Innlent

Þau sóttu um þrjú em­bætti skóla­meistara á Norður­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Staða skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík var ein þeirra sem auglýst var laus til umsóknar.
Staða skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík var ein þeirra sem auglýst var laus til umsóknar. Vísir/Vilhelm

Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust ellefu umsóknir um embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Framhaldsskólans á Húsavík sem auglýstar voru lausar til umsóknar á dögunum.

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. 

„Umsækjendur um embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra:

  • Árni Gunnarsson
  • Halla María Þórðardóttir
  • Íris Helma Ómarsdóttir
  • Kristján Bjarni Halldórsson
  • Selma Barðdal Reynisdóttir
  • Vera Sólveig Ólafsdóttir

Umsækjendur um embætti skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík:

  • Halldór Jón Gíslason
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir

Umsækjendur um embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri:

  • Benedikt Barðason
  • Daníel Freyr Jónsson
  • Harpa Jörundardóttir

Embættin voru auglýst laus til umsóknar hinn 28. apríl sl. með umsóknarfresti til og með 14. maí. Mennta- og barnamálaráðherra skipar í embættin til fimm ára í senn að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga um framhaldsskóla og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum. Skipað verður í embættin frá 1. ágúst næstkomandi,“segir á vef stjórnarráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×