Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. maí 2025 15:01 Húsið var upprunalega byggt árið 1902. Fasteignavefur Hjónin Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona og Örn Úlfar Höskuldsson þýðandi hafa sett fallegt hús við Bergstaðastræti í Reykjavík á sölu. Húsið var reist árið 1902 en hefur nýverið verið endurbyggt af alúð með virðingu fyrir upprunalegri hönnun. Heildarstærð hússins er 228 fermetrar og skiptist í þrjár hæðir. Það er til sölu sem tvær aðskildar eignir. Húsið ber með sér merkilega sögu. Það var byggt við Bergstaðastræti 7 og flutt í Hvassahraun á Vatnsleysuströnd fyrir um sextíu árum, en síðar flutt aftur til Reykjavíkur, þar sem það stendur í dag. Hjónin búa sjálf í næsta húsi. Undanfarin ár hafa þau unnið að endurnýjun gamalla húsa, meðal annars húss við Bergstaðastræti 20 sem þau keyptu og fært í upprunalegt horf. Auk þess hefur Örn verið að gera upp hús við Bergstaðastræti 40. Sjá: Leikkona vill fá týndan sauð á Bergstaðastræti Vigdís Hrefna sagði frá því í viðtali við Fréttablaðið árið 2017 að þau Örn hefðu sent bréf til borgaryfirvalda árið 2017 þar sem þau óskuðu eftir því að fá lóðina við Bergstaðastræti 18 undir húsið sem var þá í umsjón Minjaverndar. „Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ sagði Vigdís Hrefna meðal annars í bréfinu. Vandaðar endurbætur og útsýni Húsinu er skipt í tvær eignir, önnur um 164 fermetra og hin minni um 64 fermetra. Stærri eignin er vönduð efri sérhæð og ris með sérinngangi og víðáttumiklu útsýni. Sérlega vel hefur verið staðið að endurbyggingu eignarinnar, þar sem hvert smáatriði hefur verið unnið af natni. Á neðri hæðinni eru gegnheil afrísk hnotugólfborð, en í risinu eru endurgerð furugólf sem endurspegla uppruna hússins. Flísarnar eru handgerðar, upprunnar frá Portúgal. Allar hurðir í eigninni, bæði að utan sem innan, eru sérsmíðaðar fulningahurðir. Þá hafa klassískir breskir pottofnar verið fluttir inn og falla vel að sögulegu yfirbragði eignarinnar. Ásett verð er 229 milljónir króna. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Íbúð með skjólsælum garði Minni eignin er staðsett á jarðhæð hússins og skiptist í litla forstofu, bjarta stofu með eldhúsi, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Útgengt er frá eldhúsinu út í skjólsælt, afgirt og hellulagt baksvæði með fallegum blómabeðum. Eldhúsið er búið nýrri, svartri innréttingu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, ásamt gegnheilri eikarborðplötu. Baðherbergið er flísalagt og innréttað með klassískum Burlington baðtækjum og rúmgóðri walk-in sturtu. Ásett verð er 79,9 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Húsið ber með sér merkilega sögu. Það var byggt við Bergstaðastræti 7 og flutt í Hvassahraun á Vatnsleysuströnd fyrir um sextíu árum, en síðar flutt aftur til Reykjavíkur, þar sem það stendur í dag. Hjónin búa sjálf í næsta húsi. Undanfarin ár hafa þau unnið að endurnýjun gamalla húsa, meðal annars húss við Bergstaðastræti 20 sem þau keyptu og fært í upprunalegt horf. Auk þess hefur Örn verið að gera upp hús við Bergstaðastræti 40. Sjá: Leikkona vill fá týndan sauð á Bergstaðastræti Vigdís Hrefna sagði frá því í viðtali við Fréttablaðið árið 2017 að þau Örn hefðu sent bréf til borgaryfirvalda árið 2017 þar sem þau óskuðu eftir því að fá lóðina við Bergstaðastræti 18 undir húsið sem var þá í umsjón Minjaverndar. „Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ sagði Vigdís Hrefna meðal annars í bréfinu. Vandaðar endurbætur og útsýni Húsinu er skipt í tvær eignir, önnur um 164 fermetra og hin minni um 64 fermetra. Stærri eignin er vönduð efri sérhæð og ris með sérinngangi og víðáttumiklu útsýni. Sérlega vel hefur verið staðið að endurbyggingu eignarinnar, þar sem hvert smáatriði hefur verið unnið af natni. Á neðri hæðinni eru gegnheil afrísk hnotugólfborð, en í risinu eru endurgerð furugólf sem endurspegla uppruna hússins. Flísarnar eru handgerðar, upprunnar frá Portúgal. Allar hurðir í eigninni, bæði að utan sem innan, eru sérsmíðaðar fulningahurðir. Þá hafa klassískir breskir pottofnar verið fluttir inn og falla vel að sögulegu yfirbragði eignarinnar. Ásett verð er 229 milljónir króna. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Íbúð með skjólsælum garði Minni eignin er staðsett á jarðhæð hússins og skiptist í litla forstofu, bjarta stofu með eldhúsi, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Útgengt er frá eldhúsinu út í skjólsælt, afgirt og hellulagt baksvæði með fallegum blómabeðum. Eldhúsið er búið nýrri, svartri innréttingu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, ásamt gegnheilri eikarborðplötu. Baðherbergið er flísalagt og innréttað með klassískum Burlington baðtækjum og rúmgóðri walk-in sturtu. Ásett verð er 79,9 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.
Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira