Bestu laun Söru en ekkert stökk: „Held að fólk sé að búa sér til einhverjar tölur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 08:02 Sara Björk Gunnarsdóttir kunni vel við sig hjá Al Qadsiah í vetur. Liðið endaði í 3. sæti sádiarabísku deildarinnar og komst í úrslitaleik bikarkeppninnar. @qadsiahwfc Þrátt fyrir að hafa áður spilað með tveimur af allra bestu fótboltaliðum heims þá hefur Sara Björk Gunnarsdóttir hvergi fengið hærri laun en í Sádi-Arabíu í vetur. Hún á í viðræðum um að spila þar áfram á næstu leiktíð. Koma Söru til Al Qadsiah í fyrra vakti mikla athygli enda sennilega um stærsta nafnið að ræða sem komið hefur í sádiarabísku kvennadeildina, sem stofnuð var fyrir fáeinum árum. Þessi tvöfaldi Evrópumeistari og fyrrverandi leikmaður stórliða Wolfsburg, Lyon og Juventus leggur núna sitt að mörkum í hröðum uppgangi kvennafótboltans í Sádi-Arabíu og miðlar af mikilli reynslu sinni til heimastelpna. En hvað segir Sara við fólk sem telur hana bara vera að elta peningana með því að fara til Sádi-Arabíu? „Þetta er náttúrulega bara vinnan manns og maður fær borgað fyrir hana. Ég er ekkert að elta peninginn. Kannski bestu launin sem ég get fengið á þessum tímapunkti, jú, en ég held að fólk átti sig ekki á því að knattspyrnukonum er enn í dag borgaður mjög lítill peningur. Þetta er ekki í neinu samræmi við karlaboltann,“ segir Sara við Vísi. „Ekki það að ég er á mjög góðum launum, og á skilið öll þessi laun sem ég er að fá eins og hinar stelpurnar fyrir þessa vinnu, en ég held að fólk sé að búa sér til einhverjar tölur sem eru ekkert til,“ bætir hún við en brot úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Allt viðtalið er hér neðst í greininni. „Ég er að fá aðeins hærri laun en í Lyon. Þetta er ekki sama háa stökkið og í karlaboltanum þar sem menn eru að fara úr enska boltanum til Sádí,“ segir Sara og hlær aðspurð hvort hún sé búin að tryggja sér fullar tekjur til efri áranna. „Nei, nei, nei. Ég þarf að fara að pæla í hvað ég geri eftir þennan fótbolta,“ segir hin 34 ára gamla Sara. Þau Árni Vilhjálmsson spiluðu bæði fótbolta í Sádi-Arabíu í vetur, Árni í C-deildinni með Al Taraji, og nutu lífsins þar með þriggja ára syni sínum Ragnari Frank. Nú er Sara samningslaus en spennt fyrir að halda áfram með Al Qadsiah, búin að reyna á eigin skinni hvernig er að búa og spila í Sádi-Arabíu eftir að verið gagnrýnd fyrir að taka það skref. „Við erum að skoða það. Okkur leið ótrúlega vel þarna og þetta var líka bara ótrúlega stutt. Við fórum út í ágúst í fyrra og komum aftur í maí. Þetta er svo fljótt að líða. Við værum alveg til í að reyna að fara aftur út og það eru viðræður í gangi um það, en það tekur allt rosalega langan tíma í Sádi-Arabíu. „Inshallah“ eins og þeir segja, sem getur þýtt eftir tvo daga, eða þrjár vikur, eða að þú færð aldrei að vita það. Þannig var það þegar við sömdum í fyrra líka.“ „Viljum vera saman og það er mikið erfiðara í Evrópu“ Sara segir í raun engar viðræður í gangi um aðra kosti: „Við höfum eiginlega ekki verið að skoða neitt í Evrópu. Ég hefði persónulega alveg verið til í að spila á Englandi en við viljum bæði spila og þurfum að geta verið einhvers staðar þar sem það gengur upp. Árni þurfti bara að keyra í klukkutíma á æfingar. Við erum ekki tilbúin í að annað okkar þurfi að vera eitt með Ragnari. Við viljum vera saman og það er mikið erfiðara í Evrópu. Þetta heppnaðist sjúklega vel þarna og við höfum komið okkur vel fyrir á góðum stað, og erum tilbúin að taka að minnsta kosti eitt ár í viðbót,“ segir Sara og bætir við létt: „Við erum hvorugt tilbúin að segja stopp og Ragnar er til í allt. Hann segir alltaf: „Erum við að fara heim?“ og þegar hann er spurður hvar það sé segir hann: „Sádi-Arabíu“. Hann er búinn að vera frábær.“ Viðtalið við Söru Björk í heild sinni má sjá hér að neðan: Sádiarabíski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Sjá meira
Koma Söru til Al Qadsiah í fyrra vakti mikla athygli enda sennilega um stærsta nafnið að ræða sem komið hefur í sádiarabísku kvennadeildina, sem stofnuð var fyrir fáeinum árum. Þessi tvöfaldi Evrópumeistari og fyrrverandi leikmaður stórliða Wolfsburg, Lyon og Juventus leggur núna sitt að mörkum í hröðum uppgangi kvennafótboltans í Sádi-Arabíu og miðlar af mikilli reynslu sinni til heimastelpna. En hvað segir Sara við fólk sem telur hana bara vera að elta peningana með því að fara til Sádi-Arabíu? „Þetta er náttúrulega bara vinnan manns og maður fær borgað fyrir hana. Ég er ekkert að elta peninginn. Kannski bestu launin sem ég get fengið á þessum tímapunkti, jú, en ég held að fólk átti sig ekki á því að knattspyrnukonum er enn í dag borgaður mjög lítill peningur. Þetta er ekki í neinu samræmi við karlaboltann,“ segir Sara við Vísi. „Ekki það að ég er á mjög góðum launum, og á skilið öll þessi laun sem ég er að fá eins og hinar stelpurnar fyrir þessa vinnu, en ég held að fólk sé að búa sér til einhverjar tölur sem eru ekkert til,“ bætir hún við en brot úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Allt viðtalið er hér neðst í greininni. „Ég er að fá aðeins hærri laun en í Lyon. Þetta er ekki sama háa stökkið og í karlaboltanum þar sem menn eru að fara úr enska boltanum til Sádí,“ segir Sara og hlær aðspurð hvort hún sé búin að tryggja sér fullar tekjur til efri áranna. „Nei, nei, nei. Ég þarf að fara að pæla í hvað ég geri eftir þennan fótbolta,“ segir hin 34 ára gamla Sara. Þau Árni Vilhjálmsson spiluðu bæði fótbolta í Sádi-Arabíu í vetur, Árni í C-deildinni með Al Taraji, og nutu lífsins þar með þriggja ára syni sínum Ragnari Frank. Nú er Sara samningslaus en spennt fyrir að halda áfram með Al Qadsiah, búin að reyna á eigin skinni hvernig er að búa og spila í Sádi-Arabíu eftir að verið gagnrýnd fyrir að taka það skref. „Við erum að skoða það. Okkur leið ótrúlega vel þarna og þetta var líka bara ótrúlega stutt. Við fórum út í ágúst í fyrra og komum aftur í maí. Þetta er svo fljótt að líða. Við værum alveg til í að reyna að fara aftur út og það eru viðræður í gangi um það, en það tekur allt rosalega langan tíma í Sádi-Arabíu. „Inshallah“ eins og þeir segja, sem getur þýtt eftir tvo daga, eða þrjár vikur, eða að þú færð aldrei að vita það. Þannig var það þegar við sömdum í fyrra líka.“ „Viljum vera saman og það er mikið erfiðara í Evrópu“ Sara segir í raun engar viðræður í gangi um aðra kosti: „Við höfum eiginlega ekki verið að skoða neitt í Evrópu. Ég hefði persónulega alveg verið til í að spila á Englandi en við viljum bæði spila og þurfum að geta verið einhvers staðar þar sem það gengur upp. Árni þurfti bara að keyra í klukkutíma á æfingar. Við erum ekki tilbúin í að annað okkar þurfi að vera eitt með Ragnari. Við viljum vera saman og það er mikið erfiðara í Evrópu. Þetta heppnaðist sjúklega vel þarna og við höfum komið okkur vel fyrir á góðum stað, og erum tilbúin að taka að minnsta kosti eitt ár í viðbót,“ segir Sara og bætir við létt: „Við erum hvorugt tilbúin að segja stopp og Ragnar er til í allt. Hann segir alltaf: „Erum við að fara heim?“ og þegar hann er spurður hvar það sé segir hann: „Sádi-Arabíu“. Hann er búinn að vera frábær.“ Viðtalið við Söru Björk í heild sinni má sjá hér að neðan:
Sádiarabíski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Sjá meira