Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar 23. maí 2025 07:32 Á fundi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga stóðu fyrir nýverið kynnti KPMG greiningu á áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Þar kom fram alvarlegri mynd en áður hefur sést í opinberri umræðu — og hún gefur ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur. Samkvæmt greiningunni munu 141 sjávarútvegsfyrirtæki verða fyrir verulegum áhrifum. Þar af eru 127 þeirra staðsett utan höfuðborgarsvæðisins og mörg í viðkvæmum byggðum. Fyrirtækin sjálf lýsa yfir miklum áhyggjum; sum þeirra segja hækkunina setja reksturinn í uppnám og draga úr getu til að fjárfesta, endurnýja búnað og halda úti atvinnu. Í mörgum tilvikum mun veiðigjaldið nema meira en 80% af meðalhagnaði síðustu þriggja ára. Það er einfaldlega ekki sjálfbært. Fyrirtæki hafa einnig bent á að þessi hækkun skekki samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum keppinautum, þar sem álögur eru lægri og fyrirsjáanleiki meiri. Hætta er á því að nýliðun í greininni stöðvist, sem hefur áhrif langt út fyrir sjávarútveginn sjálfan – til sveitarfélaga, þjónustufyrirtækja og íbúa. Það er áhyggjuefni að þessar niðurstöður stangast á við yfirlýsingar atvinnuvegaráðherra, sem segir áhrifin óveruleg án þess að leggja fram gögn því til stuðnings. Gögn sem sveitarfélögin eru enn að kalla eftir. Lang stærsti hluti veiðigjaldsins kemur af landsbyggðinni og því skora ég á alla landsbyggðaþingmenn að skottast í sína heimabyggð tala beint við sjávarútvegsfyrirtækin í sínum kjördæmum og meta þeirra sjónarmið af sanngirni. Við skuldum þeim og samfélögum landsbyggðarinnar það að hlusta áður en við stígum óafturkræf skref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Ólafur Adolfsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Á fundi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga stóðu fyrir nýverið kynnti KPMG greiningu á áhrifum fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Þar kom fram alvarlegri mynd en áður hefur sést í opinberri umræðu — og hún gefur ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur. Samkvæmt greiningunni munu 141 sjávarútvegsfyrirtæki verða fyrir verulegum áhrifum. Þar af eru 127 þeirra staðsett utan höfuðborgarsvæðisins og mörg í viðkvæmum byggðum. Fyrirtækin sjálf lýsa yfir miklum áhyggjum; sum þeirra segja hækkunina setja reksturinn í uppnám og draga úr getu til að fjárfesta, endurnýja búnað og halda úti atvinnu. Í mörgum tilvikum mun veiðigjaldið nema meira en 80% af meðalhagnaði síðustu þriggja ára. Það er einfaldlega ekki sjálfbært. Fyrirtæki hafa einnig bent á að þessi hækkun skekki samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum keppinautum, þar sem álögur eru lægri og fyrirsjáanleiki meiri. Hætta er á því að nýliðun í greininni stöðvist, sem hefur áhrif langt út fyrir sjávarútveginn sjálfan – til sveitarfélaga, þjónustufyrirtækja og íbúa. Það er áhyggjuefni að þessar niðurstöður stangast á við yfirlýsingar atvinnuvegaráðherra, sem segir áhrifin óveruleg án þess að leggja fram gögn því til stuðnings. Gögn sem sveitarfélögin eru enn að kalla eftir. Lang stærsti hluti veiðigjaldsins kemur af landsbyggðinni og því skora ég á alla landsbyggðaþingmenn að skottast í sína heimabyggð tala beint við sjávarútvegsfyrirtækin í sínum kjördæmum og meta þeirra sjónarmið af sanngirni. Við skuldum þeim og samfélögum landsbyggðarinnar það að hlusta áður en við stígum óafturkræf skref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar