23. maí 2025 14:03 Fyrirsögnin vísar til fleygra orða Forrest Gump í samnefndri kvikmynd. Fólki með margþættan geðrænan vanda áskotnast því miður oft moli með óbragði. Langvarandi geðfötlun er vandi alls samfélagsins , ekki bara þeirra sem lifa með henni. Í þessum efnum hefur skort úrræði frá upphafi. Sú sem hér skrifar hefur unnið með alvarlega geðfötluðum. Það kemur fyrst við kaunin að upplifa það þá eigin skinni hversu illa heilbrigðiskerfið hefur brugðist þessum hópi. Fólk með alvarlega geðfötlun tilheyrir einangraðasta hópi samfélagsins og hefur setið eftir þegar kemur að sjálfsögðum mannréttindum. Kerfið hefur brugðist þessum einstaklingum varðandi þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. En af hverju hefur fólk með langvinna geðfötlun mætt úrræðaleysi til þessa? Er það vegna rangrar forgangsröðunar eða skeytingarleysis stjórnvalda? Tökum of algengt dæmi. Fullorðin einstaklingur glímir við geðklofa og geðhvörf. Þrátt fyrir lyfjameðferð með aðstoð ófaglærðs starfsfólks hefur sjúkdómurinn þróast til verri vegar. Hann er óvæginn, hleðst upp í brjósti og huga viðkomandi, rétt eins og tímasprengja. Einstaklingurinn býr mögulega í þjónustukjarna fyrir fatlaða eða á hjúkrunarheimili fjarri aðstandendum. Í alvarlegustu tilfellunum hjá óvörðum foreldrum eða jafnvel á götunni. Í öllum tilfellum ríkir mikil vansæld, ógn og skelfing, vegna ófyrirsjáanleika sjúkdómsins. Þarfnist geðfatlaður einstaklingur inngrips frá heilbrigðiskerfinu er lausnin bráðageðdeild. Þar er ástæða til innlagnar metin en hertari skilyrði sökum manneklu og húsnæðisskorts. Miklar líkur eru á að sjúklingurinn fái ekki innlögn og hann sé samdægurs sendur aftur í fyrri aðstæður . Oftar en ekki eru sterk róandi lyf þvinguð í viðkomandi áður en hann er sendur heim. Heima, hvar svo sem það er, bíður sama óvissan og ógnvekjandi ófyrirsjáanleikinn. Það eina sem hægt er að reikna með er að tímasprengjan heldur áfram að tifa. Kerfið brást þessum viðkvæmu þegnum fyrir löngu. Það var ekki að gerast fyrst núna, jafnvel þó ýjað hafi verið að því í þrálátri umfjöllun stjórnarandstöðunnar um lokun Janusar. Með þessum orðum er ekki gert lítið úr vanda þeirra sem nýttu sér þjónustu Janusar, alls ekki. Fólk sem býr við langvarandi geðfötlun hefur verið hornreka í samfélaginu um það er ekki deilt. Það á sama rétt og aðrir á varanlegu öruggu húsnæði og þeim lífsgæðum sem því fylgja. Um það er heldur ekki deilt en sá réttur hefur ekki verið nægilega virtur. Fólk sem glímir við illvíga geðsjúkdóma á rétt á þjónustu faglegs teymis sem hefur kunnáttu til að halda utan um og styðja eins og kostur er þegar sjúklingur fellur í hringiðu ranghugmynda og ofskynjana, sem annars gæti leitt til ógæfu, jafnvel manntjóns. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða eiga að standa sameiginlega undir ábyrgð á því ófremdarástandi sem skapast hefur. Það þarf að finna varanlega lausn til handa þessum einum viðkvæmasta hópi þjóðfélagsins. . Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Íris Fanndal Flokkur fólksins Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin vísar til fleygra orða Forrest Gump í samnefndri kvikmynd. Fólki með margþættan geðrænan vanda áskotnast því miður oft moli með óbragði. Langvarandi geðfötlun er vandi alls samfélagsins , ekki bara þeirra sem lifa með henni. Í þessum efnum hefur skort úrræði frá upphafi. Sú sem hér skrifar hefur unnið með alvarlega geðfötluðum. Það kemur fyrst við kaunin að upplifa það þá eigin skinni hversu illa heilbrigðiskerfið hefur brugðist þessum hópi. Fólk með alvarlega geðfötlun tilheyrir einangraðasta hópi samfélagsins og hefur setið eftir þegar kemur að sjálfsögðum mannréttindum. Kerfið hefur brugðist þessum einstaklingum varðandi þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. En af hverju hefur fólk með langvinna geðfötlun mætt úrræðaleysi til þessa? Er það vegna rangrar forgangsröðunar eða skeytingarleysis stjórnvalda? Tökum of algengt dæmi. Fullorðin einstaklingur glímir við geðklofa og geðhvörf. Þrátt fyrir lyfjameðferð með aðstoð ófaglærðs starfsfólks hefur sjúkdómurinn þróast til verri vegar. Hann er óvæginn, hleðst upp í brjósti og huga viðkomandi, rétt eins og tímasprengja. Einstaklingurinn býr mögulega í þjónustukjarna fyrir fatlaða eða á hjúkrunarheimili fjarri aðstandendum. Í alvarlegustu tilfellunum hjá óvörðum foreldrum eða jafnvel á götunni. Í öllum tilfellum ríkir mikil vansæld, ógn og skelfing, vegna ófyrirsjáanleika sjúkdómsins. Þarfnist geðfatlaður einstaklingur inngrips frá heilbrigðiskerfinu er lausnin bráðageðdeild. Þar er ástæða til innlagnar metin en hertari skilyrði sökum manneklu og húsnæðisskorts. Miklar líkur eru á að sjúklingurinn fái ekki innlögn og hann sé samdægurs sendur aftur í fyrri aðstæður . Oftar en ekki eru sterk róandi lyf þvinguð í viðkomandi áður en hann er sendur heim. Heima, hvar svo sem það er, bíður sama óvissan og ógnvekjandi ófyrirsjáanleikinn. Það eina sem hægt er að reikna með er að tímasprengjan heldur áfram að tifa. Kerfið brást þessum viðkvæmu þegnum fyrir löngu. Það var ekki að gerast fyrst núna, jafnvel þó ýjað hafi verið að því í þrálátri umfjöllun stjórnarandstöðunnar um lokun Janusar. Með þessum orðum er ekki gert lítið úr vanda þeirra sem nýttu sér þjónustu Janusar, alls ekki. Fólk sem býr við langvarandi geðfötlun hefur verið hornreka í samfélaginu um það er ekki deilt. Það á sama rétt og aðrir á varanlegu öruggu húsnæði og þeim lífsgæðum sem því fylgja. Um það er heldur ekki deilt en sá réttur hefur ekki verið nægilega virtur. Fólk sem glímir við illvíga geðsjúkdóma á rétt á þjónustu faglegs teymis sem hefur kunnáttu til að halda utan um og styðja eins og kostur er þegar sjúklingur fellur í hringiðu ranghugmynda og ofskynjana, sem annars gæti leitt til ógæfu, jafnvel manntjóns. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða eiga að standa sameiginlega undir ábyrgð á því ófremdarástandi sem skapast hefur. Það þarf að finna varanlega lausn til handa þessum einum viðkvæmasta hópi þjóðfélagsins. . Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun