Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Bjarki Sigurðsson skrifar 22. maí 2025 18:50 Formaður Félags fanga segir almenning líða fyrir seinagang yfirvalda í að koma fyrrverandi föngum með fjölþættan vanda í almennilegt úrræði. Málin endi alltaf þann hátt að þeir brjóti ítrekað af sér. Fréttastofa hefur upp á síðkastið fjallað um málefni Sigurðar Almars. Hann glímir við fjölþættan vanda og hefur lengi misnotað vímuefni. Honum hefur verið lýst sem tifandi tímasprengju og verið inn og út úr fangelsi vegna ýmissa afbrota. Nýverið var hann kærður fyrir að frelsissvipta ferðamann en hann er í dag frjáls ferða sinna eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðahaldsúrskurð yfir honum. Ekki sé talin yfirvofandi hætta gangi hann laus, en lögmaður hans segir það þó áhyggjuefni. Hann þurfi stöðuga umönnun og aðstoð. Þá er Sigurður alls ekki sá eini í þessari stöðu. Fangelsismálayfirvöld og Afstaða, félag fanga, hafa lengi kallað eftir úrræði fyrir þennan hóp. Þau hafa ákveðið úrræði í huga en erfiðlega hefur gengið að fá yfirvöld til að grípa boltann. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir það þurfi að bregðast við strax. Hverjir fá að líða fyrir það á meðan ríki og sveitarfélög kasta þessum bolta sín á milli? „Það er auðvitað almenningur. Við vitum að þessir hlutir taka enda. Það vita allir að eitthvað muni gerast. En það vill enginn taka boltann. Það bara gengur ekki upp,“ segir Guðmundur Ingi. Afstaða hefur ítrekað varað við því þegar hættulegir fangar ljúka afplánun, að þeir muni brjóta af sér á ný. „Auðvitað vill maður ekki segja: „Ég sagði ykkur það“, en það er sorglegt að þurfa að koma aftur og aftur í viðtal að ræða sama hlutinn. Við erum búin að vinna svo mikið í þessu með Fangelsismálastofnun, geðheilsuteymi og fleirum. Við erum ekki bara búin að vara við, við erum búin að vinna í þessum málum endalaust, til að finna lausn. En það hefur verið mikið áhugaleysi,“ segir Guðmundur. Fangelsismál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira
Fréttastofa hefur upp á síðkastið fjallað um málefni Sigurðar Almars. Hann glímir við fjölþættan vanda og hefur lengi misnotað vímuefni. Honum hefur verið lýst sem tifandi tímasprengju og verið inn og út úr fangelsi vegna ýmissa afbrota. Nýverið var hann kærður fyrir að frelsissvipta ferðamann en hann er í dag frjáls ferða sinna eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðahaldsúrskurð yfir honum. Ekki sé talin yfirvofandi hætta gangi hann laus, en lögmaður hans segir það þó áhyggjuefni. Hann þurfi stöðuga umönnun og aðstoð. Þá er Sigurður alls ekki sá eini í þessari stöðu. Fangelsismálayfirvöld og Afstaða, félag fanga, hafa lengi kallað eftir úrræði fyrir þennan hóp. Þau hafa ákveðið úrræði í huga en erfiðlega hefur gengið að fá yfirvöld til að grípa boltann. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir það þurfi að bregðast við strax. Hverjir fá að líða fyrir það á meðan ríki og sveitarfélög kasta þessum bolta sín á milli? „Það er auðvitað almenningur. Við vitum að þessir hlutir taka enda. Það vita allir að eitthvað muni gerast. En það vill enginn taka boltann. Það bara gengur ekki upp,“ segir Guðmundur Ingi. Afstaða hefur ítrekað varað við því þegar hættulegir fangar ljúka afplánun, að þeir muni brjóta af sér á ný. „Auðvitað vill maður ekki segja: „Ég sagði ykkur það“, en það er sorglegt að þurfa að koma aftur og aftur í viðtal að ræða sama hlutinn. Við erum búin að vinna svo mikið í þessu með Fangelsismálastofnun, geðheilsuteymi og fleirum. Við erum ekki bara búin að vara við, við erum búin að vinna í þessum málum endalaust, til að finna lausn. En það hefur verið mikið áhugaleysi,“ segir Guðmundur.
Fangelsismál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira