Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2025 23:44 Áætlað er að um 600 manns hafi tekið þátt í mótmælunum í Tasiilaq. Axel G. Hansen Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi gagnvart íbúum byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni. Áætlað er að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í göngunni í Tasiilaq, sem teljast verður mikið í ljósi þess að í bænum og í byggðunum í kring búa alls um 2.500 manns. Þá tóku um eitthundrað manns þátt í göngunni í Nuuk. Menntun fyrir börnin okkar, stóð á einum mótmælaborðanna.Axel G. Hansen Fólk hélt á mótmælaspjöldum þar sem á stóð meðal annars Nok er nok! Að nú sé nóg komið. Einnig var krafist menntunar fyrir börn á Austur-Grænlandi. Þá gengu margir með svart límband yfir munni sem tákn þess að íbúarnir hefðu ekki rödd. Mótmælendur kölluðu eftir pólitískri athygli. Um leið var vakin athygli á fjölþættum vandamálum sem bærinn og nærliggjandi byggðir glíma við. Þetta eru þeir íbúar Grænlands sem búa næst Íslandi.Axel G. Hansen Í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR sagði einn skipuleggjandi mótmælanna, Iddimanngiiu Jensen Bianco, að íbúar byggju við lélegar samgöngur, lélega nettengingu, skort á kennurum í grunnskólum, skort á húsnæði sem og atvinnuleysi, og þá væri aðeins fátt nefnt. Svæðið væri sett aftast í röðina. Afleiðingin væri sú að þar væri engin uppbygging. Annar skipuleggjenda, Mike Nicolaisen, sagði Austur-Grænland vera að einangrast frá restinni af landinu. Mótmælin væru ákall til landsstjórnarinnar og viðkomandi aðila um að sýna ábyrgð og hrinda af stað raunhæfum aðgerðum. Með límt fyrir munninn.Axel G. Hansen Íbúar upplifðu einangrun og að vera pólitískt afskiptir. Meðal annars hefði Royal Arctic Line tilkynnt að síðasta skip ársins til Tasiilaq myndi sigla í nóvember 2025, sem gæti lokað fyrir birgðaflutninga inn á svæðið í nokkra mánuði. Þar að auki myndi Air Greenland fækka þyrluferðum og ekki standa við þjónustusamning sinn. Icelandair hefði einnig tilkynnt að ekki yrði flogið á milli Íslands og Kulusuk frá október 2025 til mars 2026. Frá kröfugöngunni. Meðal annars var krafist betri samgangna við Austur-Grænland.Axel G. Hansen Grænland Norðurslóðir Byggðamál Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Skipaflutningar Tengdar fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. 11. janúar 2025 18:57 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Áætlað er að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í göngunni í Tasiilaq, sem teljast verður mikið í ljósi þess að í bænum og í byggðunum í kring búa alls um 2.500 manns. Þá tóku um eitthundrað manns þátt í göngunni í Nuuk. Menntun fyrir börnin okkar, stóð á einum mótmælaborðanna.Axel G. Hansen Fólk hélt á mótmælaspjöldum þar sem á stóð meðal annars Nok er nok! Að nú sé nóg komið. Einnig var krafist menntunar fyrir börn á Austur-Grænlandi. Þá gengu margir með svart límband yfir munni sem tákn þess að íbúarnir hefðu ekki rödd. Mótmælendur kölluðu eftir pólitískri athygli. Um leið var vakin athygli á fjölþættum vandamálum sem bærinn og nærliggjandi byggðir glíma við. Þetta eru þeir íbúar Grænlands sem búa næst Íslandi.Axel G. Hansen Í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR sagði einn skipuleggjandi mótmælanna, Iddimanngiiu Jensen Bianco, að íbúar byggju við lélegar samgöngur, lélega nettengingu, skort á kennurum í grunnskólum, skort á húsnæði sem og atvinnuleysi, og þá væri aðeins fátt nefnt. Svæðið væri sett aftast í röðina. Afleiðingin væri sú að þar væri engin uppbygging. Annar skipuleggjenda, Mike Nicolaisen, sagði Austur-Grænland vera að einangrast frá restinni af landinu. Mótmælin væru ákall til landsstjórnarinnar og viðkomandi aðila um að sýna ábyrgð og hrinda af stað raunhæfum aðgerðum. Með límt fyrir munninn.Axel G. Hansen Íbúar upplifðu einangrun og að vera pólitískt afskiptir. Meðal annars hefði Royal Arctic Line tilkynnt að síðasta skip ársins til Tasiilaq myndi sigla í nóvember 2025, sem gæti lokað fyrir birgðaflutninga inn á svæðið í nokkra mánuði. Þar að auki myndi Air Greenland fækka þyrluferðum og ekki standa við þjónustusamning sinn. Icelandair hefði einnig tilkynnt að ekki yrði flogið á milli Íslands og Kulusuk frá október 2025 til mars 2026. Frá kröfugöngunni. Meðal annars var krafist betri samgangna við Austur-Grænland.Axel G. Hansen
Grænland Norðurslóðir Byggðamál Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Skipaflutningar Tengdar fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. 11. janúar 2025 18:57 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. 11. janúar 2025 18:57
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54
Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08