Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. maí 2025 14:03 Sandra Sigurðardóttir stóð í marki íslenska landsliðsins á EM 2022 en hefur ekki spilað síðastliðin tvö ár. Joe Prior/Visionhaus via Getty Images Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður til margra ára, hefur tekið hanskana af hillunni til hjálpar FH og mun spila með liðinu í leiknum gegn Breiðablik á morgun. Sandra leysir af aðalmarkvörðinn Aldísi Guðlaugsdóttur, sem sleit krossband um síðustu helgi. Sandra spilaði síðast fótboltaleik sumarið 2023, þegar hún lék nokkra leiki með Grindavík og Val, en hefur nú tekið hanskana af hillunni. Fótbolti.net greindi fyrst frá. Sandra verður í markinu í leiknum gegn Breiðablik á morgun og í næstum fjórum leikjum liðsins hið minnsta, fram að landsleikjahléinu sem verður gert vegna EM í Sviss. „Það er fínt að þekkja Söndru Sig, það klárlega hjálpar til“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í samtali við íþróttadeild. Rykugir hanskar af hillunni Aldís Guðlaugsdóttir sleit krossband í 1-4 sigri FH gegn Þrótti síðastliðinn laugardag. „Við sáum á laugardaginn eftir leik að þetta liti ekkert sérstaklega vel út með Aldísi og byrjuðum að gera ráðstafanir strax þá. Nafn Söndru kom strax í huga okkur og við byrjuðum að kanna þann möguleika… Sem betur fer fyrir okkur var Sandra opinn fyrir því að taka rykugu hanskana af hillunni og hjálpa okkur. Það er bara raunin. Hún var mætt á æfingu á þriðjudag hjá okkur, var með okkur í gær og verður með okkur á æfingu á eftir. Svo bara stendur hún milli stanganna á móti Blikum á morgun“ sagði Guðni. Guðni sagði Söndru ekki hugsaða sem langtímalausn við markmannsvandræðum FH en hún komi til með að hjálpa liðinu allavega fram að EM pásunni. „Hún er bara að hjálpa okkur, hún er bara að bjarga okkur úr þessari stöðu sem við erum í. Hún tekur þá leiki sem eru, allavega, fram að EM pásu. Allavega þann tíma og svo verðum við bara að sjá hvernig framhaldið verður. Við finnum út úr því, hvort sem það verður Sandra eða annar markmaður. Það verður bara að koma í ljós, mikilvægast var að ganga hratt og örugglega til verks. Fá markmann sem maður treystir til að standa á milli stanganna.“ Ekki með varamarkmann Guðni var þá spurður út í varamarkmannsmál hjá FH, þar sem liðið var ekki með neinn varamarkmann á skýrslu gegn Þrótti og Aldís kláraði leikinn, þrátt fyrir slitið krossband. „Við erum ekki með neinn varamarkmann til að sitja á bekknum. Við erum með eina kornunga stelpu, sem er að klára tíunda bekkinn og spila með ÍH. Hennar tími mun koma og kemur síðar, þegar hún er klár í það verkefni.“ Guðni sagði þó að hann væri með nokkra útileikmenn „sem eru geggjaðar í marki“ og gætu leyst stöðuna ef Sandra skyldi meiðast í leik. Markmannsmálin séu ekki vandamál á æfingum, unga stelpan æfir alltaf með liðinu en spilar með ÍH. Strákar úr yngri flokkum FH hjálpa liðinu líka á æfingum, en mega augljóslega ekki spila. Annar leikmaður FH sem slítur krossband Aldís er á leið í aðgerð og langa endurhæfingu, eins og fylgir alltaf krossbandsslitum. Hún er annar leikmaður FH sem slítur krossband í upphafi tímabils, á eftir Vigdísi Eddu Friðriksdóttur sem sleit krossband í leik gegn Val. Þá skaddaði Íris Una Þórðardóttir liðband í leik gegn FHL og mun ekki spila fyrr en eftir EM. Fór betur en horfðist hjá fyrirliðanum Hafnfirðingar fengu þó fínar fregnir af fyrirliðanum, Örnu Eiríksdóttur, sem meiddist einnig í leiknum gegn Þrótti um síðustu helgi en „Það fór betur en á horfðist. Leit alls ekki vel út á laugardaginn en við skoðun og eftir því sem dögum fjölgar frá þessu hnjaski hennar, lítur þetta