Leik lokið: Tinda­stóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Ís­lands­meistari

Arnar Skúli Atlason og Ágúst Orri Arnarson skrifa
Stjarnan er Íslandsmeistari. Fyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar.
Stjarnan er Íslandsmeistari. Fyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. vísir / hulda margrét

Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki.

Tindastóll var með forystuna lengst af í leiknum en Stjarnan barðist til baka á lokamínútunum. Sadio Doucoure í liði Tindastóls fékk samt tækifæri til að jafna en hitti ekki úr þriggja stiga skotinu. 

Síðustu sekúndurnar urðu æsispennandi og upp úr varð alls kyns vitleysa. Tindastóll kastaði boltanum frá sér og gerði það svo aftur. Á endanum braut Tindastóll ekki og Stjarnan sigldi sigrinum í höfn. Lokasekúndur leiksins og fagnaðarlæti Stjörnumanna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

Fyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar og tók síðan við titlinum fyrir hönd Stjörnunnar. 

Stjarnan hafði tapað báðum leikjum seríunnar í Síkinu fram að þessu. Aðeins einu liði tókst að vinna Tindastól í Síkinu á tímabilinu, þar til Stjarnan lék það eftir í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Stjarnan verður Íslandsmeistari en liðið hafði tapað tveimur úrslitaeinvígum áður.

Hilmar Smári spilaði stórkostlega í úrslitaseríunni. vísir / Hulda margrét
Stemningin stórkostleg í stúkunni þegar titilinn var í höfn.vísir / Hulda margrét
Bjarni Guðmann og Júlíus Orri féllust í faðma. vísir / Hulda margrét

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira