Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. maí 2025 15:01 Húsið var upprunlega byggt árið 1902 en hefur verið endurnýjað á einstakan og skipt upp í tvær minni eignir. Hjónin Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona og Örn Úlfar Höskuldsson þýðandi hafa sett fallegt hús við Bergstaðastræti í Reykjavík á sölu. Húsið var reist árið 1902 en hefur nýverið verið endurbyggt af alúð með virðingu fyrir upprunalegri hönnun. Heildarstærð hússins er 228 fermetrar og skiptist í þrjár hæðir. Það er til sölu sem tvær aðskildar eignir. Húsið ber með sér merkilega sögu. Það var byggt við Bergstaðastræti 7 og flutt í Hvassahraun á Vatnsleysuströnd fyrir um sextíu árum, en síðar flutt aftur til Reykjavíkur, þar sem það stendur í dag. Hjónin búa sjálf í næsta húsi. Undanfarin ár hafa þau unnið að endurnýjun gamalla húsa, meðal annars húss við Bergstaðastræti 20 sem þau keyptu og fært í upprunalegt horf. Auk þess hefur Örn verið að gera upp hús við Bergstaðastræti 40. Sjá: Leikkona vill fá týndan sauð á Bergstaðastræti Vigdís Hrefna sagði frá því í viðtali við Fréttablaðið árið 2017 að þau Örn hefðu sent bréf til borgaryfirvalda árið 2017 þar sem þau óskuðu eftir því að fá lóðina við Berstaðastræti 18 undir húsið sem var þá í umsjón Minjaverndar. „Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ sagði Vigdís Hrefna meðal annars í bréfinu. Vandaðar endurbætur og útsýni Húsinu er skipt í tvær eignir, önnur um 164 fermetra og hin minni um 64 fermetra. Stærri eignin er vönduð efri sérhæð og ris með sérinngangi og víðáttumiklu útsýni. Sérlega vel hefur verið staðið að endurbyggingu eignarinnar, þar sem hvert smáatriði hefur verið unnið af natni. Á neðri hæðinni eru gegnheil afrísk hnotugólfborð, en í risinu eru endurgerð furugólf sem endurspegla uppruna hússins. Flísarnar eru handgerðar, upprunnar frá Portúgal. Allar hurðir í eigninni, bæði að utan sem innan, eru sérsmíðaðar fulningahurðir. Þá hafa klassískir breskir pottofnar verið fluttir inn og falla vel að sögulegu yfirbragði eignarinnar. Ásett verð er 229 milljónir króna. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Íbúð með skjólsælum garði Minni eignin er staðsett á jarðhæð hússins og skiptist í litla forstofu, bjarta stofu með eldhúsi, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Útgengt er frá eldhúsinu út í skjólsælt, afgirt og hellulagt baksvæði með fallegum blómabeðum. Eldhúsið er búið nýrri, svartri innréttingu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, ásamt gegnheilri eikarborðplötu. Baðherbergið er flísalagt og innréttað með klassískum Burlington baðtækjum og rúmgóðri walk-in sturtu. Ásett verð er 79,9 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira
Húsið ber með sér merkilega sögu. Það var byggt við Bergstaðastræti 7 og flutt í Hvassahraun á Vatnsleysuströnd fyrir um sextíu árum, en síðar flutt aftur til Reykjavíkur, þar sem það stendur í dag. Hjónin búa sjálf í næsta húsi. Undanfarin ár hafa þau unnið að endurnýjun gamalla húsa, meðal annars húss við Bergstaðastræti 20 sem þau keyptu og fært í upprunalegt horf. Auk þess hefur Örn verið að gera upp hús við Bergstaðastræti 40. Sjá: Leikkona vill fá týndan sauð á Bergstaðastræti Vigdís Hrefna sagði frá því í viðtali við Fréttablaðið árið 2017 að þau Örn hefðu sent bréf til borgaryfirvalda árið 2017 þar sem þau óskuðu eftir því að fá lóðina við Berstaðastræti 18 undir húsið sem var þá í umsjón Minjaverndar. „Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ sagði Vigdís Hrefna meðal annars í bréfinu. Vandaðar endurbætur og útsýni Húsinu er skipt í tvær eignir, önnur um 164 fermetra og hin minni um 64 fermetra. Stærri eignin er vönduð efri sérhæð og ris með sérinngangi og víðáttumiklu útsýni. Sérlega vel hefur verið staðið að endurbyggingu eignarinnar, þar sem hvert smáatriði hefur verið unnið af natni. Á neðri hæðinni eru gegnheil afrísk hnotugólfborð, en í risinu eru endurgerð furugólf sem endurspegla uppruna hússins. Flísarnar eru handgerðar, upprunnar frá Portúgal. Allar hurðir í eigninni, bæði að utan sem innan, eru sérsmíðaðar fulningahurðir. Þá hafa klassískir breskir pottofnar verið fluttir inn og falla vel að sögulegu yfirbragði eignarinnar. Ásett verð er 229 milljónir króna. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Íbúð með skjólsælum garði Minni eignin er staðsett á jarðhæð hússins og skiptist í litla forstofu, bjarta stofu með eldhúsi, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Útgengt er frá eldhúsinu út í skjólsælt, afgirt og hellulagt baksvæði með fallegum blómabeðum. Eldhúsið er búið nýrri, svartri innréttingu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, ásamt gegnheilri eikarborðplötu. Baðherbergið er flísalagt og innréttað með klassískum Burlington baðtækjum og rúmgóðri walk-in sturtu. Ásett verð er 79,9 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.
Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira