Körfubolti

Shaq segist hundrað prósent

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Shaquille Rombley segist hafa fengið grænt ljós frá læknunum og líði hundrað prósent.
Shaquille Rombley segist hafa fengið grænt ljós frá læknunum og líði hundrað prósent.

Shaquille Rombley, miðherji Stjörnunnar, sést hita upp með liðinu í aðdraganda oddaleiksins og er skráður á leikskýrsluna í leiknum gegn Tindastóli sem fer fram í Síkinu í kvöld. Hann staðfesti í viðtalið við Andra Má Eggertsson að hann væri klár í slaginn í kvöld. 

Klippa: Shaq segist hundrað prósent

Shaq fór meiddur út af í síðasta leik liðanna, vegna vandamála með nýrun. Hann átti erfitt með andardrátt í aðdraganda fjórða leiksins og hélt um bringuna þegar hann fór út af. Síðan eyddi hann dögunum tveimur milli leikja uppi á spítala í rannsóknum. 

Það er sannarlega góðs viti fyrir Stjörnuna að sjá Shaq úti á gólfinu. Hann tekur því þó frekar rólega í upphitun og hefur lítið hlaupið. 

Uppfært (klukkan 19.39): Shaq er ekki í byrjunarliði Stjörnunnar, en skráður á leikskýrslu og sást troða hressilega í upphitun. 

Odda­leikur Tindastóls og Stjörnunnar um Ís­lands­meistara­titilinn í körfu­bolta verður sýndur í beinni út­sendingu á Stöð 2 Sport klukkan átta. Upphitun er hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×