betur út… Ekki langt í að hún verði klár aftur“ sagði Guðni að lokum, tilbúinn að takast á við verkefnið sem skakkaföllum fylgja og spenntur að sjá Söndru klæða sig í hanskana aftur. Besta deild kvenna FH Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Sandra spilaði síðast fótboltaleik sumarið 2023, þegar hún lék nokkra leiki með Grindavík og Val, en hefur nú tekið hanskana af hillunni. Fótbolti.net greindi fyrst frá. Sandra verður í markinu í leiknum gegn Breiðablik á morgun og í næstum fjórum leikjum liðsins hið minnsta, fram að landsleikjahléinu sem verður gert vegna EM í Sviss. „Það er fínt að þekkja Söndru Sig, það klárlega hjálpar til“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í samtali við íþróttadeild. Rykugir hanskar af hillunni Aldís Guðlaugsdóttir sleit krossband í 1-4 sigri FH gegn Þrótti síðastliðinn laugardag. „Við sáum á laugardaginn eftir leik að þetta liti ekkert sérstaklega vel út með Aldísi og byrjuðum að gera ráðstafanir strax þá. Nafn Söndru kom strax í huga okkur og við byrjuðum að kanna þann möguleika… Sem betur fer fyrir okkur var Sandra opinn fyrir því að taka rykugu hanskana af hillunni og hjálpa okkur. Það er bara raunin. Hún var mætt á æfingu á þriðjudag hjá okkur, var með okkur í gær og verður með okkur á æfingu á eftir. Svo bara stendur hún milli stanganna á móti Blikum á morgun“ sagði Guðni. Guðni sagði Söndru ekki hugsaða sem langtímalausn við markmannsvandræðum FH en hún komi til með að hjálpa liðinu allavega fram að EM pásunni. „Hún er bara að hjálpa okkur, hún er bara að bjarga okkur úr þessari stöðu sem við erum í. Hún tekur þá leiki sem eru, allavega, fram að EM pásu. Allavega þann tíma og svo verðum við bara að sjá hvernig framhaldið verður. Við finnum út úr því, hvort sem það verður Sandra eða annar markmaður. Það verður bara að koma í ljós, mikilvægast var að ganga hratt og örugglega til verks. Fá markmann sem maður treystir til að standa á milli stanganna.“ Ekki með varamarkmann Guðni var þá spurður út í varamarkmannsmál hjá FH, þar sem liðið var ekki með neinn varamarkmann á skýrslu gegn Þrótti og Aldís kláraði leikinn, þrátt fyrir slitið krossband. „Við erum ekki með neinn varamarkmann til að sitja á bekknum. Við erum með eina kornunga stelpu, sem er að klára tíunda bekkinn og spila með ÍH. Hennar tími mun koma og kemur síðar, þegar hún er klár í það verkefni.“ Guðni sagði þó að hann væri með nokkra útileikmenn „sem eru geggjaðar í marki“ og gætu leyst stöðuna ef Sandra skyldi meiðast í leik. Markmannsmálin séu ekki vandamál á æfingum, unga stelpan æfir alltaf með liðinu en spilar með ÍH. Strákar úr yngri flokkum FH hjálpa liðinu líka á æfingum, en mega augljóslega ekki spila. Annar leikmaður FH sem slítur krossband Aldís er á leið í aðgerð og langa endurhæfingu, eins og fylgir alltaf krossbandsslitum. Hún er annar leikmaður FH sem slítur krossband í upphafi tímabils, á eftir Vigdísi Eddu Friðriksdóttur sem sleit krossband í leik gegn Val. Þá skaddaði Íris Una Þórðardóttir liðband í leik gegn FHL og mun ekki spila fyrr en eftir EM. Fór betur en horfðist hjá fyrirliðanum Hafnfirðingar fengu þó fínar fregnir af fyrirliðanum, Örnu Eiríksdóttur, sem meiddist einnig í leiknum gegn Þrótti um síðustu helgi en „Það fór betur en á horfðist. Leit alls ekki vel út á laugardaginn en við skoðun og eftir því sem dögum fjölgar frá þessu hnjaski hennar, lítur þetta betur út… Ekki langt í að hún verði klár aftur“ sagði Guðni að lokum, tilbúinn að takast á við verkefnið sem skakkaföllum fylgja og spenntur að sjá Söndru klæða sig í hanskana aftur.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann